Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Hermann Sigur-jón Sigurðsson, Stapavöllum 14 í Reykjanesbæ, fæddist 19. júní 1930. Hann andaðist 1. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Þórdís Stefáns- dóttir og Sigurður Einarsson, þau eru bæði látin. Hermann var yngstur fjögurra systkina. Systkini hans voru Ingibjörg Sigurrós, Einar Stef- án og Bjarni. Þau eru öll látin. Eiginkona Hermanns er Guðrún Emilsdóttir. Börn þeirra eru, Skúli Hafþór, f. 9.9. 1956, kvæntur Jó- hönnu Guðrún Egilsdóttur, Helgi Þór, f. 25.9. 1957, sambýliskona Sigríður Rósa Laufeyjardóttir, Sig- urður Örn, f. 9.8. 1959, d. 14.8. 2007, kvæntur Ölmu Tómasdóttur, Emil Ásólfur, f. 19.7. 1961, kvæntur Dagný Ödu Kjærnested, Her- mann Rúnar, f. 18.8. 1962, kvæntur Karól- ínu Júlíusdóttur, og Margeir, f. 21.8. 1966, kvæntur Irinu Naum- ovskaya. Áður átti Hermann börnin: Katrínu, f. 23.12. 1951, maki Jón Magn- ússon, Egil, f. 19.11. 1952, kvæntur Jutha- mas Baopila, Elsu Katrínu, f. 25.9. 1953, Ellert, f. 28.8. 1954, hann var ætt- leiddur, og fósturdóttir Hermanns, dóttir Guðrúnar er Hjördís Árna- dóttir, f. 28.12. 1952. Barnabörnin eru 34 og barnabarnabörn 12. Hermann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 6. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 11. Meira: mbl.is/minningar Ástkær faðir minn, Hermann Sigurðsson er látinn. Leiðir okkar pabba lágu fyrst saman þegar ég var tveggja ára. Þá var mamma ein með mig og mér er sagt að ég hafi verið farin að kalla á eftir Her- manni, „pabbi“, nokkru áður en mamma og hann fóru að draga sig saman. Ég man ekki eftir lífi mínu án hans og þó að ég hafi átt annan pabba og aðra fjölskyldu, var Her- mann alltaf „pabbi“ minn og við áttum kærleiksríkt samband alla tíð. Pabbi var litrík persóna. Hann var glæsilegur, félagslyndur og dugnaðarforkur. Fjölskyldan var stór, sex strákar og ein „príma- donna“. Auk þess átti pabbi fjögur börn áður. Pabbi var verkamaður og vann við öll störf sem til féllu. Það þurfti að hafa sig allan við til að fæða og klæða átta manna fjölskyldu og borga auk þess meðlag. Hann starf- aði í frystihúsi, var á sjó, fór á ver- tíðir og var þá langdvölum í burtu. Síðustu áratugina starfaði pabbi sem bílstjóri hjá Varnarliðinu. Pabbi hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist með Keflvík- ingum í leik og skipti þá ekki máli hvaða íþrótt um var að ræða. Hann var mikill Arsenal-aðdáandi og upplifði þann draum að sjá þá spila á heimavelli árið sem hann varð sjötugur. Pabbi elskaði fjölskylduna sína framar öllu og mömmu mest allra. Hann var af gamla skólanum, þar sem verkaskipting á heimilinu var skýr. Hann sýndi ást sína á mömmu best þegar hann, kominn á eftirlaun, tók upp á því að þrífa húsið hátt og lágt á föstudögum áð- ur en hún kom heim úr vinnunni. Pabbi var góður bílstjóri og fór allt- af vel með þá bíla sem hann átti. Hann var ekki hrifinn af því að lána bílana sína en var alltaf boðinn og búinn að keyra afkomendur sína lengri og styttri vegalengdir. Það var honum því mikil frelsissvipting þegar hann fékk þann úrskurð eftir heilablóðfall að hann gæti ekki framar ekið bíl. Já, frelsissviptingin var því miður meiri en gagnvart akstrinum. Hann sem hafði gengið sjö km daglega í mörg ár gat nú ekki lengur gengið hjálparlaust. Á þeim árum sem pabbi gekk um bæ- inn sinn kom hann ávallt við hjá Rauða krossinum en þar hafði hann fast hlutverk sem hann sinnti af stakri prýði og var stoltur af. Fyrir tæpum þrem árum missti pabbi einn af sonum sínum. Það var honum og mömmu og fjölskyldunni allri mikil raun. Þá sá maður að þessi stóri og sterki maður var bugaður. Pabbi og mamma áttu síðustu ár- in heima í litlu raðhúsi á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þar voru þau búin að hreiðra um sig fyrir lokaárin. Síðustu þrjá mánuðina var pabbi mikið veikur og dvaldi á sjúkrahúsi, það reyndist mömmu mjög erfitt að geta ekki hugsað um hann heima. Hann hélt fram á síðasta dag í von- ina um að komast heim til mömmu aftur. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt það veganesi sem þú hefur gefið mér, það mun duga mér vel út lífið. Nú ert þú kominn á síðasta áfanga- staðinn þar sem ég veit að Siggi bróðir og aðrir ástvinir taka á móti þér. Þín dóttir Hjördís. Elsku pabbi. Loksins færð þú að hvíla þig, pabbi minn, og ég veit að Siggi bróðir tekur vel á móti þér (bið innilega að heilsa bróa). Það eru margar minningar sem ég á um pabba, Lundúnaferðin, „löggukast“, þegar ég braut ljósa- krónuna, ofl. ofl. Pabbi var stór og mikill maður í mínum augum, sem ég leit upp til. Það var vegna hans að ég hef aldrei drukkið áfengi. Líklega vegna þess að hann sagði við mig „Ef þú byrjar að drekka brennivín þá hendi ég þér út“. Pabbi var samt eins og stór og mjúkur bangsi sem hafði gaman að stríða barnabörnum sínum. Hann var einnig einkabílstjóri hjá börn- unum mínum. Þegar þau hringdu – þá byrjaði hann alltaf að segja „þú getur labbað“ hélt áfram að stríða þeim en það endaði alltaf „ok, vertu tilbúin/n“. Og áður en þau náðu að leggja á, þá heyrðist í bíl- flautunni. Við nafnarnir náðum að eyða þremur góðum klukkutímum þegar ég kíkti til hans 14. október út á Garðvang. Við náðum að spjalla saman, spila rommí (þeir sem þekkja pabba vissu hvað hann hafði gaman að spila) og að sjálfsögðu vann hann flest spilin eins og hann var vanur og borðaði kræsingar á meðan. Þetta var góður tími. Jæja pabbi, þú færð hann Sigga til að spila með þér og ég hlakka mikið til að hitta þig aftur og taka spil. Þinn sonur, Hermann Rúnar Hermannsson (Hemmi). Þau verða að vera frekar fátæk- leg síðustu orðin sem ég rita til þín, elsku afi minn, þar sem ég sit hér með tár á hvarmi og hugsa um þig. Orðin ná sjaldnast að fanga þær tilfinningar sem maður ber og þeg- ar dauða eins stórbrotins manns og þín ber að verður manni einfald- lega orða vant. Mig langar bara að þakka þér fyrir að vera afi minn og fyrir að hafa staðið þig betur í því hlutverki en nokkurt barnabarn getur óskað sér af nokkrum manni. Þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða mann, alltaf til staðar þegar maður þurfti á þér að halda og alltaf manna fyrstur til að taka upp hanskann fyrir mann. Á unglingsárunum varstu eini fullorðni maðurinn sem ég skamm- aðist mín ekki fyrir að sjást með á almannafæri. Þú komst á alla körfuboltaleikina sem ég spilaði og áttir þitt sæti í tómlegri stúkunni þar sem ég vissi alltaf af þér. Ég veit að ég sagði þér það aldrei þá, en ég var rígmontinn að hafa þig þar. Á þessari stundu er ég svo stolt- ur af því að hafa tekið þá ákvörðun sem unglingur að byrja að halda með Arsenal – ég vissi lítið um fót- boltann, á þeim tíma, annað en að þú hélst með Arsenal og það var nóg fyrir mig. Síðan höfum við horft á boltann saman hundruð klukkustunda og deilt gleði og sorg. Þegar ég var á framhaldsskóla- árunum kom ég næstum hverja ein- ustu helgi og lagðist í sófann hjá þér og horfði á boltann, eða öllu heldur dottaði yfir honum því værð- in og friðurinn í kringum ykkur ömmu (þrátt fyrir öll lætin) hafa ætíð verið slík að hvergi hefur mér fundist ég öruggari en akkúrat heima hjá ykkur, á Faxabrautinni. Eftir að þú veiktist fyrir nokkr- um árum fannst mér erfitt að vita til þess að það hefði aldrei þurft að ske, en viðbrögð þín við þeim veik- indum sýndu hversu kærleiksríkur og mikill mannvinur þú í raun varst. En þrátt fyrir allt þá fékkstu að eiga nokkur fín ár þrátt fyrir þessi óþörfu veikindi. Nú vildi ég óska þess að hafa bú- ið nær ykkur ömmu og komið oftar til ykkar hin síðari ár því mig lang- ar svo mikið til þess að knúsa þig einu sinni enn – á lífi. Það var ljúft að horfa á þig friðsælan í rúminu þínu rétt eftir að þú kvaddir, en mig langar svo mikið að knúsa þig einu sinni enn, afi minn – bara einu sinni enn. En það verður víst aldrei. Ekki hérna megin. Ég veit að það er alltaf sagt um fólk þegar það deyr að það hafi ver- ið einstaklega gott og allt það, en í þínu tilfelli þá er hægt að segja það með sanni því þú varst einstaklega góður maður og frábærasti afi sem hugsast getur. Og þessi sérstaki húmor þinn fór með þér út fyrir gröf og dauða, í orðsins fyllstu merkingu, því þegar ég sat hjá þér nýlátnum á mánu- daginn var ég alltaf að bíða eftir því að þú opnaðir augun og segðir, á þinn einstaka hátt: „Bööö,“ og skelltir upp úr. Elsku besti afi minn, nú ertu kominn til hans Sigga og allra ætt- feðra þinna hjá almáttugum Guði. Við pössum ömmu fyrir þig núna og sjáum til þess að halda minningu þinni á lofti um ókomin ár. Þú verð- ur alltaf bestur. Takk fyrir að vera til, þinn Þór. Afi Hermann var besti afi og vin- ur sem maður gat hugsað sér. Því- lík forréttindi að fá að alast svo náið upp með honum. Ef ég hringdi í hann var hann alltaf kominn áður en ég lagði tólið á aftur og lá á flautunni eins og enginn væri morg- undagurinn. Ef einhver veikindi voru á heimilinu var hann kominn með poka úr apótekinu með hinu og þessu. Ég hef alltaf verið svo mikil afa- stelpa. Ung fékk ég að fara með honum og ömmu Rúnu hringinn í kringum landið að minnsta kosti tvisvar sinnum. Er mér minnisstætt úr einni slíkri ferð að amma hafði keypt kassettu og sungum við há- stöfum allan hringinn sömu lögin aftur og aftur. Flestir bæjarbúar kannast við afa, því hann var einn mesti Kefl- víkingur sem ég hef kynnst og fór á alla leiki í körfubolta og fótbolta alla tíð, hvort sem þeir voru í karla, kvenna eða yngri deildum. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á Arsenal sem hann hélt upp á alla tíð og fékk hann í 70 ára afmælisgjöf ferð á leik og að auki VIP-meðferð um völlinn fyrir leik. Bæjabúar kannast eflaust við hann á göngu um bæinn en hann gekk alltaf sinn sjö km hring svo hægt var að stilla klukkuna eftir honum. Í þeim ferð- um fór hann og losaði gáminn hjá Rauða krossinum og var að mér skilst heiðursmeðlimur þar. Þegar ég var heima með strákana litla vorum við öll þrjú úti í glugga tilbúin að veifa til afa þegar hann gekk fram hjá. Hann stoppaði alltaf að kíkja hvort við værum ekki og ef ekki þá spurði hann hvort við hefð- um sofið yfir okkur. Á 70 ára af- mælisdaginn sinn vaknaði hann kl. 4 um morguninn og gekk hring út í Garð og Sandgerði og kom við hjá mér á leið aftur heim og fékk sér vatnssopa. Ég get varla hætt að skrifa því ég hef brallað svo mikið með honum og ömmu. Utanlands- ferðir, hringferðir, sumarbústaðar- ferðir svo eitthvað sé nefnt. Þau hafa alltaf verið eins og klettar í mínu lífi. Elsku afa klippti ég á Garðvangi stuttu fyrir andlát hans og ég vildi að sjálfsögðu ekki taka neitt fyrir en hann sagðist ekki vera að borga mér heldur gaf hann Skúla og Elm- ari smáaur og voru þeir farnir að stóla á það. Langafi var hann líka frábær og sakna strákarnir hans sárt. Smára var hann einnig góður afi og vinur og fóru þeir á marga leikina saman. Ég get ekki ímyndað mér afmæli, jól og áramót án hans. Eins mikið og ég sakna hans þá veit ég að hann er kominn á stað þar sem hann er léttur á fæti og getur gert allt mögulegt sem hann gat ekki lengur hér með okkur. Er hann kominn í englaher að passa upp á okkur. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa átt hann sem afa og þakklát fyrir að ég sagði honum hvað ég elskaði hann mikið og hversu góður vinur, afi og langafi hann væri. Fetaðu slóð regnbogans, slóð söngvanna, þar sem fegurðin býr. Út úr öllu þokumistri er leið eftir slóð regnbogans. (Söngur Navajo-Indíána.) Elsku amma Rúna, missir þinn er mikill og við eigum eftir að vera dugleg að umvefja þig ást og hlýju. Guð styrki þig og okkur öll á þess- um erfiða tíma. Þín afastelpa Bára Skúladóttir. Hermann S. Sigurðsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Til leigu á SuðurnesjumFullbúnar íbúðir, einbýli, ein vika eða fleiri. Upplýsingar í síma 698 7626. Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. AKUREYRI Sumarhús (140 fm) til leigu við Akureyri. TILBOÐ Á LEIGU - Sun - Fim. verð 45 þús. Glæsilegt útsýni yfir Akureyri. www.orlofshus.is eða Leó, sími 897 5300. Húsnæði í boði Tæplega 40 fm herbergi til leigu í Akralind 8 2. h., 201 Kóp. til- valið fyrir skrifstofu eða aðra starf- semi. Fallegt utsýni. Uppl. í síma 896 8612. 2. herb. íbúð, 40 fm með svölum til leigu fyrir reyklausan einstakling. Leiga 68 þúsund með öllu, laus strax. Uppl. í síma: 586-2389 og 698-5089 e. hád. Tómstundir Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Til sölu Klakavél til sölu Framleiðir 40 kg á sólarhring og er með 20 l biðu. Þriggja ára en svo gott sem ónotuð. Verð aðeins 100.000 kr. Upplýsingar í gsm 893-1500. Ískuldi kælitækjaþjónusta. Frystiklefi, 11,8 rúmmetrar, 2,3 x 2,3 x 2,3 m, 10 cm veggjaþykkt. Hefur verið notaður í tæplega eitt ár. Verð 500.000 kr. Uppl. í gsm 893 1500 Ískuldi kælitækjaþjónusta. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og rannsóknarvinnu ýmiskonar. Hafið samband í síma 893 7733. Mótorhjól Óska eftir Kawasaki KLE 500 eða KLX 650 Óska eftir Kawasaki ferðahjóli eða sambærilegu. Lítið ekið. Hafðu sam- band við Jón í síma 825 6431. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Sisal teppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. s. 533 5800, www.strond.is Ertu að leita þér að vinnu? Vantar þig starfskraft? Farðu inn á mbl.is/atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.