Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Jóhanna HerdísSveinbjörnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 16. jan- úar 1929. Hún lést á Landspítalanum, Landakoti, 25. októ- ber sl. Hún var dóttir hjónanna Hindriku Júlíu Helgadóttur húsmóður, f. 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968 og Sveinbjörns Ágústs Benónýssonar múrara og skálds, f. 8. ágúst 1892, d. 31. maí 1965. Systkini Jóhönnu voru Sigurður Fríðhólm, f. 5. september 1923, d. 1. nóvember 1990 og Herbert Jó- hann, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984. Jóhanna giftist 10. september 1958 Friðrik Péturssyni kennara, f. 9. apríl 1924, d. 30. júlí 2009. For- eldrar hans voru Sigríður Elín Jónsdóttir húsmóðir, f. 10. nóv- ember 1893, d. 30. mars 1984 og Pétur Friðriksson bóndi, f. 18. júní 1887, d. 9. september 1979. Sonur þeirra er Ríkharður Helgi Frið- riksson tónlistarmaður, f. 5. nóv- ember 1960. Börn hans og fyrrum sambýliskonu, Svanhildar Boga- dóttur borgarskjalavarðar, f. 27. nóvember 1962, eru Jóhanna Vig- dís, f. 8. ágúst 1991 og Kristín Helga, f. 14. mars 1993, báðar menntaskólanemar. Að loknu lands- prófi vann Jóhanna í Kaupfélaginu í Vest- mannaeyjum þar til hún giftist og sinnti eftir það húsmóð- urstörfum og barna- uppeldi. Eftir alvar- leg veikindi í kringum þrítugsald- urinn, varð heimilið hennar aðalstarfs- vettvangur og setti hún þar metn- að sinn í að sinna fjölskyldunni, yrkja ljóð, stunda hannyrðir og starfa sem almennur gleðigjafi allra í kringum sig. Hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Kópavogs árið 1968 og bjó þar til æviloka, en var þó ávallt Vestmanneyingur í hjarta sínu og heimsótti æsku- stöðvarnar reglulega. Um árabil söng hún einnig með kór eldri borgara í Kópavogi. Eftir Jóhönnu liggur fjöldi óútgefinna ljóða og nokkur lög. Einnig skrifaði hún greinar í bæjarblöð í Vest- mannaeyjum, sem flestar fjalla um mannlíf á æskuárum hennar. Jóhanna verður jarðsungin í Kópavogskirkju í dag, 6. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 15. Það er alveg sama þótt skynsemin segi okkur að allir verði að fara ein- hvern tíma. Það kemur manni alltaf á óvart þegar það gerist. Þannig var það með mömmu. Þrátt fyrir tæpa heilsu datt manni ekki í hug eitt augnablik að hún væri kannski á för- um og varð smám saman sannfærður um að hún yrði alltaf til staðar. Það var því reiðarslag þegar hún dó. Nú er lokið mikilvægu tímabili og lífið verður aldrei samt aftur. Tómarúmið er stórt. Þótt mamma væri heilsulaus var langt því frá að hún væri orkulaus. Eftir á að hyggja er ótrúlegt hvað hún náði að afreka yfir ævina. Eftir hana liggur mikið magn af ljóðum, söng, veislum, hannyrðum og, ekki síst, jákvæðum straumum sem hún geislaði út frá sér til allra sem hún hitti. Engum líða úr minni veislurnar sem hún hélt. Nóg var af kökunum en það sem gerði veislurnar svo sérstak- ar voru ljóðin sem hún orti fyrir þær og söngurinn sem var ómissandi há- punktur þeirra. Þar var hún í farar- broddi með gítarinn og englaröddina. Ekki var heldur spöruð orkan sem fór í uppeldi mitt. Ást mömmu og væntumþykja var alger og gegnheil; það var alltaf nógur tími fyrir mig. Þar var stanslaus sköpun í gangi. Við skálduðum upp sögur; saman bjugg- um við til heilan fantasíuheim með fjölda skemmtilegra persóna. Þetta lagði línurnar fyrir minn feril seinna, sem hefur einmitt gengið út á sköp- un. Hún var líka fyrsti gítarkennar- inn minn. Hugsanlegir tæknilegir vankantar hurfu algerlega í skugg- ann af fölskvalausri ást á tónlist. Það var það sem skipti máli. Þegar barnabörnin komu fór ferlið í gang aftur. Hún fór að miðla þeim af allri sinni kunnáttu í að syngja, spila, teikna, föndra, prjóna og almennt að búa til eitthvað fallegt í víðasta skiln- ingi. Þegar mamma var komin á sex- tugsaldur kom fyrst píanó á heimilið. Hún var undrafljót að kenna sjálfri sér á það. Þá gerði maður sér fyrst ljóst hvað tónlistarhæfileikar hennar voru í rauninni miklir. Alveg sama hvað ég var kominn langt frá hennar heimi, þá var stuðn- ingur hennar við mín tónlistarstörf skilyrðislaus og alger. Það var sama hversu ógnvekjandi útlítandi pönkar- ar dúkkuðu upp í bílskúrnum, alltaf var þeim boðið upp á kaffi og kökur. Það var sama hversu mikið nágrann- arnir kvörtuðu yfir hávaða. Brosið hennar mýkti þá upp og áfram var spilað í bílskúrnum. Síðar, þegar ég fór að gera öllu torskildari tónlist, fylgdi mamma mér alla leið í því líka og var óþreytandi við að sækja tón- leika og styðja mig á allan hátt. Mamma gat alltaf náð sambandi við fólk. Ég man er hún heimsótti mig til Hollands. Hún talaði bara sína íslensku og brosti sínu fegursta. Ein- hvern veginn skildu hana allir. Það er ótrúlegt hvað hægt er að komast langt á jákvæðri hugsun. Fráfall pabba í sumar var mömmu geysilegt áfall. Þegar þessi klettur í lífi hennar um áratugaskeið var far- inn var lítið eftir fyrir hana að lifa fyrir. Henni fannst eins og hún væri búin að gráta öllum tiltækum tára- birgðum. Þá var kannski lítið eftir nema að kveðja sjálf? Megi hún hvíla í friði. Við hin munum áfram eiga all- ar fallegu minningarnar um hana. Ríkharður H. Friðriksson. Þegar við Rikki kynntumst fyrir rúmum 25 árum tók Hanna mér strax opnum örmum inn í fjölskyld- una. Hanna var falleg, gáfuð og skyn- söm kona og það geislaði af henni hvar sem hún var. Hún var félags- lynd, mikill ljóðaunnandi, tónelsk, spilaði jafnt á gítar sem píanó og kunni ógrynni af lögum. Hún samdi tækifærisljóð við hvert tækifæri og jafnvel einnig lög við, skrifaði þau fal- lega upp og hengdi upp á vegg eða færði sem gjöf. Ljóð hennar til mín eru með dýrmætustu gjöfum sem ég hef fengið. Þau voru síðan fjölfölduð og sungin af öllum gestum. Frænkur hennar leiddu gjarnan sönginn með henni og hún naut þess að fá fólk til að syngja. Hún naut þess líka að hlusta á tón- list, ekki síst með Vestmannaeying- um enda alltaf Vestmannaeyingur í anda. Sem dæmi má nefnda að um síðustu verslunarmannahelgi heyrði ég beina útsendingu frá brekkusöng og hringdi til hennar. Að sjálfsögðu þurfti ekki að segja henni það – hún var með útvarpið stillt og með þeim í anda. Allir voru velkomnir á heimili Hönnu og það var mikil glaðværð í afmælum og veislum hjá henni og í kringum hana. Síðustu árin var fast- ur liður hjá fjölskyldu minni að fara til hennar og á Rútstún á 17. júní. Ég lærði af henni að það er alltaf hægt að finna eitthvað til að halda upp á og gleðjast með sínum. Töfra fram köku og eiga ánægjulega stund saman. Yndi Hönnu var Rikki og hann var hennar líf og sál. Hún studdi hann fullkomlega í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var klassískur gítarleikur, spilamennska með Fræbbblunum eða raftónlist. Hún þekkti alla sem hann var að spila með og kom helst á alla tónleika. Hanna var alsæl með barnabörnin og taldi forréttindi að gæta þeirra þar til þær fóru í leikskóla. Hún hafði allt- af pappír og liti við höndina og hvatti þær til að teikna og lita og ekki síður við tónlistariðkun en hún kenndi þeim gítargrip. Hún prjónaði fyrir þær, setti upp hús með teppum og fann upp á leikjum fyrir þær. Þegar Rósa Dís fæddist tók hún henni eins og barna- barni, sýndi henni mikla hlýju og um- hyggju og lét sig ekki vanta í afmæli hennar. Hanna hafði unun af ferðalögum og að vera innan um fólk. Hún fór oft í stuttar ferðir með Jóhönnu og Krist- ínu, til dæmis upp í Heiðmörk eða í Litlu kaffistofuna. Þegar hún komst ekki á Þjóðhátíð fór hún í stað þess á Þingvelli með hústjald, borð og stóla og tjaldaði innan um aðra. Einkar minnisstætt er ferðalag hennar með okkur Jóhönnu nöfnu hennar til Hollands 1992 þegar Jó- hanna var sex mánaða. Þar algjörlega blómstraði hún og lærði að fara í spor- vagna, lestir og jafnvel rúllustiga. Síðasta skiptið sem Hanna kom til okkar var á afmælisdegi Jóhönnu nöfnu sinnar í ár. Eftir afmælissöng- inn fékk hún Friðrik minn til að spila nokkur lög á píanóið. Það var notaleg stund saman. Ég kveð Hönnu með söknuði og þakka henni fyrir allar góðu stund- irnar saman, öll símtölin og alla hlýjuna í minn og okkar garð. Mínar innilegustu samúðaróskir til Rikka og Eyglóar, Jóhönnu og Kristínar og annarra vina og vandamanna. Svanhildur Bogadóttir. Það var alltaf jafn gaman að koma til ömmu og afa á Borgarholtsbraut- ina og var alltaf tekið jafn vel á móti manni. Þegar við systurnar komum í heimsókn var strax farið í bakaríið og keypt bakkelsi og svo lagað kókó. Amma var lífleg og skemmtileg manneskja sem sýndi alltaf áhuga á því sem maður var að gera í hinu dag- lega lífi og hlustaði á mann með áhuga. Hún hafði yndi af söng og ljóð- um og kenndi hún mér meðal annars grip á gítar og heilmikið af lögum. Amma samdi fyrir mig ljóð þegar ég fermdist og þótti mér mjög vænt um það og er stolt af því að hafa átt ömmu sem gat ort ljóð og vísur. Gaman fannst mér að því að hlusta á hana segja sögur frá Vestmannaeyjum og þegar við sungum saman söngva. Við fórum oft í langa bíltúra og enduðum til að mynda í Heiðmörk að borða gómsætt nesti eða jafnvel í Eden í Hveragerði að fá okkur ís. Þegar ég hugsa um ömmu kemur upp í hugann fullt af góðum og hlýleg- um minningum. Hún var góðhjörtuð manneskja sem mun skilja eftir sig stórt skarð hjá þeim sem sem þóttu vænt um hana. Henni þótti svo óend- anlega vænt um okkur og okkur um hana. Nú er hún Hanna amma mín farin og ég sakna hennar afar sárt. En góðar minningar mínar um hana munu lifa áfram í huga mínum. Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir. Ég sat í framsætinu meðan við bökkuðum út úr innkeyrslunni og amma stóð í eldhúsglugganum prýdd hlýlega brosinu sínu og vinkaði. Ég gat ekki hætt að vinka og hugsaði á afar ódjúpan fjögurra ára hátt um hvað ef ég sæi hana aldrei aftur. Hugsunin hræddi mig. Ég vinkaði all- an tímann þangað til við hættum að sjá hana. Tilfinningin sem fylgdi því að kveðja ömmu eftir góða samveru var ólýsanleg. Hún amma var þessi krúttlega amma með sætt bros, bollukinnar og eina manneskjan sem ég þekkti sem talaði um að laga kókó. Amma tók því alltaf rólega, stress var eitthvað frum- stætt, sem var ekki til. Hjá ömmu snerist allt um kaffið. Laga kaffi var orðatiltæki sem maður heyrði í hvert einasta skipti sem maður hitti hana. Snúðar, tebollur, suðusúkkulaði, vín- arbrauð og jólakaka í bland við kaffi, te eða hvað sem hugurinn girntist. Afi fór í bakaríið og amma lagði á borð. Þannig virkuðu þau best. Amma var mikið fyrir að segja sög- ur. Flestar sögurnar hennar ömmu voru frá besta tíma lífs hennar, þeg- ar hún var heppnasta stelpan í öllum Vestmannaeyjum. Ekki einungis fékk hún að læra á gítar ókeypis hjá Sigurbirni Sveinsson, sem hún lýsti með sterkum orðum, heldur fékk hún gítar í fermingargjöf frá Guð- ríði. Sigurbjörn kenndi henni líka ensku og tók hana í tíma hvernig hún ætti að banka á dyr og segja Go- od afternoon! Amma sýndi mér öku- skírteinið sitt og sagði mér stolt frá því að hún hefði nú verið fyrsta stúlkan til að fá bílpróf í Vestmanna- eyjum. Frábær er saga ömmu frá því að bekkurinn tók sig til á skólaballi og setti rautt efni fyrir ljósið í salnum til að skapa meiri rómó stemningu. Þegar skólastjórinn kom á ballið var ekki nóg með að það væri rauð birta af ljósinu heldur höfðu nokkrir krakkar tekið upp á því að vanga. Hann var vægast sagt óhress með þetta og kom með nýja reglu: Bann- að að vanga! Amma hafði mikinn áhuga á bók- menntum. Ég gerði mér eiginlega bara grein fyrir því þegar afi var á spítalanum og það koma stúlka heim að lesa fyrir hana Sölku Völku. Amma gat ekki beðið eftir að stúlk- an kæmi. Þegar hún loks kom áttum við að fara í stellingar og hlusta. Eft- ir lesturinn borðuðu þær vanalega snúða, drukku kaffi og ræddu um hvenær Arnaldur og Salka ætluðu nú eiginlega að fara að taka saman. Þetta var hefðin! Amma talaði um að hún hefði viljað læra íslenskar bók- menntir. Í nístandi kulda og stormi er gott að koma inn í vægast sagt heita íbúð ömmu og afa. Henda af sér yfirhöfn- um. Ég finn hvernig svitinn byrjar að myndast á enni mínu. Í svefnher- berginu situr amma í rólegheitunum með þetta hlýlega bros, býður mig velkomna og spyr hvort mér sé nú ekki kalt? Ég þarf ekki að hugsa mig lengi um þar sem ég er stödd inni í 41°C íbúð og svitinn byrjaður að leka af enninu og neita. Amma bætir mjög kurteislega við hvort ég vilji ekki fá teppi, ég sé nú í svo flegnu. Ég lít niður á brúnan vintage-kjól sem nær upp í háls en er ekki með neinum ermum. Ég þigg teppið, sem ég legg yfir axlirnar, og líður eins og heimurinn sé að bráðna. Takk fyrir allt amma! Kristín Helga Ríkharðsdóttir. Elsku tanta mín – þá er þessu lok- ið hérna megin og þú komin í faðm Friðriks aftur. Þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga ljúfi heimilisbragurinn sem maður upplifði í hverri heim- sókn til ykkar Friðriks. Þær voru svo notalegar stundirnar í gamla eldhúsinu – heitt súkkulaði, bakkelsi og skemmtilegar samræður – þó þeim hafi því miður farið fækkandi undanfarin ár. Það var eins og að detta inn í annan heim – enginn asi, bara ljúfar stundir við kertaljós og gamansögur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst á Borgarholtsbrautina og þvílíkt ævintýri. Hljóðfæri hvert sem litið var, bækur og allra handa fróðleikur. Frelsið var algjört í allri dýrðinni og þá var nú auðvelt að spinna nýjan og nýjan leik og jafn erfitt að þurfa að hætta til að fara heim. Veislurnar voru líka alveg ein- stakar og mjög ljúf minning sem tengist því þegar þú dreifðir, fyrst handskrifuðum en síðan útprentuð- um, vísum sem þú hafðir samið í til- efni dagsins. Ávallt glens og glatt á hjalla. Í minningunni ert þú, Hanna mín, björt eins og engill með fallega bros- ið þitt og ljúfu lundina, og Friðrik þér við hlið. „Engar áhyggjur elsk- urnar mínar,“ heyri ég þig segja um leið og við kveðjum. Elsku Rikki, Jóhanna og Kristín – þið hafið misst yndislega móður og ömmu en hún er komin í góðar hendur og á fallegan stað. Við fjöl- skyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall elsku- legrar töntu. Heiður Reynisdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Hanna, kær föðursystir mín, sem var stór hluti af lífi mínu hefur kvatt. Margar minningar frá bernskuárun- um koma upp í hugann á þessum tímamótum. Þá bjuggum við í sama húsi. Það var oft glatt á hjalla á Brekastígnum og mikið sungið, enda systkinin öll mjög músíkölsk og spiluðu á margskonar hljóðfæri. Sig- urbjörn Sveinsson rithöfundur bjó í næsta húsi. Oft var minnst á hvað það var gaman að fara til hans í gít- artíma. Þá var mikill samgangur á milli fólks og heimsóknir tíðar. Á góðviðrisdögum var gjarnan farið út á blett með kaffi og kökur og komu þá nágrannakonurnar í selskapinn. Hanna hafði dálæti á ljóðum, enda skáldkona sjálf. Eftir hana liggur mikið af birtu og óbirtu efni, enda var hún oft beðin um tækifærisvísur. Á afmælisdegi sínum var hún alltaf tilbúin með nýjan brag, „Ljóð dags- ins“, sem var sunginn af afmælis- gestunum sem höfðu jafnan gaman af. Oft var líka gripið í gítarinn og sungið þegar gesti bar að garði við önnur tilefni. Á seinni árum fór hún að hanna og prjóna dúkkuföt. Hanna tók nokkr- um sinnum þátt í samsýningum lista- fólks í Gjábakka með dúkkurnar sín- ar og fleiri hluti. Veit ég að þeir eru margir sem hafa fengið fallegar prjónavörur frá henni í jólagjöf. Einnig var Hanna í Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi og söng með þeim á meðan heilsan leyfði. Kórstarfið veitti henni mikla ánægju. Friðrik var alla tíð hennar stóra ást, hann var hennar stoð og stytta í veikindunum sem hún átti við að stríða lengst af. Þrátt fyrir það var alltaf stutt í brandara eða upprifjun á einhverju skemmtilegu. Hún vildi síst af öllu vera leiðinleg. Gleðigjafi, það var hún þegar því varð við kom- ið. Hanna hafði t.d. mjög gaman af því að rifja upp þegar hún flaug ein til Hollands að heimsækja Rikka og fjölskyldu hans, sem bjuggu þar á þeim tíma. Þar dvaldi hún í góðu yf- irlæti og sá margt sem var öðruvísi en hún átti að venjast hér heima. Þá var í uppáhaldi að fara í tjaldútilegu á Þingvöll, finna ilminn af gróðri og njóta útiverunnar á fallegum stað. Nú eru þau hjónin bæði látin en eftir lifa minningar um skemmilegar stundir. Um leið og ég þakka sam- veruna, þá óska ég ykkur góðs geng- is í nýjum heimkynnum. Kveðja, Helga Herbertsdóttir. Mikil hlýja og lífsgleði er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hana Hönnu töntu, ástkæra afa- systur mína, nú er horfin á braut. Það var alltaf gríðarlega gott að koma á Borgarholtsbrautina til þeirra Friðriks og við pabbi minn höfum haft það fyrir sið á aðfanga- dag að enda okkar hefðbundnu vísi- teringu hjá þeim hjónum. Að setjast inn í eldhús við kertaljós og smákök- ur, spjalla um atburði líðandi stund- ar sem og jól og jólahefðir í Vest- mannaeyjum og fyrir vestan var orðin órjúfanleg hefð. Heimasmíð- aða jólatréð og allir nissarnir og svo símtalið frá mömmu þegar hana var farið að lengja eftir okkur, jólin verða ekki söm héðan í frá. Hanna var mikil selskapskona og það fara fáir í hennar spor þegar kemur að stemningu. Fljótandi kerti í skál, servíettur, seríur, gítarspil og söngur, að ógleymdum smitandi dill- andi hlátrinum gerðu afmælisboðin hennar ógleymanleg og ég tala nú ekki um þann lúxus að mega leika undir borði, eitthvað sem Hanna hvatti frekar en latti litlar stelpur til að gera. Það búa ekki margir við það ríki- dæmi að eiga aukasett af ömmu og afa en það var nákvæmlega það sem þau Hanna tanta og Friðrik voru mér, höfðingleg hjón heim að sækja og þeirra verður sárt saknað en þau skilja að sama skapi eftir sig svo stóra arfleifð, okkur öll sem vorum svo heppin að fá að þekkja þau. Sigríður Reynisdóttir. Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jó- hannu Herdísi Sveinbjörns- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.