Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 20

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 20
Heimasíða breska blaðsins Telegraph hefur sett saman lista yfir 20 bestu tískubloggarana. Bloggararnir eru úr öllum áttum og einbeita sér ýmist að föt- um stjarnanna, tískusýningum, því sem þeir sjálfir klæðast, skóm, fylgihlutum eða heimilum. Þeir eiga þó allir sameiginlegt að vera orðnir heimsþekktir fyrir hugleiðingar sínar um tísku og tískustrauma. Sagt hefur verið frá nokkrum blogg- aranna síðustu föstudaga og lýkur umfjölluninni í næstu viku. Pippa Brooks er flottasta mammaná netinu. Hún er einn eigendabúðarinnar M Goldstein, plötu- snúður og fyrrverandi poppstjarna og á sjö ára tvíburadrengi. Á blogginu fjallar hún um ævintýra hinna óaðfinnanlegu klæddu mæðgina víðsvegar um Lund- únaborg og er dugleg að láta myndir fylgja af sér og drengjunum á ólíkum viðburðum. madamesays.com Catherine Kallon er 34 ára athafnakona sem bloggar úr stúdíóíbúð sinnií norðurhluta London. Hún hefur vakið mikla athygli, ekki síst íHollywood, fyrir bloggið sitt þar sem eru ýmsar tískufréttir, myndir af flott klæddum stjörnum við hlið mynda af módelum í sömu flíkum á tísku- sýningum og kosningar um hvaða stjörnur sama flík- in klæddi best. Hljómar eins og hvert annað blogg en það sem fær blogg Kallon til að standa upp úr er að hún er með ljósmyndaminni og tekur því eftir ýmsu sem enginn annar sér eða man eftir. T.d. var hún sú eina sem tók eftir því að Max Azria-kjóllinn sem Ang- elina Jolie klæddist við eina verðlaunaafhendinguna í ár sneri öfugt. Af þessum sökum fylgjast tísku- og slúðurblöðin náið með bloggi Kallon, en hún á einnig dygga aðdáendur á borð við hönnuðina Stellu McCartney og Miuccia Prada. redcarpet-fashionawards.com Eins og margir tískubloggarar birtir TavinGevinson myndir af sér í flottum fötumsem hún hefur fundið í verslunum með notuð föt og skrifar um nýjustu tískustraum- ana. Hún sker sig hins vegar úr að því leyti að hún er aðeins 13 ára. Sjálf lýsir hún sér sem litlum lúða sem er hrifinn af hátísku- merkjunum Luella, Charles Anastase og Comme des Garçons. Gevinson býr í Chi- cago og hefur þegar verið skrifað um hana í blöðum á borð við New York Times auk þess sem hún er með sína eigin stuttermaboli í framleiðslu. Hennar stærsta vandamál um þessar mundir er að finna merkjaflíkur sem passa. tavi-thenewgirlintown.blogspot.com Susanna Lau, betur þekkt sem Susie Bubble,er eitt stærsta nafnið í tískubloggaraheim-inum. Hún býr í London og veit fátt skemmtilegra en að birta myndir af sér í nýjum, og yfirleitt frekar óhefðbundnum, flíkum. Hún birtir einnig myndir af módelum í flíkum sem hún er hrifin af, tískuþáttum o.fl. og deilir með lesendum skoðunum sínum á öllu því er snertir tísku. Lau þykir skrifa í afar léttum og skemmti- legum stíl og hefur það orðið til þess að bloggið hennar fær yfir 20 þúsund heimsóknir á dag. Það kom því ekki á óvart að Lau var ráðin á vef- síðu tímaritsins Dazed & Confused en hún hef- ur þó ekki slegið slöku við í blogginu. stylebubble.typepad.com Ljósmyndarinn Todd Selbyhóf feril sinn með því að takatísku- og portrettmyndir. Í frítíma sínum einbeitti hann sér að því að taka myndir af fólki á heim- ilum sínum og birti þær svo á bloggi sínu. Bloggið varð svo vinsælt að nú er það hans aðalstarf að flakka um heiminn og taka myndir af flottu fólki í skemmtilegum íbúðum sínum eða vinnustöðum, hvort heldur sem er í Tókýó, París, New York, Sydn- ey eða London. Hefur Selby m.a. tekið myndir af íbúð Peaches Geldof og fyrirsætunnar Erin Wasson. theselby.com Lundúnaparið Joe ogKatie ákvað að stofnablogg í byrjun árs 2009 þar sem það birtir á hverjum degi mynd af því sem Katie klæðist en sú regla var sett að Katie mætti aldrei vera í sama fatnaðinum tvisv- ar. Joe tekur myndirnar og skrifar textana á blogginu og hikar ekki við að hrósa klæðnaði hinnar sérvitru Katie, sama hversu undarleg öðrum kann að finnast fötin. whatkatiewore.com 20bestu tískubloggararnir 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Eitt er það sem öngvum má nokkru sinni verða á að gleyma. Aldrei nokk- urn tíma má sá mikli sannleikur að gítarsóló eru æði hverfa okkur sjónum. Þau eru hápunktur hvers lags, þau taka við þar sem engin orð fá lýst þeim tilfinningum sem tónlistin á að tjá, svo há- fleygu tungutaki sé gefinn laus taumurinn. Þessu fylgir reyndar sá fyrirvari að til eru agalega slæm gítarsóló og gítarsóló sem eru alls ekki gít- arsóló heldur eitthvað allt annað en gítarsóló. Sem dæmi má nefna hið meinta gítarsóló í leiðindalaginu Smells Like Teen Spirit þar sem eiturlyfjaneytand- inn Kurt Cobain stautar sig fram úr laglínu lagsins af sinni annáluðu en mjög takmörkuðu færni. Ekki er gott að geta sér til hvað það grín á að fyrirstilla. Einnig verða sóló að eiga heima í laginu þannig að þau séu ekki leikin til þess eins að í laginu sé gít- arsóló. Stundum, sérstaklega þegar litið er til hár- málms níunda áratugarins, hafa gítarsóló ekkert að segja og gegna engu hlutverki, músíkölsku eða öðru, nema að kitla egó gítarleikarans og vera töff. Gjarna er Svíinn Lars Johan Yngve Lannerbäck, betur þekktur sem Yngwie Malmsteen, nefndur í þessu samhengi og gítarsólóum hans líkt við sjálfsfróun. Og við vitum nú öll hvað gerir ef maður gerist sekur skoðun. Þá gítargutlara sem vaða þessa villu og þennan tiltekna svíma má snúa niður með ódrengi- legu neðanbeltistrixi í ætt við klofbragð: Þig skortir færni til að leika sóló, þú getur það ekki og ergo, ipso facto ertu svona foj út í þau. Klofbragð er gott orð. Nóg um það. Það er til gítarsóló fyrir hvert tæki- færi. Þegar helsósaður eða illa hamraður gjemli Jesper er kominn í slíkan bullandi prúttukoll að jaðrar við dragstöppu og hefur leyft sér um of og með öllu hætt að halda sér getur vel valið gítarsóló gert gæfumuninn. Angurvær Gary Moore í Still Got the Blues þegar guggan er farin, hressandi tapp-frensíið Final Countdown til að koma sér í djammgírinn, snældugalinn wah-pedall Kirk Hammett í lokasettið í bekkpress- unni, indí og ambíent reverb/delay/echo- bræðingur the Edge í U2 yfir skóla- bókunum, torræðar flækjur Radio- head-liða í hausthúminu og seiðandi tónar Buena Vista Social Club yfir jarð- arberjum og freyðivíni með heitmey ellegar -sveini. Fari fóðrið vel í meyju eða svein má í fram- haldinu bjóða Börk og félaga í Jagúar velkomna á fóninn. skulias@mbl.is um slíkt; jú, maður verður blindur. Það viljum við ekki. Þess vegna má ekki bara ráðast á hljóðfærið og vera með læti á bara einhverjum tímapunkti lagsins. Þessari atlögu að skilningarvitunum verður að velja stað, tíma, vægi, hljóm og meiningu í frásögn tónlist- arinnar, hún verður að þjóna tilgangi og hafa eitt- hvað að segja. Rífandi sóló í upphafi lags til að vekja fólk af þögninni, harmþrungið risið að loknu öðru viðlagi til að undirstrika tilfinningar og und- irbúa endahnút þriðja versins og sírísandi angistin í niðurlaginu áður en lagið fjarar út í tómið og skilur hlustandann eftir með vinalegt suð í að minnsta kosti öðru eyranu. Merkilegt nokk er yfirleitt farið rétt að þessu, þeir sem á ann- að borð leggja í gítarsóló kunna til verka. Er það vel. Nú er að víkja að þeirri reginvillu að gítarsólóum sé einatt ofaukið hvar sem þau er að finna, það er óhjá- kvæmilegt. Þessari firru er yfirleitt haldið á lofti af gítarleikurum – minni spá- mönnum þeirrar stéttar – og smita þeir fávísan almúgann af þessari ’klofbragð ergott orð … Heimur Skúla Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Hressileg norð- lensk stemning verður á NASA í kvöld þegar Ljótu hálfvitarnir og Hvanndalsbræður halda þar sameig- inlega tónleika. Það hefur farið talsvert fyrir hljómsveitunum upp á síðkastið, Hálfvitarnir gera sig breiða í hverri spurningakeppninni á fætur annarri, auk þess sem þeir spila hér og þar, og Hvanndalsbræður prýða vinsældalistana með „La la laginu“ og „Vinkonu“. Sameiginlegt markmið sveitanna er að skemmta sér og öðrum og ein- beitingin í þá átt er gríðarleg. Það má eiginlega skora á fólk að láta sér leið- ast á tónleikunum. Engin verðlaun eru samt í boði fyrir þá sem ekki skemmta sér enda frekar heimsku- legt markmið. Tónleikarnir á NASA hefjast kl. 21.30. Miðasala er á midi- .is og við innganginn. Aðgangseyrir 2.000 kr. Annað kvöld verða hljóm- sveitirnar svo með tónleika í Mið- garði í Skagafirði. Í kvöld Norðlenskt stuð á NASA Ljótur hálfviti Nóg verður um að vera á skemmti- staðnum Spot í Kópavogi um helgina. Í kvöld sér Boogienights um að halda uppi stemningunni, en það er hópur plötusnúða sem eru komnir af létt- asta skeiði, þeir spila tónlist sem allir geta skemmt sér við. Hinir ofur- skemmtilegu Siggi Hlö, Valli Sport, DJ Fox, Kiddi Bigfoot og Örlygur Smári halda uppi sjóðheitri stemn- ingu og sjá til þess að kvöldið verði frábært í alla staði. Annað kvöld verður haldinn stór- dansleikur á Spot til að fagna 28 ára söngafmæli Ragga Sót, söngvara Skriðjöklanna. Ásamt Skriðjöklunum munu ýmsir góðir gestir troða upp. Til að koma gestum í gott skap mun ein efnilegasta ballsveit landsins, Mono, hita upp mannskapinn en þar er í broddi fylkingar Hlynur Ben sem var valinn „Trúbador Íslands FM957 2009“. Um helgina Plötusnúðar og stórdansleikur Siggi Hlö Kaupalkinn góð- kunni Becky Bloomwood kemst sannarlega í feitt þegar hún kemst til New York þar sem verslanir eru nán- ast við hvert fót- mál. Ekkert finnst hinni geðþekku Becky jafn unaðslegt og að kaupa alls kyns hluti en vand- inn er sá að það þarf peninga til að eiga fyrir því sem hugurinn girnist. Sophie Kinsella hefur skrifað all- nokkrar metsölubækur um hina kaupóðu en indælu Becky sem er sí- fellt að koma sér í vandræði. Þetta er önnur sagan í bókaflokknum og framhald af Draumaveröld kaupa- lkans. Bráðskemmtileg og frísklega skrifuð bók sem kemur lesendum í gott skap. kolbrun@mbl.is Bókin Fjörugur kaupalki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.