Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 124,27 205,03 116,57 24,771 21,783 17,587 122,01 1,3765 197,89 184,35 Gengisskráning 5. nóvember 2009 124,57 205,53 116,91 24,843 21,847 17,639 122,35 1,3805 198,48 184,87 237,2181 MiðKaup Sala 124,87 206,03 117,25 24,915 21,911 17,691 122,69 1,3845 199,07 185,39 Heitast 8°C | Kaldast 3°C  Austan og norð- austan 10-18 og rigning einkum sunnan- og suð- austantil, hvassast um landið norðaustanvert. »10 Það er spilað á skyn- færi áhorfandans í fjöllistaverkinu Hnykli sem verður frumsýnt í kvöld á Seltjarnarnesi. »49 LEIKLIST» Margslung- inn Hnykill ÍSLENSKUR AÐALL» Tómas Lemarquis spurð- ur spjörunum úr. »48 Íslensk grafík fagn- ar fertugsafmæli sínu með sýningu í Norræna húsinu sem verður opnuð á morgun. »46 MYNDLIST» 40 ára grafíkfélag AF LISTUM» Viljum við frið eða gösl- aragang á aðventu? »50 KVIKMYNDIR» Kvikmyndin Desember frumsýnd í dag. »51 Menning VEÐUR» 1. Linda Björk aftur í varðhald 2. Líklega óþolinmóð að komast … 3. Íslensk kona á flótta í BNA 4. Sex manna fjölskylda neyðist …  Íslenska krónan veiktist um 0,8% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Jólin eru komin í Nýdönsk, alveg eins og í IKEA, segir söngvari sveitarinnar Daníel Ágúst Haraldsson en hún stendur fyrir snemmbæru jólaballi á NASA á morgun. „Ég held, í alvörunni, að ekki sé vanþörf á að hleypa hátíð- arljósinu inn aðeins fyrr þetta árið í ljósi aðstæðna,“ segir Daníel. „Við ætlum að klæða nokkur laga okkar í jólabúning og styðjumst þar við jóla- legasta hljóminn af þeim öllum, hreindýrabjölluhljóminn.“ TÓNLIST Nýdönsk jóla sig og aðra upp á NASA á morgun  Landsliðsfyrir- liðinn í knatt- spyrnu, Hermann Hreiðarsson, verður ekki með í vináttuleiknum gegn Lúxemborg 14. þessa mánaðar. Hermann er enn að jafna sig af meiðslum í il sem hafa plagað hann síðustu mánuði en hann hefur ekkert getað leikið með Portsmouth-liðinu á leiktíðinni. Hermann segist munu byrja að æfa með liðinu af krafti á mánudaginn en hann hefur verið mun lengur að jafna sig en ráð var fyrir gert. FÓTBOLTI Hermann verður ekki með landsliðinu í Lúxemborg  Ung íslensk leik- kona, hin tíu ára gamla Katrín Al- freðsdóttir, leik- ur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröð- inni Theu og Leo- pold sem frumsýnd er í dag á dönsku sjónvarpsstöðinni DR1. Katrín er alíslensk en fæddist í Danmörku þar sem hún hefur búið meira og minna síðan. Samkvæmt sjónvarpsdagskrá sem birt er á útvarpssíðu Morgun- blaðsins verður þátturinn sýndur klukkan 16. SJÓNVARP Fyrsti þáttur Theu og Leo- polds sýndur á DR1 í dag Eftir Andra Karl andri@mbl.is GOLFFERÐIR til útlanda hafa sjaldan notið jafnmikilla vinsælda og einmitt í haust, ef marka má forsvarsmenn þriggja ferðaskrifstofa, VITA, Úrvals-Útsýnar og Heimsferða. Þrátt fyrir hærra verð á ferðum og stórhækkað verðlag á áfanga- stöðum hefur hvert sæti verið skipað og mikill áhugi á síðustu ferðunum þetta haustið. Jafnframt er því sem næst fullt í golfferð Úrvals-Útsýnar til Taílands í janúar. Með ákveðnum fyrirvörum má gera ráð fyrir að í haust hafi um fimmtán hundruð Íslendingar með golfsettin á bakinu flúið Icesave, stöðugleikasátt- málann og almenna umræðu á illa höldnu landinu. Fleiri eru á flótta því Úrval-Útsýn hefur bætt við tveimur ferðum í þessum mánuði og hafa verið góð viðbrögð við þeim. „Við höfum ekki selt fleiri golfferðir að hausti í sögu fyrirtækisins,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÚÚ. „Það seldist fljótt upp hjá okkur í allar ferðir og svo vorum við í því að bæta við ferðum fram í nóvember.“ Hann bætir við að um fjörutíu manns fari í golfferð með ferðaskrif- stofunni til Taílands í upphafi nýs árs. Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar VITA, segir golftímabilinu hafa lokið um mánaðamótin síðustu. Uppselt hafi verið í allar ferðir haustsins og sama segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Enn flykkist fólk í golfferðir  Gríðarlegur áhugi var á golfferðum til útlanda í haust og hvert sæti skipað  Um fimmtán hundruð Íslendingar fóru með þremur ferðaskrifstofum Reuters Í blíðu Þar sem frostið hefur tekið yfir velli hér á landi er gott að skreppa í hlýjuna til að spila golf. ÍRSKI tónlist- armaðurinn Damien Rice hef- ur á síðustu dög- um staðið fyrir opnu upptöku- ferli í ótilgreindu hljóðveri á höfuðborgar- svæðinu þar sem fámennur hópur áhorfenda hefur átt kost á því að fylgjast með honum tilkeyra nýtt efni. Rice, sem er mikill umhverf- issinni, ætlar jafnframt að nýta dvöl sína hér til að vekja máls á því hugðarefni sínu með sérstakri dag- skrá í Ráðhúsinu í dag kl. 16. Ekki nóg með það, heldur mun hann gróðursetja í Hljómskálagarðinum ásamt leikskólabörnum og borg- arstjóra fyrr um daginn, í sér- stökum Laufásborgarlundi. | 53 Damien Rice hlúir að íslenskri náttúru Damien Rice SÁ einn veit er víða ratar segir í Hávamálum og þetta vita líka þeir háskólanemar sem sóttu Alþjóðadag á Há- skólatorgi í gær. Markmið Alþjóðadags HÍ er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér hvernig þeir geta auðgað námið með því að flétta það saman við erlenda skóla enda eiga íslenskir háskólar í samstarfi við hundruð skóla á erlendri grundu. Fjöldi Íslendinga dýpkar árlega þekkingu sína og reynslu með námsdvöl í öðrum löndum og þótt gengi krónunnar þyngi róð- urinn er lífsreynslan sem í því felst öllum ómetanleg. Morgunblaðið/Kristinn VÍÐA RATAÐ Á ALÞJÓÐADEGI MEÐ hlýnandi veðurfari eru nú far- fuglar fyrr á ferðinni á vorin og ló- an kemur allt að tíu dögum fyrr en hún gerði í kringum 1990. Far- fuglar sem dveljast í NV-Evrópu yf- ir vetrartímann virðast þannig geta metið aðstæður hérlendis á vorin áður en lagt er í farflug. Fuglar sem koma lengra að eiga hins veg- ar erfitt með að meta aðstæður og koma á svipuðum tíma og áður. Þetta er meðal þess sem lesa má úr rannsókn Tómasar Grétars Gunnarssonar líffræðings. | 8 Farfuglar geta metið aðstæður fyrirfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.