Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Ég verð að viðurkenna aðþótt ég elski jólin og séóforbetranlegt jólabarn, þá á ég erfitt með að umbera skrumið og hávaðann sem á undan þeim fer sem og öll þau leiðindi sem hafa forliðinn „jóla-“ og rignir yfir mann vikurnar fyrir jólin. Það er kannski ekki að undra að fyrsta orðið í íslensku sem amer- ískur mágur minn lærði, þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins fyrir mörgum árum, rétt fyrir jól, var „jóla-“. Hvað er þetta „jólajóla“ spurði hann undrandi, því hvert sem hann fór, um miðjan desember, snerist lífið á Íslandi um jóla-þetta og jóla-hitt.    Einhvers staðar á leiðinni til nú-tímans fór þetta úr bönd- unum. Einhvern tíma breyttust gleði og barnsleg tilhlökkun, sem ég vona að flestir hafi einhvern tíma upplifað, í monster sem kann sér ekki læti í græðgi, áfergju og göslaragangi og hefur gleymt því um hvað þetta snýst og nærist á skruminu. Og um hvað snýst þessi tími? Í heiðni jafnt sem kristni snýst þessi tími um biðina eftir því að stórt og merkilegt undur gerist; bið eftir því að líf verði til, náttúran vakni, ljósið kvikni á ný; bið eftir því að við öðlumst von á ný; bið eft- ir undri sem þó er svo lágstemmt og hógvært. Ef maður ætti á annað borð ein- hvern tíma að vera auðmjúkur og bljúgur, þá væri það andspænis þessu undri, og þá skiptir engu máli hvort við köllum það guð eða náttúru. Jólin eru endurfæðing; hreinsun, sigur ljóssins yfir myrkr- inu. Það er þess vegna sem ég verð meyr á þessum árstíma. Þá langar mig fyrst og fremst að upplifa kyrrð, kveikja á kertum, vera með vinum og vandamönnum og stara í myrkrið þar til það hopar.    En það er eins og andskotinnhafi einsett sér að eyðileggja þennan indæla árstíma. Það er svo komið að jafnvel fallegustu jólalög verða að ömurlegu gargani þegar þau eru endurtekin í sífellu í síbylju útvarpsstöðvanna og yfirspennt markaðsvæðing jólanna tekur yfir. Jú, auðvitað vilja allir vera vinir jólanna því þau eru falleg; þeir sem selja jólabækur, jólaseríur, jóla- hlaðborð, jólamyndir, jólasteikur, jólaföt, jólabíla, jólaleikrit, jóla- brauð; þeir sem selja Jólin, og síð- ast en ekki við sem tökum þátt í darraðardansinum og kaupum allt þetta jóladrasl og höldum að það geri eftirvæntinguna eftir undrinu merkilegri. Og nú er jafnvel hafið stríð milli þeirra sem selja jóla- tónleika. Hvort skyldi vera upp- seldara hjá Frostrósum eða Bó?    Ég býst við því að sækja jólasýn-ingar, jólatónleika, jóla-þetta og -hitt, lesa jólabók og borða jóla- köku, en vona að það verði jafn friðsælt og undrið. begga@mbl.is Einhvers staðar fór þetta úr böndunum AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Jú, auðvitað vilja all-ir vera vinir jólanna því þau eru falleg. Skrum og hávaði Nei, ekki hjá þessum jólabörnum. Tónlistin er samofin biðinni eftir jólunum. HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 HHHH „Stúlkan sem lék sér að eldinum er ekki síðri en forveri hennar ... afar spennandi, takturinn betri... Michael Nykvist og Noomi Rapace eru frábær í hlutverkum sínum“ – VJV, FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Desmeber kl. 8 - 10 B.i.10 ára This is It kl. 5:45 - 8 - 10:10 LEYFÐ Jóhannes kl. 5:45 LEYFÐ Paranormal Activity kl. 6 - 8 -10 B.i.16 ára Wanted and Desired kl. 5:45 B.i.12 ára Zombieland kl. 8 - 10 B.i.16 ára Broken Embraces kl. 6 - 9 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 6 - 9 B.i.16 ára Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára This it It kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára Jóhannes kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ SLÁANDI, ÓGNVEKJANDI OG SVO MÖGNUÐ AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI! SÝND Í REGNBOGANUM YFIR 25.000 MANNS! Sýningum fer fækkandi HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH „AÐDÁENDUR VERÐA EKKI SVIKNIR.“ V.J.V, Fréttablaðið HHH D.Ö.J., kvikmyndir.com SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Nýju ljósi varpað á eitt umdeildasta sakamál síðar tíma í grípandi og gríðarlega vandaðri heimildarmynd. Perla sem enginn kvikmynda- unnandi lætur fram hjá sér fara. „Myndin er spenn- andi og heldur athygli áhorfand- ans enda tekur hún á eldfimu og umdeildu efni“ -H.S., MBL HHH SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.