Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ÉG VAR að ljúka við að lesa stórvirki Óskars Guðmundssonar um Snorra Sturluson og verð að fá að taka ofan. Þótt ég hafi legið í pælingum um Sturlungaöldina mörg undanfarin ár upplaukst ýmislegt fyrir mér við lestur ævi- sögu Snorra sem ég hafði aldrei náð almennilega utan um. Eins og til dæmis það hvernig hann hófst upp úr litlu í að verða á skömmum tíma auðugasti og valdamesti maður landsins, án þess að berj- ast eða beita vopnum, á þeirri miklu skálmöld og skeggöld sem þá var í landinu. En það tekur á sig mynd að persónutöfrar Snorra og í rauninni hvernig snilli hefur geislað af honum strax frá unga aldri verður til þess að fólk laðast að honum, vill slást í lið með hon- um og treystir honum til að fara með völd og ráða fyrir löndum. Og kannski hefur Snorri með tím- anum orðið sjálfur meðvitaður um að hann væri afbragð annarra manna, farið að taka sjálfan sig hátíðlega, en eins og allir þekkja eiga snillingar það til að verða svo sjálfsuppteknir að fólk hættir að laðast að þeim. Og þarna er kannski kominn lykillinn að ógæfu Snorra; ættingjar hans, æskuvinir, tengdafólk og banda- menn innanlands og utan snúast gegn honum eða við honum baki uns hann stendur einn og yfirgef- inn á kjallaragólfinu í Reykholti með öxi Árna beisks reidda yfir höfði sér. Þetta skýrir kannski einnig þá blendnu mynd sem við Íslendingar eigum af þessum höf- uðskörungi, en eins og Óskar dregur fram er kuldi eða tvíræðni bróðursonar Snorra, Sturlu Þórð- arsonar, í garð frænda síns þann- ig að það smitar allt sem um hann er sagt – raunar skilur Óskar mann eftir með löngun til að fá að lesa samskonar úttekt á Sturlu, hinu höfuðskáldi þessa renes- anstíma íslenskrar menningar og aðalheimildarmanns okkar um öldina. Ég efa ekki að ævisögu Snorra verður tekið fagnandi. Nú sem á 13. öldinni verður það æ augljós- ara hversu varanleg auðæfi við eigum í bókmenningunni. Ég lít yfir útgáfubækur þessa haust og þykist sjá gnæfa tinda upp úr efnahagsflatneskjunni sem um- lykur okkur – verð til dæmis að nefna að kannski verður þessa árs minnst fyrir það að þá kom út bók með Ummyndunum Óvíds í þýð- ingu Kristjáns Árnasonar, þess manns sem best hefur kunnað að miðla okkur meistaraverkum fornaldar frá því Sveinbjörn Eg- ilsson leið. Og nýjar spennandi skáldsögur streyma á markað, maður lifandi. Og Snorri. Ógæfu Íslands verður sem betur fer ekki allt að vopni, þrátt fyrir orðróm um annað. Einar Kárason Sturlungumaður þakkar fyrir sig Höfundur er rithöfundur. ÉG HEF upplifað á síðustu árum að í skól- anum, hjá menntasviði og í Foreldrahúsinu eru unglingar til- greindir sem ein- staklingar sem eru ekki færir um að vita hvað þeir vilja né skilja það. Þeir eru færir um að fá að ákveða stöku sinnum hvað á að vera í kvöldmatinn. Samt eiga þeir að skilja allar reglur skól- ans og kerfisins. Inni á Vogi og í augum flestra foreldra og vina finnst mér þeir skilgreindir sem unglingar. Hjá lögreglu eru þeir sakhæfir 15 ára, álitnir afbrotamenn eða fíkniefnaneytendur og taldir haga sér sem fullorðnir. Varla finnst fólki rétt að fullyrða að unglingur sem hefur verið misnotaður kyns- ferðislega hafi hagað sér sem full- orðinn meðan á misnotkuninni stóð? Á heimasíðu Barnaverndar er t.d. engin úrræði að finna fyrir foreldra sem lenda í ágreiningi við skóla, þar sem þeir gera ekki ráð fyrir að for- eldrar leiti til þeirra vegna skóla- mála – heldur eingöngu að skólar leiti til þeirra venga barna/foreldra. Um leið og vandamál gera vart við sig beinist oft allt að þeim sem er uppalandi og virðist þá sama hvernig aðrir hafa hagað sér. For- eldrar slíkra barna eru gagnrýndir af mörgum og þurfa að velja milli áreitis margra aðila eða að standa vörð um hag barnsins síns. Getur verið að margir foreldrar hafi ekki staðið sig betur en svo að börn þeirra hafi hlotið lesblindu, of- virkni, athyglisbrest, misþroska eða einhverfu og þar af leiðandi verið til trafala í skólanum, að þau voru lögð í einelti af starfsfólki eða öðrum, að þau hafi ekki notið samvista við báða foreldra, átt foreldra í neyslu, verið misnotuð eða beitt ofbeldi og síðar meir leiðst út í óreglu? Tala nú ekki um alla reiðina og höfnunina sem þau hafa glímt við. Er það líka þessum sömu foreldrum að kenna að þau eru klár, fyndin, góð í ýmsu sem mörgum hefur yfirsést, vinsæl eða félagslynd? Það virðist liggja í augum uppi að þessum foreldrum tókst ekki að leika öll hlutverkin, kennarana, gangaverðina, skóla- stjórana, þjálfarana, lögregluna eða hitt for- eldrið ásamt ömmu og afa. Ég tel að fólk bregð- ist við aðstæðum eftir getu, skilningi og þroska. Þess væri ósk- andi að menntakerfið og aðstandendur for- eldra barna í erf- iðleikum ynnu úr eigin vandamálum í stað þess að klína þeim á foreldra slíkra barna/ unglinga. Það er mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir í máli eins og þessir foreldrar eru að glíma við, því þetta ástand lamar fólk en krefur það jafnóðum um skjót viðbrögð þar sem líf þessara unglinga er í hættu. Því hver þeirra mun sleppa út úr ástandinu af sjálfsdáðum, hverjum duga Stuðlar, hverjum langtímavistun eða fang- elsið? Hvert þeirra mun fyrirfara sér? Flestir fangar voru eitt sinn ung- lingar í óreglu, jafnvel ennþá börn. Líf margra þeirra sem eru í fangelsi í dag spannar rauðan þráð í gegnum uppeldið, skólakerfið og fullorðins- árin sem margir flokka sem „hegð- unarvandamál“ og er talið að hafi ýtt undir óreglulíf og sem hjá sífellt fleirum endar sem fangelsisvist. Aðrar ástæður eru foreldrarnir sem voru í óreglu, beittu ofbeldi eða sinntu ekki börnum sínum. Kerfið er að springa og engir peningar til til að viðhalda því. En hvað er til ráða og hvar á að byrja? Þægindin sem tilheyra þessu ferli eru þau að þrengja vel að börnum, unglingum og foreldrum þeirra og benda á þau sem vandamál þar til fangelsið tek- ur við. Þessum þægindum er við- haldið með því „litla“ fjármagni sem varið er til mennta-, meðferðar- og fangelsismála. Endurkoma í fangelsi er algeng. Of fá varanleg meðferðarúrræði eru fyrir hrndi þótt öðru sé haldið fram, aðstandendur fanga eru týndur hóp- ur, dómar þyngjast og biðlistar eftir afplánun lengjast. Málefni fanga hafa ekki verið mikið til umræðu í blöðum nema þegar kerfið lýsir því yfir að skera þurfi niður framlög, að starfsmenn séu úrvinda af vinnu- álagi og stundum að aðstæðurnar séu ekki föngum bjóðandi. Til að afgerandi breytingar geti átt sér stað þurfa allir að taka hönd- um saman, því allir eru hluti af sam- félaginu. Allir deila nú þegar þessu fagra landi með föngum, einnig þeim sem bíða afplánunar og þeim sem eru á reynslulausn, einnig einstaklingum sem lokið hafa af- plánun eftir alls kyns afbrot auk þeirra sem aldrei nást. Allir eru í mínum huga hver sem er, í hvaða stöðu sem er. Áhrifarík- ast og fljótlegast er að hætta að beina athyglinni að því sem er ekki hægt að gera og beina henni að því sem hægt er að gera betur. Ég hvet fyrst og fremst fanga og aðstand- endur þeirra að láta til sín taka og krefjast úrræða sem eru mönnum bjóðandi og bæta hag þeirra og þar með allra í þjóðfélaginu. Þeir sem vilja auka velferð fólks í samfélaginu, hvort sem er þeirra eigin og/eða annarra, er bent á Kærleikssamtökin, www.kaerleiks- samtokin.com, til að leggja þeim lið á þann hátt sem hver og einn er fær um eða bara til að njóta þess sem þar er boðið upp á. Kærleiks- samtökin eru með nytsamlegt úr- ræði í boði fyrir einstaklinga. Fangelsismál á Íslandi – hvert stefnir? Eftir Sigurlaugu G. Ingólfsdóttur »… þetta ástand lam- ar fólk en krefur það jafnóðum um skjót við- brögð þar sem líf þess- ara unglinga er í hættu. Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Höfundur er stofnandi Kærleikssamtakanna. Norræn ráðstefna Hilton Reykjavík Nord ica hótel 9. nóvember 2009. Á ráðstefnunni „Atvinn uþátttaka eldra fólks – áhrif á heilsu og lífsgæði“ munu virtir n orrænir fræðimenn og fólk úr atvinnulífinu fjalla um eftirfarandi þ ætti frá ýmsum hliðum : • Fyrirsjáanlegar brey tingar á aldurssamsetn ingu Norðurlanda- þjóðanna á komandi á rum og samfélagsleg á hrif þeirra. • Áhrif atvinnuþátttök u á lífsgæði og heilsu eldra fólks. • Viðhorf til eldra fólk s á vinnumarkaði. • Lífeyristryggingaker fi Norðurlandaþjóðann a og hvernig uppbygging þeirra hef ur áhrif á atvinnuþáttt öku eldra fólks. Ráðstefnan hefst kl. 9 .00 og stendur til kl. 1 5.30. Hún er öllum opin eins lengi og hús rúm leyfir og aðgangu r er ókeypis. Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning á: http://you rhost.is/arbejde-til-all e-2009 Dagskráin er birt á: ht tp://www.felagsmalar aduneyti.is/radstefnur / AR G H 11 /2 00 9 Áhrif á heilsu og lífsgæði Félags- og tryggingamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd Atvinnuþátttaka eldra fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.