Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ÞESSA dagana er verið að leggja lokahönd á nýjan veg yfir Hólmaháls milli Reyðarfjaðar og Eskifjarðar. Efst á hálsinum er 500 m langur klettaveggur sem sprengja þurfti í gegnum og er bergið mest 24 metra hátt. Kletta- veggurinn þykir fallegur á að líta. Karl Garðarsson, yfir- verkstjóri hjá Suðurverki, segir hér að verki sannkallaða snillinga í sprengitækni, sem eigi heiður skilinn fyrir að skila klettaveggnum svona fallegum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson SNILLINGAR Í SPRENGITÆKNI Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMHLIÐA hlýnandi veðurfari hafa farfuglar flýtt komu sinni til landsins. Lóan kemur t.d. að jafnaði um 10 dögum fyrr í dag en hún gerði í kringum 1990. Farfuglar sem dvelja í NV-Evrópu yfir vetrartímann virð- ast geta metið aðstæður á Íslandi á vorin áður en lagt er í farflug, en fugl- ar sem eru lengra að komnir eiga erf- itt með að meta aðstæður hér og koma lítið sem ekki fyrr í hlýjum vor- um. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr rannsókn sem Tómas Grétar Gunnarsson líffræðingur gerði og kynnt verður á líffræðiráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Tómas byggir rannsókn sína á skráningum sínum og Gunnars Tóm- assonar í Laugarási í Árnessýslu á árunum 1988-2009. Tómas segir að það vanti langtímagögn á þessu sviði hér á landi, en það sem geri mögulegt að skoða viðbrögð við hlýnandi veð- urfari sé að meðalhiti að vori hafi breyst mikið á þessu tímabili. Í kringum 1990 hafi komið nokkur köld vor, en síðan hafi hlý vor fylgt. „Meðalhitinn á þessu tímabili hef- ur breyst um fjórar gráður og fugl- arnir hafa svarað þessu mjög hratt, sérstaklega fuglar sem koma styttra að eins og frá Bretlandseyjum, Frakklandi og Hollandi. Þeir virðast hafa veður af því hvað er að gerast hér á vorin. Þeir upplifa sömu veðra- kerfin. Fuglar sem koma lengra að eins og frá Íberíu-skaganum og Afr- íku sýna hins vegar lítil viðbrögð við breytilegu árferði. Að jafnaði hafa þessir fuglar breytt komutíma sínum um hálfan dag á vori. Það er mjög mikil breyting.“ Tómas segir að á tímabilinu hafi ló- an flýtt komutíma sínum um 10 daga. Hrossagaukurinn hafi flýtt sér um næstum hálfan mánuð. Gæsir hafi flýtt sér álíka mikið. Tómas sagði að krían, sem kemur lengra að, hafi seinkað sér um 0,4 daga á ári. Sama er að segja með spó- ann, en hann dvelur í V-Afríku yfir vetrartímann. Spóinn hefur ekkert flýtt sér á tímabilinu, en aðrir vað- fuglar, sem koma frá V-Evrópu hafa allir flýtt sér. Tómas segir fróðlegt að bera spóa og jaðrakan saman, en þetta eru ná- Lóa kemur 10 dögum fyrr  Farfuglar sem dvelja í NV Evrópu eru nú fyrr á ferðinni vegna hlýnandi veðurs  Þeir virðast geta metið aðstæður hér á Íslandi á vorin áður en lagt er í farflug Morgunblaðið/Ómar Farfugl Lóan kemur 10 dögum fyrr en hún gerði fyrir 20 árum. Komutími lengra aðkominna fugla er óbreyttur. skyldir fuglar sem verpa á sama tíma. Jaðrakaninn kemur hins vegar þremur vikum fyrr en spóinn. Tómas segir að í gamla daga hafi verið talað um að spóinn velli graut þegar úti er vetrarþraut og það eigi vel við. Hann viti ekkert hvað hann sé að fara út í þegar hann leggi af stað til Íslands og því miði hann komutíma sinn við að líkur á vorhretum séu orðnar litlar, en hann verði hins veg- ar að fara nægilega snemma til að tryggja sér góð varpsvæði. BERGUR Guðnason lögmaður lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun, 68 ára að aldri. Bergur fæddist í Reykjavík 29. sept- ember 1941, sonur Sig- ríðar Hjördísar Ein- arsdóttur húsfreyju og dr. Guðna Jónssonar prófessors. Bergur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1960 og lögfræði- prófi frá Háskóla Ís- lands 1968. Hann var lögfræðingur hjá skattstjóranum í Reykjavík 1968-1977 en hefur frá þeim tíma rekið eigin lögmannsstofu í Reykjavík. Bergur starfaði mikið að skattamálum og var m.a. stunda- kennari í skattarétti við HÍ árin 1974-1979. Þá sinnti hann enn- fremur málflutningsstörfum og sölu fasteigna. Bergur var mikill áhugamaður um íþróttir. Hann keppti fyrir Val um langa hríð, bæði í knatt- spyrnu og handknatt- leik, og lék með lands- liði Íslands í handknattleik. Berg- ur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Hann var formaður Vals 1977-1981, sat í stjórn Handknatt- leikssambands Ís- lands og átti sæti í íþróttadómstól ÍSÍ um langa hríð. Hann hlaut heið- ursmerki fyrir störf sín, bæði fyrir Val og íþróttahreyfinguna. Eftirlifandi eiginkona Bergs er Hjördís Böðvarsdóttir. Börn þeirra eru Guðni, Sigríður, Böðvar og Bergur Þór. Fyrir hjónaband hafði Bergur eignast soninn Þorstein. Andlát Bergur Guðnason MENNINGAR- og ferðamálaráð Reykjavíkur hefur samþykkt ósk Knattspyrnusambands Íslands og álit safnstjóra Listasafns Reykja- víkur um heimild fyrir staðsetn- ingu styttu af Alberti Guðmunds- syni fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ við Laugardalsvöllinn. Þegar óskað er eftir að reisa minnisvarða í Reykjavík fer erind- ið fyrst til menningar- og ferða- málaráðs og þaðan er það sent til umsagnar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Safnstjórinn stað- festi ósk KSÍ og á nýjasta fundi ráðsins tóku fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks undir um- sögn hans en fulltrúar Samfylk- ingar og Vinstri grænna sátu hjá. Þar með getur KSÍ látið reisa styttuna á fyrirhuguðum stað. steinthor@mbl.is Stytta reist við höfuð- stöðvar KSÍ Listamaður Albert Guðmundsson. Jólatilboð ! Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 100% hreinn gæsadúnn • Astma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60°C Dúnsokkar Kr. 6.900,- Hitajöfnunarsæng 140x200 cm Kr. 29.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.