Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 41

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Elfa Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 5. janúar 1960. Hún lést á Landspítalanum 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gunnar Kjart- ansson í Fremri Langey á Breiða- firði, f. 1927, d. 1992, og Ólöf Hólmfríður Ágústsdóttir í Dala- sýslu, f. 1933. Bróðir Ólafar er Andrés Magnús Ágústsson, f. 1951. Systkini Elfu eru 1) Lára Ágústa, f. 1952, maki Gunnþór Halldórsson, f. 1952. Börn þeirra eru Gunnar, f. 1973, og Anna Dóra, f. 1982. 2) Júlíana, f. 1957, maki Jóhann Þór Sigurðsson, f. 1958. Börn þeirra eru Sigrún, f. 1981, Freyr, f. 1983, og Sunna, f. 1985. 3) Lóa Björk, f. 1972, maki Arnar Pálsson, f. 1973. Börn þeirra eru Melkorka Nótt, f. 1999, Bjarki Dag- ur, f. 2004, og Dögun Ólína, f. 2007. Sonur Elfu er Orri Óli Emmanuelson, f. 1987. Elfa lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Ár- múla árið 1980 og prófi frá Fósturskóla Íslands 1994. Elfa stundaði skrif- stofustörf fram að námi sínu við Fósturskólann, að því loknu starf- aði hún sem leikskólakennari og síðar sem dagmóðir á heimili sínu. Elfa verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 6. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Ég veit ekki hvernig ég á að byrja að skrifa um Elfu systur mína sem er farin frá okkur. Það er svo rosalega erfitt fyrir mig. Hún var svo góð og yndisleg við mig og gat alltaf fengið mig til að hlæja þegar mér leið illa og var svo dugleg að ýta mér út í að gera hluti sem ég kom mér ekki í að gera. Ég sakna hennar svo mikið að það er sárt. Það var svo gaman að fara með henni í ferðalög, hún var svo góð og skemmtileg. Hún kom svo vel fram við krakkana mína og var þeim eins og amma. Hún sagði líka að hún væri hliðaramma og það var bara sætt og æðislegt. Ég er alltaf að hugsa til hennar og mér finnst svo erfitt að hún sé farin fá okkur. En nú líður henni vel og er komin til pabba og allra sem eru þarna uppi. Vonandi taka þau öll vel á móti henni. Við hugsum alltaf til hennar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson, frá Presthólum.) Mér þykir vænt um þig, litla systir þín Lóa Björk. Elfa er dáin, það er óskiljanlegt. Hún fékk illvígan sjúkdóm sem tók hana heljartökum á skömmum tíma. Þetta er reiðarslag, við stöndum eftir með spurn á vörum en fáum ekkert svar. Elfa ólst upp í góðum foreldrahús- um í stórfjölskyldu sem var pabbi og mamma, afi og amma, systur hennar og frændfólk. Þó að fólk væri í vinnu var amma heima og alltaf nóg að borða. Það var aldrei tómt hús í Karfavogi. Þannig leið æska hennar við frelsi og fögnuð. Elfa var hlát- urmild og stundum hávær eins og hún átti kyn til. Það rifjast upp minn- ingar, um litla stúlku sem stendur úti á hól í Langey með gæsarunga í höndum sem hún vill vernda. Elfa fór í fósturskólann og varð leikskóla- kennari. Svo eignaðist hún drenginn sinn hann Orra Óla sem hún lifði fyr- ir og nú stendur í lífsreynslu sem sorgin veldur en það góða sem hún var honum mun milda þau sár. Lóa mín, þú hefur ýmislegt reynt en þetta er sennilega þyngsta högg- ið. Guð gefi þér styrk. Þegar skamm- deginu slotar þá birtir á ný. Við send- um samúðarkveðjur til Orra Óla, Lóu, systranna Láru, Júlíönu og Lóu Bjarka, manna þeirra, barna og frændfólks. Blessuð sé minning Elfu Gunnars- dóttur. Hólmfríður Gísladóttir. Á einn eða annan hátt glímum við öll við spurninguna miklu um tilgang lífsins. Þetta íhugunarefni sækir sér- staklega að okkur þegar dauðinn ber að dyrum og hrifsar ættingja, ástvin eða kunningja frá okkur og skilur þá, sem eftir lifa, eftir í sárum. Það er ótrúlega sárt og óraunverulegt að sitja hérna og skrifa minningargrein um Elfu frænku. Í hjarta mínu trúði ég alltaf að hún næði bata og ætti eft- ir ljúf ár í faðmi okkar, sem þótti svo ótrúlega vænt um hana. Elfa var aðeins 49 ára gömul þegar hún varð að láta í minni pokann fyrir skæðum og miskunnarlausum sjúk- dómi langt um aldur fram. Í gegnum tárin og sársaukann hef ég reynt að hugsa um stundir sem koma mér til að brosa og jafnvel hlæja því svoleið- is bjó hún mig og aðra undir andlát sitt. Það er mikill sjónarsviptir að þess- ari lífsglöðu, barngóðu og litríku konu. Hún var einstaklega tilfinn- inganæm og mátti ekkert aumt sjá. Hún hefur alltaf hvatt mig áfram í því sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Og nú þegar Elfa er farin mun ég halda áfram veginn, með hana mér við hlið. Minningarnar streyma en það er erfitt að koma þeim öllum á blað. Eitt er mér samt ofarlega í huga, þegar ég fékk pakka frá henni sendan til mín, til Austurríkis. Hún var búin að klippa óteljandi orð úr blaði og var búin að búa til svo fallega sögu um mig. Við erum ofboðslega náin fjölskylda og það var mikið henni Elfu að þakka því það var henni mikilvægt að hafa alla fjöl- skylduna saman. Það er því stórt skarð höggvið í samheldinn hóp. Oft ræddum við erfið tifinningamál og réttsýnin var alltaf í fyrirrúmi hjá henni. Hún var frábær móðir og stráði birtu og gleði í líf Orra, sonar síns, sem var henni allt. Missir hans er mikill. Elsku Elfa, þú munt lifa áfram í þeim yndislegu minningum sem við eigum um þig og eigum alltaf eftir að geyma í hjörtum okkar. Ég veit að það er vel tekið á móti þér, þar sem þú ert nú. Þú sannaðir það svo sann- arlega þegar þú varst að kveðja þessa veröld, og sagðir að pabbi þinn væri kominn að sækja þig. Eins og við vorum vanar að segja áður en við kvöddumst, segi ég í síð- asta sinn; Love you (og heyri þig segja á móti) Love you too. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Anna Dóra Gunnþórsdóttir. Það er ennþá mjög óraunverulegt að Elfa æskuvinkona mín sé dáin. Þó að ég hafi vitað að veikindi hennar væru mjög alvarleg datt mér aldrei í hug að ég myndi þurfa að kveðja hana svona fljótt. Aðeins rúmir tveir mánuðir liðu frá því hún greindist með krabbamein þar til hún kvaddi þennan heim. Við bjuggum í sömu götu og ól- umst nánast upp saman. Á þeim tíma léku krakkar sér úti eins lengi og þeir komust upp með og þegar það var bökunarlykt í götunni gengu allir á lyktina. Elfa átti bara systur og ég átti bara bræður. Ég held að við höf- um meðal annars sóst eftir fé- lagsskap hvor annarrar vegna þess. Ég á hlýjar minningar um það að koma heim til Elfu. Þar bjuggu að manni fannst tugir manna í þriggja herbergja íbúð og samt voru alltaf allir velkomnir. Við vorum heppnar að alast upp hlið við hlið á þeim tím- um sem gömul og góð gildi ríktu og við tengdumst böndum sem aldrei var hægt að rjúfa. Vorið 1986 leigð- um við saman íbúð á Stýrimannastíg. Þetta var skemmtilegur tími og það var mikill gestagangur hjá okkur. Það sem ég man sterkast frá sam- búð okkar er þegar Elfa sagði mér að hún væri ófrísk. Við breiddum yfir okkur teppi tókum fram blað og blýant og bjuggum til tvo dálka á blaðið. Í öðrum dálkinum voru „plús- ar“ og í hinum „mínusar“. Þetta voru annarsvegar kostir þess að eignast barnið og hinsvegar gallar. Elfa vissi að hún yrði einstæð móðir og þetta þurfti að hugsa mjög vel. Við höfðum ekki setið mjög lengi þegar við sáum að „plúsdálkurinn“ var mun lengri en „mínusdálkurinn“. Þar með var það ákveðið að Elfa yrði móðir sumarið 1987. Hann Orri, þessi elska, lét hana nú hafa svolítið fyrir sér en hún lét aldrei deigan síga og kom á legg þessum líka fína strák. Undanfarnar vikur hefur hann svo sannarlega sýnt hvað hann mat mömmu sína mikils. Hann sýndi henni svo mikla um- hyggjusemi og natni þegar hún lá á spítalanum að manni hreinlega hlýn- aði um hjartarætur. Spítalavistin síðastliðna rúma tvo mánuði var erfið fyrir hana og okkur öll sem þekktum hana. Við sveifluð- umst milli vonar og ótta. Hún sýndi ótrúlegan baráttuhug og tapaði aldr- ei húmornum. Elsku Orri, Lóa og þið öll hin. Ver- um þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja Elfu og látum það hafa já- kvæð áhrif á líf okkar. Lífið og dauð- inn eru óaðskiljanleg fyrirbæri. Þó að það sé sárt að sakna hennar fékk hún lausn frá þjáningum. Lífið held- ur áfram og við munum öll eiga áfram bæði gleði og sorgir. Ég held að Elfa vilji að við minnumst hennar með eins mikilli gleði og við getum, þannig heiðrum við best minningu hennar. Ég kveð æskuvinkonu mína með söknuði, virðingu og þakklæti yfir því að hafa átt hana að. Laufey Sigrún Hauksdóttir. Þegar ég kveinkaði mér undan sorginni var mér sagt að ég ætti að vera þeim mun þakklátri því þyngri sem hún væri. Að sorgin væri hin hliðin á peningnum. Hún væri vottur þess hversu mikið hefði verið frá manni tekið og þannig hversu mikið maður virkilega átti. Ég átti mikið og fyrir það er ég þakklát. Og ég held að hver sem var svo heppinn að fá að kynnast henni Elfu sé mér sammála. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa henni Elfu án þess að það virðist sem ég sé að hefja hana óþarflega hátt til skýjanna. En þeir sem þekkja hana vita sannleikann, það er nóg. Fyrir mér var Elfa eins og lítill engill sem villtist óvart til jarðar. Engill sem var ekki alveg undir lífið hérna búinn og kannski ögn of við- kvæmur fyrir þennan harða heim. Hún bjó sér til grófan skráp en það var alltaf stutt í stóra hjartað hennar. Elfa fór sínar eigin leiðir, hún streittist í raun á móti þeim kröfum samfélagsins sem vilja ýta okkur í tilbúin mót. Stundum söng hún „litlir kassar á Lækjarbakka“ til að minna sig og aðra á það hversu auðvelt það er að týna sér í gefnum hugmyndum um lífið. Það var Elfa sem minnti mig á það að börn eru ekki framlenging okkar fullorðnu, þau eru litlar verur með sína sjálfstæðu tilveru, þau hafa skoðanir, tilfinningar og langanir sem okkur ber að virða. Þannig kom Elfa fram við börn og þau sem voru svo lánsöm að koma inn í líf hennar voru samstundis tekin undir hennar verndarvæng. Hún gaf þeim ást og hlýju og velferð þeirra varð henni kappsmál. Ég er eitt af þessum börnum. Mín- ar fyrstu minningar um Elfu er at- hvarfið sem ég átti í mjúkum faðmi hennar, hlýjan sem frá henni streymdi, öll ástin sem hún hafði skil- yrðislaust að gefa og virðingin og at- hyglin sem hún sýndi mér. Hún hvatti mig áfram og studdi mig í erf- iðleikum, hún var eins og klettur í ólgusjó, alltaf til staðar og alltaf til í að hlusta. Hún dæmdi aldrei og sýndi mér skilning. Í mínum huga verður hún alltaf hin mamma mín. Og ég veit að ég er ekki sú fyrsta eða sú eina sem hugsa um Elfu á þennan hátt. Elfa varðveitti barnið í sjálfri sér, hún var tilfinningalega opin og oft barnslega einlæg. Það var ekkert sem ekki var hægt að tala um við hana. Hún átti það til að komið mér í opna skjöldu með því að ræða hluti sem ég hefði ekki fyrir mitt litla líf þorað að deila með öðrum. Fyrir henni var ekkert tabú og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Það kenndi mér mikið. Það er staður í hjarta mínu sem er merktur henni Elfu, ég mun aldrei gleyma því og ég ætla mér að leggja rækt við hann. Elfa stóð fyrir það sem mér þykir mikilsvert í lífinu, hún minnti mig alltaf á það að gleðjast yf- ir litlu hlutunum. Að horfa á lífið út frá hjartanu, en festast ekki í hug- anum. Elfa var einn af þessum demöntum sem við fáum stundum að kynnast í lífinu. Hún var demantur en gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því. Hún skilur eftir sig stórt skarð í hjarta þeirra sem þykir vænt um hana. Hennar er sárt saknað. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Sigrún Jóhannsdóttir. Okkur langar í fáum orðum að þakka kærri æskuvinkonu samfylgd- ina. Samfylgd sem varð mun styttri en okkur óraði fyrir. Leiðir okkar lágu saman í Voga- skóla. Af og til fórum við hver í sína áttina en vinskapurinn slitnaði aldr- ei. Hópurinn rataði alltaf saman aft- ur þó að mislangt hafi verið á milli samverustunda. Elsku Elfa, þegar við hugsum um þig er okkur ofarlega í huga hversu hispurslaus, hrein og bein þú varst í öllum samskiptum. Þú varst skemmtileg og hjartahlý og alltaf var stutt í hlátrarsköllin. Undantekning- arlaust sýndirðu fjölskyldum okkar áhuga og umhyggju, samgladdist innilega þegar vel gekk og sýndir stuðning þegar á móti blés. Þú varst sannur vinur. Þú varst barngóð, hafðir sérstaklega gott lag á börnum og gast sett flókna hluti í búning sem börn skildu. Orri Óli var alltaf efst í huga þér og varst þú honum góð móðir. Þú varst svo stolt af syni þínum og samband ykkar var einstaklega náið. Við munum ávallt sakna þín Elfa. Þitt sæti verður autt og hláturinn þinn mun ekki hljóma en þú verður alltaf í huga okkar og hjarta. Við þökkum þér fyrir samfylgdina og all- ar góðu stundirnar. Við vottum Orra Óla, móður Elfu, systrum og öðrum aðstandendum, samúð okkar. Megi góður Guð hjálpa ykkur gegnum söknuðinn og sorgina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þínar „þvottasystur“, Sigríður, Guðrún, Unnur, Laufey, Ragnheiður og Steinunn. Elfa Gunnarsdóttir ✝ Ástkær sonur minn, bróðir og frændi, GUÐMUNDUR EIRÍKSSON bóndi, Hlíðarhúsum, lést af slysförum þriðjudaginn 27. október. Útför fer fram frá Sleðbrjótskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Björg Runólfsdóttir, Hlíðar Eiríksson, Guðrún Eiríksdóttir, Einar Eiríkur Hjálmarsson, Íris Berg, Karl Brynjar Hjálmarsson, Kristján Kristinsson, Hrafnhildur Björk Brynjarsdóttir og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, BJÖRGVINS S. SIGHVATSSONAR fyrrv. skólastjóri á Ísafirði. Einnig færum við þakkir starfsfólki Landspítalans við Hringbraut sem annaðist hann í veikindum hans. Jóhanna Sæmundsdóttir, Sighvatur, Elín, Björgvin, Rúnar, Bryndís og fjölskyldur. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar, ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR kennara frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Sigurður Jónas Þorbergsson, Finnur Baldursson, Sigurður Baldursson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.