Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Björg Erna Frið-riksdóttir, oftast kölluð Gígí, fæddist í Keflavík 5. desember 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykja- nesbæ að kvöldi föstudags 23. október sl. Foreldrar hennar voru Sigurveig Sig- urðardóttir, hús- freyja frá Keflavík, f. 1905, d. 1981, og Frið- rik Fischer Þor- steinsson frá Kefla- vík, forstjóri og organisti í Keflavíkurkirkju , f. 1900, d. 1968 Bræður Gígíar eru Ragnar, f. 1927, alast upp á svona stóru heimili. Hún ferðaðist mikið, sérstaklega til Danmerkur og Þýskalands og bjó meðal annars á þrítugsaldri í Dan- mörku þar sem hún vann við að- hlynningu sjúklinga á St. Jós- epsspítala í Kaupmannahöfn. Björg Erna útskrifaðist sem sjúkraliði 1967 og vann lengst af á Landakotsspítala í Reykjavík þar sem hún eignaðist marga góða vini. Hún var ávallt eins og ein af St. Jós- epssystrum og sagði hún alltaf að vinskapur þeirra yrði seint full- þakkaður. Vegna heilsubrests hætti Gígí að vinna 1984. Gígí var virk í skátahreyfingunni, fyrst í skátafé- laginu Heiðarbúum og í seinni tíð mætti hún á fundi hjá St. Georgsgildi Heiðarbúa í Keflavík fram á síðasta ár en þá leyfði heils- an ekki meir. Björg Erna verður jarðsungin í Keflavíkurkirkju í dag, 6. nóv- ember, og hefst athöfnin klukkan 14. d. 1997, Þorsteinn, f. 1928, d. 2001, Friðrik, f. 1933, d. 2004, eft- irlifandi eru Sig- urður, f. 1938, búsett- ur í Reykjanesbæ og Birgir, f. 1939, búsett- ur í Svíþjóð. Einnig var bróðurdóttir Gígí- ar, Sigurveig Þor- steinsdóttir alin upp á heimilinu sem ein af systkinunum. Gígí ólst upp í Keflavík á Vallargöt- unni ásamt systkinum sínum og foreldrum. Heimilið var stórt og mannmargt en hún talaði ávallt um að gaman hefði verið að Þá er komið að kveðju stund, elsku Gígí mín. Það eru búnar að vera blendnar tilfinningar hjá mér þegar ég kvaddi þig, ég trúði því samt að þú værir sko ekki að deyja því við, fjöl- skyldan öll, áttum svo margt eftir að gera með þér, bara að flytja í stóra herbergið á Hlévangi og koma öllu fína dótinu þínu fyrir var svo spenn- andi. Margs er að minnast, þú varst svo dugleg að heimsækja alla og tókst mig með og oft sofnaði ég í þessum heimsóknum. Þegar ég var 10 ára þá kom ég ásamt minni fjölskyldu og ömmu til Kaupmannahafnar þar sem þú varst að vinna sem sjúkraliði og komum við tvö ár í röð og þú tókst svo vel á móti okkur og kynntir okkur fyrir svo mörgum og fullt af nunnum sem þér var mjög annt um. Þú skipulagðir skemmtiferðir í Tívolí og margt ann- að. Þú varst alveg yndisleg, elsku Gígí mín, naust þess svo að láta stjana við þig en okkur fannst það bara svolítið skemmtilegt. Þú varst alltaf höfðingi heim að sækja, alltaf bauðst þú manni eitt- hvert góðgæti enda allir skápar fullir af öllu því þú varst alveg einstök, þurftir alltaf að eiga tvennt af öllu, og öll fallega músíkin þín. Það verður skrítið að hafa þig ekki hjá okkur á gamlárskvöld. Þú varst alltaf að tala um að það að fara í frí til Þýskalands með okkur Gunna og leigja húsbíl og keyra um og ferðast, auðvitað hefði það verið gaman fyrir okkur öll en svona er nú bara lífið, það er bara ekki allt hægt, en elsku frænka, ég veit að vel verður tekið á móti þér. Ég kveð þig í bili með skátasöngnum fal- lega Með sól í hjarta og söng á vörum, við setjumst niður í grænni laut, í lágu kjarri við kveikjum eldinn, kakó hitum og eldum graut. (Ragnar Jóh.) Þín Sigurveig (Siddý). Elsku Gígí, mig langar til að þakka þér fyrir samfylgdina. Það var svo notalegt að heimsækja þig, hvort sem það var í Reykjavík eða í heimabæ okkar Keflavík. Alltaf þegar inn kom hljómuðu svo falleg lög úr geislaspil- aranum, þú kunnir að njóta þess að hlusta. Þú varst mikill safnari og þurftir stundum að eiga tvennt af hverju. Íslenska diskasafnið þitt er það besta, þó víða væri leitað og vildir þú endilega lána mér einn og einn. Ljósmyndir áttu líka hug þinn allan og var myndavélin oftast með í för ef eitthvað var farið. Allar slide-mynd- irnar sem teknar voru í denn varstu búin að láta yfir á DVD diska og lést setja svo fallega tónlist undir. Þetta voru fjölskyldumyndirnar og auðvit- að gafstu mér einn, sem ég set stund- um í spilarann og hugsa aftur í tím- ann. Þú varst stór þáttur í lífi okkar Siddýar. Tvisvar sinnum heimsóttum við fjölskyldan þig til Kaupmanna- hafnar á St.Jósefsspítalann þar sem þú vannst. Þessar ferðir munu seint gleymast. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar, þú fylgdist svo vel með. Ef talað var um fólk þá var spurt, hverra manna er hann eða hún. Þú hafðir gaman af ættfræðinni, þar varstu vel heima. Þegar ég var lítil stelpa, þá skírði ég uppáhaldsdúkk- una mína í höfuðið á þér og hugsaði alveg einstaklega vel um hana, Gígí mína. Núna er komið að leiðarlokum og bið ég Guð að gefa okkur styrk á þess- um erfiðu stundum, Sirrý og Kalli, þið hafið verði henni einstaklega um- hyggjusöm og góð, hafið þökk fyrir. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér, Gígí mín, skilaðu kveðju. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta.) Elsku Gígí, ég á eftir að sakna þín, Guð geymi þig. Þín Þóra Guðný. Elsku Gígí frænka, takk fyrir allt, þú varst alltaf svo góð við mig og hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem ég var að gera. Ég og Lilja Björk ætl- uðum að heimsækja þig einar á Hlév- ang og hafa skemmtilega stund sam- an en svo veiktist þú. Nú líður þér vel hjá foreldrum þínum ömmunum mín- um og ástvinum, ég veit að englarnir passa þig vel. Bið að heilsa öllum og ég mun sakna þín, Gígí mín. Þín frænka Nína Björk. Elsku Gígí, þegar þú sagðir við okkur að nú værum við að flytja þig í síðasta sinn þegar þú fékkst herbergi á Hlévangi datt mér nú ekki í hug að það væri svona stutt eftir. Það eru margar minningar sem ég er búin að rifja upp síðustu daga. All- ar helgarnar þegar ég fékk að koma og gista hjá ykkur ömmu Siggu á Neshaganum, stuðningurinn sem ég fékk frá þér þegar ég var í skólanum, áhugi þinn á öllu sem ég var að gera, börnunum okkar Hjörvars og hvað þú varst alltaf stolt af okkur og öllu því sem við erum búin að vera að fram- kvæma. Mér fannst líka alltaf svo merkilegt að sem krakki fengum við alltaf jólagjafir frá vinkonum þínum, nunnunum sem unnu á Landakoti, því við vorum alltaf stelpurnar þínar. Við sögðum líka alltaf að þú hefðir örugg- lega orðið nunna og gengið í klaustur ef nunnur hefðu ekki þurft að afsala sér öllum veraldlegum eigum því þú varst mikill fagurkeri og hafðir gam- an af því að eiga fallega hluti. Alltaf að spá í að kaupa þér eitthvað sem þig vantaði alveg svakalega mikið. Þú varst dugleg að hafa samband við okkur og vissir alltaf hvað var að gerast hjá okkur. Þú varst líka dugleg að hringja og fá okkur í heimsókn til að stilla sjónvarp, útvarp og bara laga ýmislegt. En um leið og maður gekk inn um dyrnar spurðir þú hvar börnin væru, hvort ég vildi ekki fá smurt brauð, diet-kók eða ef börnin voru með þá var þeim boðið í nammiskúff- una. Þú varst höfðingi heim að sækja. Alltaf bjóðandi. Síðasta ár varstu allt- af með rauða hjartalaga boxið með namminu, bæði á sjúkrahúsinu og á Hlévangi. Í boði fyrir alla. Þú varst alltaf með myndavélina með þér, allt- af að taka myndir af öllum og þegar filmurnar komu úr framköllun tókstu frá myndir sem þú varst bara að taka til að gefa. Þú varst líka alltaf að safna kvikmyndum og núna í október þegar þú varst orðin veik baðstu mig samt að kaupa allt Shirley Temple- safnið úti í Boston, lést mig hafa pen- ing fyrir því en ég fann það ekki og þú varst sofnuð þegar ég kom heim. Ég finn það fyrir þig seinna. Ég veit að amma Sigga og afi Frið- rik taka vel á móti þér sem og bræð- ur þínir og mágkonur sem farin eru frá okkur. Við höldum áfram að hlúa hvert að öðru og sérstaklega mömmu sem misst hefur mikið. Hvíl í friði, elsku frænka, þín nafna, Guðný Björg. Elsku Gígi frænka, takk fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt saman síðan ég kom inn á heimilið hjá ömmu og afa þar sem þú áttir líka heima, ég fékk að alast upp með þér, ég var litla systir þín. Þú varst svo dugleg að heimsækja ættingja og vini og alltaf tókst þú mig með. Þar sem þú eignaðist ekkert barn fékk ég að eiga smáhlut í þér og þú sagðir alltaf að þú hefðir alið mig upp. Þegar þú vannst á St. Jósepsspít- alanum í Kaupmannahöfn þá send- um við þér alltaf skyr og rúgbrauð, sem þú deildir með vinkonum þínum, nunnunum, þér fannst alltaf jafn gaman að gefa þeim sama hvað það var. Þegar við Kalli byrjuðum að búa keyptir þú ýmislegt í búið fyrir okkur í Daells Varehus sem var aðalversl- unin í Kaupmannahöfn þá. Síðan, þegar stelpurnar okkar Kalla voru komnar í heiminn, varstu alltaf að monta þig af þeim við nunnurnar, sagðir að þú ættir stóran hlut í þeim öllum. Þegar þú fluttir aftur heim til Ís- lands bjóst þú með ömmu á Neshag- anum en eftir að hún andaðist byrj- uðu hjá þér flutningar milli Keflavíkur og Reykjavíkur og þú sagðir alltaf við okkur þegar Kalli var að stríða þér að þetta væri í síð- asta sinn sem við þyrftum að flytja þig en svo var það á Suðurgötu 8 í Keflavík sem varð endastaðurinn, þar áttir þú yndislegt heimili og þar leið þér mjög vel. Það var svo stutt fyrir þig að labba niður í búð til mín, með smurt brauð handa mér í hádeg- ismat því þú hafðir áhyggjur af því að ég borðaði ekkert í vinnunni. Þú gerðir þetta alveg þangað til heilsan leyfði ekki meir en þá hringdir þú bara í mig og sagðir mér að koma og sækja brauðið. Þér var mjög umhugað um heilsu mína og okkar allra í fjölskyldunni Gígí mín, síðustu árin þín hafa verið erfið vegna veikinda þinna, og alltaf var ég með áhyggjur af því að vita af þér einni heima. Þegar þú svo fékkst inni á Hlévangi var eins og ákveðin ósk hefði ræst hjá þér. Þarna leið þér mjög vel og talaðir þú alltaf um það að starfsfólkið þarna væri eins og ein fjölskylda og allar stelpurnar „þínar“ væru svo rosalega góðar við þig. Þú varst samt að bíða eftir að flytja einu sinni enn og þá í aðeins stærra her- bergi en þú náðir því ekki. Elsku Gígí mín, megi algóður Guð taka á móti þér þegar þú kemur til hans og allra ættingja og vina sem á undan fóru. Guð fylgi þér og góða ferð. Sigurveig frænka og Karl. Jæja, elsku Gígi mín, það er komið að kveðjustund og ég minnist margra góðra og skemmtilegra stunda sem við áttum saman. Þú varst engri lík og oft gat ég nú brosað yfir því þegar þú byrjaðir að lesa af gula miðanum at- riðin sem þú varst búin að glósa niður. Oft var listinn langur og fjölbreyttur, allt frá því að klippa neglurnar, skjót- ast út í búð eða færa hluti til – já og finna hluti sem þú varst einhvern veg- inn búin að koma fyrir á hreint ótrú- legustu stöðum. Ég er ofsalega glöð yfir þeim stundum sem við höfum átt saman. Þú gafst mér lopapeysu sem systir Theresa prjónaði árið 1942 og gaf þér. Þú sagðir að ég myndi bera peysuna vel og ætti að hugsa vel um hana. Þú varst nú ferlega montin af mér þegar ég sagði þér að ég væri byrjuð að prjóna og að við systurnar værum að gera eins peysur. Mér þykir gaman að hugsa til þess að við hlógum heil- mikið saman í síðustu heimsókninni. Ég var að lakka neglurnar en þú varst svo voðalega upptekin af nýju tösk- unni sem átti að vera á hjólastólnum þínum. Þegar þú fórst að skoða fyrri höndina sástu þennan skærbleika lit sem ég var búin að setja á þig. Þú hélst nú ekki og sagðir að þú værir komin á þann aldur að ekki væri fal- legt að vera með svona lakk. Ég reyndi nú að halda andlitinu og segja þér að þetta væri nú ekki svo bleikt en þú varst alveg ákveðin. Að lokum sagði ég nú að ég hefði verið að grín- ast í þér og þá kom nú bros hjá þér … Þú sýndir það oft hversu mikils virði við systurnar vorum þér og það var gaman að hlusta á þig tala við all- ar vinkonur þínar í síma og heyra hvernig þú talaðir um okkur. Einu sinni sagði ég við þig: „Auðvitað Gígí mín, þetta er nú ekki nema sjálfsagt, þú ert nú eins og amma mín.“ Ef eyr- un á þér hefðu ekki verið fyrir hefði brosið náð hringinn þegar þú svar- aðir: „Já er það?“ Væntumþykjan sem var á milli þín og mömmu var sönn og falleg. Það var yndislegt að sjá þegar þið sáuð hvor aðra í gegnum rúðuna á búðinni hennar á ljósanótt. Við vorum búnar að vera að pukrast með það í tvo daga að ég sækti þig klukkan eitt á laugardeginum og við myndum labba saman niður í bæ og koma mömmu á óvart. Það má með sanni segja að við náðum að plata hana því báðar fenguð þið tár í augun og föðmuðust innilega. Þú varst svo þakklát fyrir það að ég skyldi fara með þig í árgangagönguna og eyða svo deginum með þér niðri í bæ. Elsku Gígí mín, ég mun sakna þín og bið góðan guð að styrkja mömmu því hún var þín stoð og stytta í lífinu. Ég vildi óska þess að þú hefðir fengið að upplifa það að fá stærra herbergi á Hlévangi og fara í göngutúr með nýju töskuna á hjólastólnum. Þú varst búin að lifa góðu lífi með margt gott fólk í kringum þig. Þú áttir margar góðar vinkonur og sá ég það vel á heimsókn- unum sem þú fékkst bæði á spítalann og Hlévang. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Knús og kremja til þín, elsku Gígi mín, þín frænka, Hólmfríður (Hófý). Fyrir þér ég felli tár að eilífu eitt fyrir ástina og annað fyrir vináttu þriðja fyrir tímann sem stóð í blíðu og stríðu fjórða fellur á gröf þína sem minning- arvottur. (Gunnar Þórólfsson.) Elsku Gígí mín. Ég veit ekki hvað ég er oft búin að byrja upp á nýtt á þessari grein. Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að skrifa. Takk kærlega fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman þegar þú leyfðir okur Hófý systur að koma til þín í nokkra daga fyrir jólin þegar við vorum yngri. Takk fyrir allar þær samveru- stundir þegar við fórum saman í búð- ir. Takk fyrir allar þær stundir sem þú gafst stelpunum mínum. Takk fyr- ir að taka alltaf ljósmynd af þeim, þær kunnu svo sannarlega að meta það og hlökkuðu ávallt til að koma. Takk fyr- ir samverustundirnar yfir jólin heima hjá mömmu og pabba. Þar varstu sko alveg frábær og skemmtilegast var þegar þú opnaðir pakkana frá nunn- unum. Einu sinni gáfu þær þér sítrón- ur og þú varst svo glöð. Ég skildi ekk- ert í þessari gleði þinni, enda borðaði ég þær ekki. Í dag skil ég gleði þína og þakklæti fyrir þessar sítrónur. Nunnurnar höfðu sjálfar ræktað sí- trónurnar, þær höfðu sjálfar pakkað þeim inn í pappír sem þær endurunnu og sent þær í B-pósti. Gígí mín ég mun sakna þín. Ég mun sakna þess að koma til þín og fá verkefni til að leysa. Elsku mamma mín, missir þinn er mikill. Gígí skipti þig miklu máli og þú hugsaðir svo rosalega vel um hana. Veistu mamma að þú ert sko gerð úr demanti og Gígí gerði sér fulla grein fyrir því að hún var rosalega heppin að eiga þig að. Ég vona, elsku mamma, að þegar þið pabbi verðið gömul og grá þá viti ég hvernig best er að koma fram við ykkur. Nokkrum dögum áður en Gígí kvaddi þennan heim sagði hún mér hversu heppin hún væri að eiga þig að, ég vona að þú vitir það að hún kunni þig og pabba mjög vel að meta. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni og taka vel á móti henni Gígí. Ef einhver fer pottþétt til himna þá ert það þú, Gígí mín. Með kærleik í hjarta kveð ég Gígí mína sem var mér eins og amma, eins og systir mömmu minnar, eins og frænka mín og góður vinur. Hvíl í friði. Þín, Sólveig Silfá. Þegar skátar voru í útilegu og ein- hver eða einhverjir þeirra þurftu að fara heim á undan hinum, gerðu þeir hring með punkti í miðju, úr stein- völum, eða ristu það í jarðveginn, það þýðir á skátamáli „farinn heim“. Skátar yfirfærðu það á andlát félaga sinna og nota það í minningargrein- um um látna skáta. Hún Gígí er „farin heim“ – senni- lega södd lífdaga, eftir hetjulega bar- áttu við erfiðan og kvalafullan sjúk- dóm – en dauðinn getur vissulega verið líkn í þraut, þegar svo er komið. Gígí gekk ung skátahreyfingunni á hönd, er hún gerðist félagi í skátafé- laginu Heiðabúum í Keflavík, og hún var ætíð mikill skáti í sér. Gígí lauk sjúkraliðanámi 1967, starfaði í nokkur ár sem gangastúlka með nunnum á sjúkrahúsi kaþólskra í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomu sína haustið 1972 hóf hún störf sem sjúkraliði á Landakotsspítala, og þar starfaði hún allt til ársins 1984, er hún var komin í hjólastól um skeið, en not- aðist síðar við hækjur. Gígí hafði ætíð mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist vítt og breitt um heiminn og kynntist fólki af ólíku þjóðerni og mismunandi litarhætti, en henni gekk ætíð vel að samlagast ólíku fólki. Eftir að hún fluttist aftur til Kefla- víkur, gekk hún til liðs við Keflavík- urgildið og varð þar mjög virkur og góður félagi, var semsagt, eins og góðum skáta sæmir, „ávallt viðbúin“. Gígí átti sér einnig annað áhuga- mál, sem hún hefur sennilega fengið í arf frá föður sínum, Friðriki Þor- steinssyni, sem lengi var organisti Keflavíkurkirkju, en það var ljós- myndun. Eftir að hún hætti að vera vel ferðafær sneri hún sér að flokkun ljósmynda, bæði sinna og föður síns, og hefur líklega verið búin að ljúka því að mestu, er hún féll frá. Myndir úr skáta- og gildisstarfi var hún búin að setja í tvö albúm, sem hún mun hafa hugsað sér að yrðu varðveitt í skátahúsinu í Keflavík. Við kveðjum góðan félaga, með þökk fyrir gott starf, og óskum Gígí „góðrar heimkomu“. St. Georgsgildið í Keflavík, Hreinn Óskarsson, Gildismeistari. Björg Erna Friðriksdóttir  Fleiri minningargreinar um Björgu Ernu Friðriksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.