Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Jóhann ÞórirAlfonsson fædd- ist á Garðsstöðum í Ögurhreppi í N- Ísafjarðarsýslu 5. desember 1930. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 25. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Alfons Hannesson, f. í Stykkishólmi 3. ágúst 1900, d. 13. maí 1977, og Hans- ína Kristín Hans- dóttir úr Ögurhreppi, f. 5. nóv- ember 1901, d. 16. september 1970. Jóhann Þórir var einn sjö systkina, en hin eru Hannes sem lést 2006, Benedikt Hans, búsett- Frá 1942 var stjúpfaðir hennar Matthías Knútur Kristjánsson frá Stapadal í Arnarfirði. Eru þau öll látin. Jóhann Þórir og Margrét eign- uðust eina dóttur, Guðríði sál- fræðing, f. 22. september 1960, d. 6. október 1999. Jóhann Þórir lauk prófi í hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1960. Árið 1962 flutti fjölskyldan til Alexandríu í Virg- iníu og síðar til Waldorf í Mary- land í Bandaríkjunum og bjó þar í hart nær 40 ár. Starfaði Jóhann Þórir til að byrja með við smíðar, þar til að þau stofnuðu sitt eigið fyrirtæki JOMAR Construction sem þau ráku þar til Jóhann Þór- ir gat ekki unnið lengur vegna Parkinsonveikinnar. Árið 2001 fluttu Jóhann Þórir og Margrét aftur til Íslands og bjuggu fyrst í Stapaseli 4 í Reykjavík og síðan í Engihjalla 19 Kópavogi. Útför Jóhanns Þóris verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ur í Reykjavík, Garðar, búsettur í Kópavogi, Gunn- hildur Soffía, búsett í Reykjavík, Ásta Sigríður, búsett í Reykjavík, og Að- alheiður Kristín, bú- sett á Ferjunesi í Villingaholtshreppi í Flóa. Jóhann Þórir kvæntist 30. nóv- ember 1957 Mar- gréti Vigfúsdóttur Alfonsson, f. í Reykjavík 26. september 1931. Foreldrar Margrétar voru Guð- ríður Guðmundsdóttir frá Sól- heimum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og Vigfús Einarsson. Í dag kveðjum við elskulegan mág okkar og vin, Jóhann Þóri Alfonsson. Við eigum margar góðar minning- ar frá því að Þórir kom í fjölskyld- una, enda mjög spennandi fyrir okk- ur þegar stóra systir var búin að finna lífsförunautinn. Þórir var alltaf einstaklega natinn og þolinmóður við okkur unglingana og miðlaði okkur af margvíslegri þekkingu sinni, aðstoðaði okkur oft við heimaverkefnin og ekki skipti máli hvort það voru tungumál eða stærðfræði. Einnig þótti móður okk- ar gott að fá aðstoð hans við að þýða erlend hannyrðablöð. Þá voru þau mörg kvöldin sem hann leiðbeindi með filmuframköllun og síðan að stækka myndirnar, sem var mjög spennandi. Sóttum við í að koma til þeirra á Kambsveginn þar sem var þeirra fyrsta heimili. Mikil gleði var þegar Guðríður dóttir þeirra fæddist í september 1961 og ánægjulegt fyrir okkur að fá að fylgjast með litlu frænkunni og upplifa gleðina sem fylgdi henni. Það var því mikill söknuður fyrir foreldra okkar og okkur þegar fjölskyldan fluttist vestur um haf 1962. En það var reynt að halda sambandinu eins vel og hægt var á þeim árum og síðan farið í heimsóknir eins oft og mögu- legt var. Alltaf var gott að koma til þeirra og njóta einstakrar gestrisni og þau voru mjög viljug að miðla okk- ur því sem þau þekktu, var farið í margar fróðlegar og skemmtilegar skoðunarferðir enda margt að skoða. Það var mikið áfall og sorg í október 1999 þegar einkadóttirin Guðríður lést eftir hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Haustið 2001 fluttu Þórir og Magga heim til Íslands eftir nærri 40 ára búsetu í Waldorf, Maryland í Bandaríkjunum. Þá hafði Þórir þurft að kljást við parkinsonsveikina frá því um 1990. Síðustu tvö árin dvaldist Þórir á Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð og fékk þar frábæra aðhlynningu sem ber að þakka. Tók hann veik- indum sínum af miklu æðruleysi og naut þar áfram einstakrar natni Möggu sem gerði allt sem hún gat til að létta honum lífið; féll varla úr dag- ur að hún færi ekki til hans, enda samband þeirra alla tíð mjög ástríkt og fallegt. Þórir var sérstaklega vandvirkur, yfirvegaður, og traustur maður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það var alltaf gott að vera í návist hans allt til hins síðasta, þó að hann væri ekki fær um að tjá sig með orðum heilsaði hann alltaf og kvaddi með sínum fallega brosglampa í aug- unum. Elsku Magga, sorg þín er mikil og biðjum við góðan Guð að gefa þér styrk. Blessuð sé minning Jóhanns Þóris. Hann hvíli í friði. Matthías Matthíasson, Guðrún Matthíasdóttir og fjölskyldur. Nú er Jóhann Þórir, eða Þórir eins og hann var alltaf kallaður af fjöl- skyldunni, kominn í Guðsríki. Þórir ólst upp í stórum systkina- hópi, eins og algengt var á þessum tíma. Þau undu sér saman bæði við leik og störf, enda var nóg að gera á stóru heimili. Alfons faðir hans stundaði sjóinn, er þau bjuggu á Garðstaðagrundum. Til að afla heimilinu tekna fór hann á vertíðar m.a. suður með sjó. Hann var dug- mikill og ósérhlífinn. Hansína móðir Þóris sá um heimilið eins og siður var, höfðu þau nokkrar kindur, hænur og nytjagarð. Hún var kær- leiksrík móðir og dagfarsprúð. Þótt þau hjónin væru um margt ólík voru þau samstiga og höfðu bæði sterka trú. Fjölskyldan flutti til Bolungar- víkur þegar Þórir var þrettán ára. Þar fermdist hann og vann við ýmis störf, bæði til sjós og lands. Um tvítugt flutti Þórir til Reykja- víkur í leit að atvinnu, og fékk vinnu hjá Hernum eins og svo margir. Síð- an fór hann til Noregs þar sem hann réð sig á flutningaskip og sigldi um heimshöfin í rúm tvö ár. Þá kom hann heim og fékk aftur vinnu á Keflavíkurflugvelli. Um svipað leyti kynntist hann Margréti Vigfúsdóttur (kölluð Magga), eftir- lifandi konu sinni. Séra Garðar Svavarsson gaf þau saman í Laugarneskirkju hinn 30. nóv. 1957. Þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu, en Magga var einstaklega ástrík eiginkona, svo eftir var tekið. Haustið 1957 hóf Þórir nám í hús- gagnasmíði hjá Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Sveinsstykki hans er einstakur gripur, sem ber vott um smekkvísi og vandvirkni. Þess má geta að það kom snemma í ljós að Þórir var flinkur að teikna. Hinn 22. sept. 1960 fæddist þeim dóttir, sem skírð var Guðríður (köll- uð Gurrý). Var hún sérstaklega ljúft barn og augasteinn foreldra sinna. Fjölskyldan flutti búferlum til Bandaríkjanna 1962. Þar bjuggu þau í hartnær 40 ár, fyrst í Virginíu og síðan í Maryland. Þórir stofnaði byggingarfyrirtæki, ásamt konu sinni. Hann byggði og seldi fullbúin falleg hús, sem m.a. voru næstum viðhaldsfrí að utan. Kona mín, Ásta systir Þóris, fór í heimsókn 1963. Hún var í Bandaríkj- unum í tæpt ár og dvaldi aðallega hjá Þóri og Möggu, en einnig á Long Is- land, þar sem hún var við vinnu. Þetta var henni mikil lífsreynsla, og er hún þeim ævarandi þakklát fyrir. Sumarið 1978 fórum við hjónin út til þeirra í heimsókn, með drengina okkar Jónas og Hansa. Þetta sumar- frí var eitt ævintýri fyrir okkur öll, sérstaklega er þó ferðin með þeim Þóri, Möggu og Gurrý til Gettysburg eftirminnileg. Það var yndislegt að dvelja hjá þeim. Árið 1999 knúði sorgin dyra, Gurrý dóttir þeirra, sem þá var orðin sálfræðingur, lést í blóma lífsins úr krabbameini. Þetta var óskaplegt áfall sem ekki verður með orðum lýst. Þórir hafði þá þegar verið greindur með Parkinson-sjúkdóm- inn. Guð veitti þeim styrk og leiddi þau áfram. Þórir og Magga fluttu heim til Ís- lands árið 2001, ættingjum og vinum til mikillar gleði. Nokkru eftir heimkomuna ágerð- ist sjúkdómurinn hjá Þóri, og dvaldi hann síðustu tvö árin í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar naut Þórir frábærar umhyggju starfsfólks til hinstu stundar, og þökkum við aðstandend- ur hans þeim hjartanlega fyrir og biðjum Guðs blessunar. Biðjum við Guð að blessa og styrkja þig, Magga okkar, og veita líkn með þraut. Alfreð Harðarson og fjölskylda. Jóhann Þórir Alfonsson og svo þegar við urðum svangar skunduðum við niður í Magnúsar- bakarí og fengum okkur kókómjólk og snúð. Svo fórum við á gelgjuna, þá byrjuðu alvöru lætin. Öll þau kvöld sem við vorum úti í leikjum niðri á Rauðagerði voru frábær en toppurinn við þau var að þetta var bannað, því að útivistartíminn var bara til 20. Alltaf fann þó löggan okkur en við vorum jafn fljótar að finna nýjan felustað og ósjaldan var hlaupið garðanna á milli þangað til við vorum komnar í öruggt skjól í forstofunni hjá þér. Loks vorum við fermdar með glæsibrag. Þá héldu prakkarastrikin áfram og ekki voru þau af verra taginu. Eitt af því sem við höfum hlegið að í langan tíma er þegar við spreyjuðum mr. Shine út um allan skóla og gerðum með því gólfin flughál. Vorum við settar í straff vegna endalausra láta og fengum að dúsa úti í hverjum frí- mínútum í heila viku. Við mótmælt- um með því að stofna til matarslags á skólalóðinni. En, elsku Guðrún Heba, þetta hefði ekki verið gert án þín. Næst var komið að framhalds- skólaárunum og héldum við allar hver í sína áttina. Þú hófst þinn framhaldsskólaferil við MH, sem þú hefðir klárað nú um jólin. Þrátt fyrir að við héldum allar hver í sína áttina héldum við alltaf hópinn og áttir þú mestan þátt í því að hópa okkur saman. Allar sumarbústaðaferðirn- ar okkar þar sem var sungið, dansað og hlegið langt fram eftir nóttu eru okkur ómetanlegar. Ferðin okkar til Costa del sol er ein af okkar dýr- mætustu minningum. Sú ferð hefur nú allt annað gildi. Þú vildir ekki gera neitt annað en að liggja í sund- lauginni og drekka Carlsberg, okk- ur stelpunum til mikillar gremju þar sem við vildum versla og skoða strákana. Þú hélst nú ekki, þú varst ekki komin út til þess. Ekki eru margir sem ná að afreka það að fara í leigubíl alla leið til Malaga til þess að láta hefta saman á sér nefið. En hver önnur en þú, elsku litla perlan okkar, gat afrekað það. Þessar minningar ásamt öllum hinum eru nú vel varðveittar í hjarta okkar. Við munum aldrei gleyma þér. Elsku Andrés, Rúrý og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Megi Guðs englar vaka yfir ykk- ur og veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ástar- og saknaðar- kveðja, Þínar bestu vinkonur að ei- lífu, Skirmish. Anna María Halldórsdóttir, Aníta Guðjónsdóttir, Ásthildur Hannesdóttir, Björg Þórð- ardóttir, Brynja Þórðardóttir, Birna Dögg Guðmundsdóttir, Birgit Rós Becker, Kasia Walt- zyk, Laufey Sigrún Sigmars- dóttir, Sigrún Ella Ómarsdóttir og Þóra Sif Kristinsdóttir. Ég var svo heppin að fá að kenna Guðrúnu Hebu. Í stórum skólum eins og Menntaskólanum við Hamrahlíð kynnast nemendur og kennarar ekki alltaf náið en vegna þess að Guðrún Heba var nemandi minn í nokkrar annir, náðum við að skapa góð og vinaleg tengsl. Guðrún Heba var skemmtilegur nemandi. Ég tók fljótt eftir henni því hún hafði svo hnyttin tilsvör, var jafnvel stríðin og óhrædd við að segja hvað henni fannst. Hún var ákveðin í að standa sig vel því stúd- entsprófið beið hennar um jólin. Hún var í hópi nemenda sem fór til Parísar í fyrra. Þar skemmtum við okkur vel, sátum m.a. nokkrar á kaffihúsi hálfa kvöldstund og röbb- uðum saman um lífið og tilveruna. Nú í vetur var hún í frönskum les- hring ásamt nokkrum öðrum og eins og alltaf, setti hún skemmtilegan svip á hópinn. Leshringurinn mun hittast aftur nú í vikunni en eitt sæt- ið verður autt: sætið hennar Guð- rúnar Hebu. Hún skilur eftir falleg- ar minningar sem ekki munu gleymast. Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum samúðarkveðjur. Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. Elskulega Guðrún Heba okkar. Við í Grunnskóla Vestmannaeyja eigum erfitt með að trúa því að þú sért horfin á braut. Við minnumst þín sem duglegu, kláru, glaðlyndu, hjartastóru stelpunnar sem alltaf var til í að gera eitthvað skemmti- legt og hafðir til brunns að bera hugmyndaflug og frumleika til að setja saman frábæra skemmtun. Enginn skilur tilganginn með þessu lífi þegar fólk í blóma lífsins er tekið frá okkur og er hugur okkar og öll samúð með aðstandendum og viljum við kveðja þig, Guðrún Heba okkar, með fallegu erindi úr ljóðinu Heima. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum. Með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Fyrir hönd kennara og starfsfólks Grunnskóla Vestmannaeyja, Hólmfríður S. Gylfadóttir. Við trúum því vart enn að okkar yndislega Guðrún Heba sé fallin frá. Þessi vel gerða, hlýja, góða og ljúfa stúlka. Það var nóg að sjá hana, þá brosti maður. Hún var ávallt með prakkaralegt bros, í þann mund að segja eitthvað fyndið. Þannig mun- um við minnast hennar. Alveg frá fyrstu vaktinni á deild L-1 fyrir rúmu ári kom Guðrún Heba mjög vel fyrir. Haft var á orði að það væri eins og hún hefði unnið við umönnun í mörg ár. Það var ótrúlegt að fylgjast með því hversu næm hún var og hve vel hún skynj- aði umhverfi sitt. Guðrún Heba hafði unun af því að læra tungumál og sýndi tilþrif þegar leiklist var annars vegar. Hún var óborganleg eftirherma og húmorinn hennar einstakur. Snögg var hún í tilsvörum og þegar aðstoðardeildar- stjórinn hafði á orði við hana um daginn að hún þyrfti á nýjum vinnu- skóm að halda kom svarið snöggt: „Já mamma takk.“ Þetta var hún í hnotskurn, ávallt kát og þakklát. Mikið urðum við glöð þegar við lentum með henni á vakt, hún var svo yndisleg. Hún var natin við heimilisfólkið á deildinni okkar og æfði til dæmis með því boltafimi og dans. Hún var dugleg og hjartahlý, lagði sig alla fram til að hinir hefðu svigrúm og tíma. Þeir sem kynntust henni voru heppnir. „Það, sem er upphaf alls, má telja móður þess. – Þegar menn þekkja móðurina vita þeir hvers vænta má af börnunum. Hver, sem þekkir móð- urina og fetar eins og barn í fótspor hennar, hefur ekkert að óttast, þótt líkaminn farist.“ (Lao Tse.) Guðrún Heba var einstök og ógleymanleg. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og óskum þeim guðsblessunar á þessum erfiða tíma. Fyrir hönd starfsfólks og vina á Grund – L1 Landakoti, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir. Elsku besta Guðrún Heba mín. Þegar svona ung manneskja hverfur frá manni eins snögglega og þú hefur gert núna áttar maður sig einhvern veginn miklu betur en áður á hvað lífið er hverfult og að það er engan veginn sjálfsagt að fólkið sem manni þykir svo vænt um verði enn til staðar á morgun. Núna óska ég þess að við hefðum látið verða af því að hittast oftar og hafa meira samband hvor við aðra, því það kom nú fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að við hitt- umst á förnum vegi og töluðum um hvað það væri nú asnalegt að við sem æskuvinkonur hittumst eða heyrðumst nánast aldrei. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem ég á um okkur tvær sem litlar stelpur í Eyjum og ég er svakalega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og njóta þess að eiga þig sem vinkonu. Ég gleymi aldrei hversu glaðleg og góð þú varst, brosið þitt er ógleymanlegt. Elsku Andrés og Þurí, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og megi Guð geyma ykkur á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Vera Dögg. ✝ Frændi minn, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON, Brekku, Hofsósi, sem lést á Heilsugæslustöð Sauðárkróks föstudaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Jakob Einarsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA GRÖNDAL, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítala, Fossvogi miðvikudaginn 4. nóvember. Sigrún Harðardóttir, Steinþór Magnússon, Gunnar Harðarson, Kito Gunnarsson, Helgi Harðarson, Guðfinna Stefánsdóttir, Eiríkur Harðarson, Rósa Harðardóttir, Gísli Harðarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.