Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Guðrún HebaAndrésdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 6. októ- ber 1989. Hún lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. október 2009. For- eldrar Guðrúnar Hebu eru Andrés Sig- mundsson bak- arameistari, f. 11.12. 1949, og Þuríður Freysdóttir leikskóla- kennari, f. 25.11. 1951. Foreldrar Andrésar eru Sigmundur Andrésson bak- arameistari, f. á Eyrarbakka 20.8. 1922, og Dóra Hanna Magnúsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 27.6. 1925. For- eldrar Þuríðar voru Hallmar Freyr Bjarnason múrarameistari, f. á Húsavík 21.11. 1932 , d. 1987, og Guðrún H. Ingólfsdóttir, f. á Húsa- vík 23.10. 1932, d. 2008. Systkini Guðrúnar Hebu eru: 1) Sigmundur Andrésson, f. 14.8. 1968, kvæntur Azadeh Masoumi. 2) Sigurjón Andr- ésson, f. 10.12. 1970, kvæntur Margréti Söru Guðjónsdóttur, dætur Sigurjóns og Söru eru Hrafnhildur Svala, f. 1998, og Hekla Sif, f. 2000. 3) Agnes Sif Andr- ésdóttir, f. 31.5. 1973. 4) Ágúst Örn Gíslason, f. 30.9. 1976. Guðrún Heba ólst upp í Vestmanna- eyjum og hóf sína skólagöngu þar. Hún stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefði lokið stúdentsprófi nú í desem- ber. Hún hugðist flytja til Danmerk- ur eftir áramót til frekara náms. Með námi vann Guðrún Heba á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili. Útför Guðrúnar Hebu fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 6. nóvember, kl. 15. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði á Álftanesi. Meira: mbl.is/minningar Ljósið ljósið. „Sjáðu,“ segir hún við mig „mér finnst alltaf svo flott þegar sólin er að brjótast í gegnum gráu skýin. Það koma svona bláir, fjólubláir og bleikir litir. Svo bara allt í einu er hætt að rigna og eftir svona klukkutíma tekur sólin yfir og allt orðið þurrt. Mér finnst þessi árstími alltaf svo æðislegur, svo á ég líka afmæli bráðum og skólinn er frábær. Nei, sko það eru að koma haustlitir. Þú getur farið á Þingvöll og skoðað dýrðina. Já, svo geturðu spjallað við þessa gömlu félaga þína Kára Söl og Sturlungana, þú ert nú óttalega líkur þeim“. Glettinn augn- svipur og bros. „Gleymdu bara ekki að líta á Ingólfsfjallið þitt helga í leiðinni. Það gæti hafa breyst.“ Hlátur, hlýju augun og enn meira bros. „Ég heyri í þér, ég ætla að skutlast með mömmu í Kringluna á eftir.“ Gullið mitt, ég sé þig. Í birtunni vera með tvær duddur lesa um Mjallhvíti allir frábærir á Rauðagerði missa fyrstu tönnina gefa kindunum brauð fáum aprikósur hjá afa leika leikrit fyrir ömmurnar horfa á Bróður minn ljónshjarta dúkkan Tómas alltaf með förum og kyssum Mikka mús hengjum upp mynd af afa á hestinum „Maður breytir ekki heiminum, pabbi minn. En maður getur haft áhrif á hann. Veistu, það þýðir ekk- ert að rökræða við þig um þessi mál fyrr en þú ert búinn að lesa þessa bók.“ Hvaða bók ert þú að tala um, hjartað mitt? „Ég er að tala um bók- ina Litla stúlkan og sígarettan. Það er alveg magnað hvað þessir karlar eru lásí sem hafa verið að reyna að stjórna heiminum í gegnum tíðina. Þeir geta jafnvel ekki sett lög og far- ið eftir þeim sjálfir. Það ætti einfald- lega að setja þá alla með tölu aftur á leikskólann. Eða þeir geta bara farið að steikja hamborgara einhvers staðar.“ Ég hugsa, vááá hún leikur við hvurn sinn fingur, brosir við morg- undeginum, gerir að gamni sínu, myndar sér sínar eigin skoðanir. Falleg, ung kona. Við erum í járn- brautarlest í Þýskalandi á leiðinni í brúðkaup bróður hennar. Hún var alltaf svo stolt og hrifin af systkinum sínum. Traustið og ræktarsemin við fólkið sitt með ólíkindum. Hraust, heilbrigð, ljómandi af lífsgleði og til- hlökkun. Svo heilbrigð. var ljósið vatnið frábæra og Frakkland kaffi og ristað brauð á morgnana halda áfram að læra skirmish hópurinn á þjóðhátíð sjá heiminn sláum undir skúffuköku persneskt brúðkaup kaupum kjól með pífum hálsfesti og eyrnalokka pínulítið ilmvatn og ljósið Gullið okkar. Takk fyrir allt sem þú ert okkur. Mamma og pabbi. Það er sárt að kveðja elsku Guð- rúnu Hebu. Við eigum mikið af ynd- islegum minningum um hana sem hjálpa okkur á þessum erfiða tíma. Sem barn var Guðrún Heba sér- staklega skýr og skemmtileg. Hún var mikil snuddustelpa og hafði allt- af með sér tvær snuddur. Hún elsk- aði að vera á leikskólanum sínum, Rauðagerði í Vestmannaeyjum. Það var alltaf mikið um að vera í kring- um hana, það voru sett upp leikrit, buslað, vaskað upp og stússast. Við yljum okkur nú við minningarnar frá því heima í Eyjum og úr sum- arbústaðnum okkar Heiðarseli í Grímsnesi. Guðrún Heba var dugleg og hafði mikið verksvit. Hún vann alla tíð með skólanum og núna síðast við umönnun á elliheimilinu Grund, þar sem henni líkaði mjög vel. Það átti vel við hana að hlúa að öðrum. Hún var mjög greiðvikin og alltaf boðin og búin að hjálpa hverjum sem var. Guðrún Heba var mikil pabba- stelpa. Hún dúllaðist með pabba sín- um í bakaríinu og það voru ófáar leikhúsferðirnar sem þau feðginin fóru saman frá Eyjum. Það var ynd- islegt að fylgjast með þeirra fallega sambandi. Hún átti stóran og góðan vinkonuhóp, enda var hún traustur og góður vinur. Hún stóð eins og klettur við bakið á vinum sínum en hikaði ekki við að segja sína skoðun þegar til hennar var leitað. Þegar Guðrún Heba var bara lítil stelpa kynntist hún Ásthildi sem bjó í næsta húsi við hana. Frá fyrsta degi voru þær óaðskiljanlegar og perlu- vinkonur. Guðrúnar Hebu er sárt saknað af stórum og góðum vina- hópi. Í lok september á þessu ári var brúðkaup í fjölskyldunni haldið í Þýskalandi og fór öll fjölskyldan saman þangað. Það var ómetanlegur tími. Það var stórkostlegt að fylgjast með Guðrúnu Hebu, þessari fallegu og yndislegu stúlku. Hún hreinlega blómstraði. Lífsglöð og með áætlan- ir fyrir framtíðina. Hún hefði út- skrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð núna í desember og stefndi svo á að flytja utan í byrjun næsta árs, allt lífið framundan. Það er mikið áfall að missa elsku Guð- rúnu Hebu svona skyndilega og söknuður okkar er sár. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með henni og biðjum góðan Guð að geyma hana. Sigurjón bróðir og Sara. Það var sárt og erfitt að heyra þá harmafregn er Sigurjón bróðir þinn flutti okkur hinn 28. október að þú hefðir verið í leikfimi í skólanum og allt í einu fallið niður og hjartað og heilinn hefði bilað. Þú þessi unga og fríska stúlka værir fallin frá. Frá því þú varst barn hafðir þú umvafið okk- ur með ást og hlýju alla tíð. Þú varst nú í skóla og ætlaðir að verða stúd- ent núna um jólin. Amma gleymir því aldrei þegar þú varst á Kanarí með ömmum þín- um báðum. Þú varst búin að klæða þig í hvítan kjól og steigst uppí gluggakistuna og faldir þig bakvið gardínurnar. Það var eins og leik- hústeppi Þjóðleikhússins hefðu ver- ið dregin fram og þú þóttist vera engill og predikaðir yfir þeim. Þær urðu að halda um magann því svo mikið hlógu þær og nutu þess hvað þú varst kát og glöð. Þú hafðir unnið nokkuð með eldra fólkinu á Grund og þér féll það vel að hjálpa því og gleðja með léttu spjalli. Þú sagðist hafa hug á því að læra eitthvað í þá áttina, að hjálpa og líkna. Þú bjóst hjá pabba þínum og ykk- ur kom einstaklega vel saman. Það er honum og mömmu þinni mikill harmur að missa þig, þessa góðu og fallegu stúlku í blóma lífsins. Í dag kveðjum við ljósgjafa okkar sem gaf okkur óteljandi ánægju- stundir sem við þökkum af öllu hjarta. Afi og amma. Gulli og perlum safna sér sumir endalaust reyna. Þeir vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Elsku hjartagullið okkar hún Guðrún Heba er dáin. Við minnumst einstakrar stúlku í blóma lífsins. Stúlku með litríkan persónuleika og frábæran húmor. Hún elskaði að hlusta á sögur og kunni svo vel að segja þær. Við minnumst stúlku sem var traust, ósérhlífin og þroskuð. Við minnumst yndislegra stunda þar sem hún lék sér við börnin okkar og spjallaði við okkur hin um heima og geima. Hún ræddi við okkur um framtíðina, draumana, förina til Danmerkur og hvernig hún ætlaði sér að útskrifast um jólin. Við minn- umst okkar síðustu funda þar sem hún kvaddi eftir kvöldstund með krökkunum og vildi alls ekki gista. Við minnumst ungrar stúlku sem var tilbúin að takast á við heiminn og sigra. Við minnumst Guðrúnar Hebu sem gaf okkur allt en bað aldr- ei um neitt í staðinn. Hvíl í friði, elskuleg. Elsku Rúrý, Andrés, Ágúst Örn, Sigmundur, Sigurjón, Agnes Sif og aðrir aðstandendur. Megi góður Guð styrkja ykkur. Jórunn, Ágúst, Eyþór og Katrín Sara. Guðrún Heba hafði allt til að bera sem prýðir unga snót. Hún var svo sönn í sjálfri sér, þroskuð og góðum gáfum gædd. Það var ákveðinn stíll yfir henni, sérstakur, frumlegur og skemmtilegur. Hún hafði líka þetta fallega bros og alltaf skein kímni úr augum hennar. Guðrún Heba var elskuð af öllum, hvort heldur það voru börn eða full- orðnir. Gleðin yfir lífinu sem beið hennar var svo fölskvalaus. Guðrún var ákaflega gjafmild og þakklát yf- ir hverju því sem henni var veitt. Hún ætlaði að útskrifast sem stúd- ent nú í desember og var búin að leggja drög að framtíð sinni með því að flytja til Danmerkur um tíma. Mikill harmur hvílir yfir fjölskyld- um og vinum vegna þessa ótíma- bæra fráfalls hennar. Við trúum því að amma Rúna og afi Beysi leiði litlu stelpurnar sínar tvær, nöfnurnar og jafnöldrurnar, á grænum grundum. Blessuð sé minning yndislegrar frænku okkar. Katrín og Einar, Jóna Björg og Bjarni, Ingólfur og Guðrún, Sveinn og Sigríður og fjölskyldur þeirra. „Mamma, mamma, hvenær má Guðrún Heba passa okkur? Má hún það núna? Í kvöld? Kannski á morg- un? Hún er svo skemmtileg, hún leikur alltaf við okkur, við förum í svo marga leiki.“ Þetta heyrðum við börnin okkar segja ansi oft. Við vorum svo heppin að fá bestu barnapíuna til okkar ein- stöku sinnum, yndisleg alltaf. Börn- in voru alltaf númer eitt þegar hún var að passa, þau sátu saman að spjalla, leika og lesa. Hún kom ekki bara til þess að gæta þeirra, heldur til þess að vera með þeim. Einstök manneskja. Elsku Guðrún Heba, takk fyrir samveruna. Þín er sárt saknað. Sendum fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Berglind, Sigurður, Sigmar Snær, Clara og Anton Frans. Elsku Guðrún Heba mín, ég get ekki lýst því hvernig mér líður, ég trúi ekki að svona ung og falleg stúlka í blóma lífsins sé tekin frá okkur. Ég er dofin og orðlaus en ég veit að amma og afi hafa tekið á móti þér með opnum örmum. Ég mun sakna þín mikið, elsku frænka. Mér þykir svo vænt um þig og ég er svo þakklát fyrir allt sem við gerðum saman og allar þær stundir sem við áttum. Ég mun varðveita þessar minningar í hjarta mínu um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo glaðlynd og hress og hafðir gam- an af lífinu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa hitt þig á ættarmótinu í sum- ar, við áttum svo góða frænkustund bara við tvær og mér þykir mjög vænt um þessa stund því að okkur leið svo vel saman. Ég finn fyrir tómleika í hjarta mínu og finn til þegar ég hugsa til þess að ég muni ekki sjá þig aftur, elsku frænka. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og ég veit að þú ert fallegasti engill- inn á himninum. Ég kveð þig, elsku frænka, með tár í augum og söknuð í hjarta. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (G. Ingi.) Hvíldu í friði. Þín frænka, Katrín Ingólfsdóttir. Elsku gullið mitt. Síðustu dagar hafa verið skrýtnir, tilhugsunin um að þú komir ekki oftar í vöfflur og bakkelsi og tilheyrandi spjall er óbærileg, ekkert verður eins þegar vantar þig með allan þinn húmor og kærleik. Ég og börnin mín vorum svo heppin að fá að kynnast þér og fjölskyldu þinni þegar þið Ásthildur kynntust fyrir 16 árum. Þið voruð eins og tvíburar, alltaf saman, deilduð öllu, bæði gleði og sorg. Ef þú sást einhvers staðar kom Ásthildur arkandi strax á eftir þér, ef eitthvað bjátaði á, sem stundum reyndist gerast, fenguð þið styrk og stuðning hvor frá annarri. Það var alltaf gaman þegar þið voruð saman því ýmislegt var brallað og alltaf mikið spjall, við ræddum það oft að þið byrjuðuð á gelgju- skeiðinu um sex ára aldur og voruð enn á því skeiði til síðasta dags. Það var yndislegt að heyra ykkur spjalla saman, þið voruð eins og tvær litlar kellingar, höfðuð skoðanir á öllu og lausnir. Sýn ykkar á lífið var ynd- isleg og þið ætluðuð alltaf að vera saman í einu og öllu. Þú áttir stóra drauma um hvað þú ætlaðir að gera þegar þú myndir útskrifast og varst mjög spennt fyrir framtíðinni. Þú varst svo vel gefin, enda foreldrar þínir duglegir að lesa fyrir þig þegar þú varst yngri, pabbi þinn sá um að fræða þig um hina ýmsu hluti enda var alltaf gaman að ræða við þig og heyra skoðanir þínar, sem voru mjög sterkar og sannfærandi. Mamma þín og Kata móðursystir þín sáu til þess að þú hefðir kímnigáfuna frá móður- fólkinu, enda einstaklega skemmti- legt fólk þar á ferð. Mér er svo minn- isstætt er ég fór með ykkur á tón- leika með Coldplay. Þið löbbuðuð inn á undan því ég var að taka ábyrgð á ykkur öllum krakkaskaranum sem kom með, enda 18 ára aldurstak- mark! Ég var spurð um skilríki en þið ekki! Að þessu gátum við hlegið endalaust og þú gladdist með mér. Hvað þið Ásthildur gátuð hlustað á vísur Vatnsenda-Rósu með mér, hvort sem það var við tiltekt á heim- ilinu eða eitthvað annað, og fenguð ekki leið á því, frekar en að hlusta með mér á Villa Vill. Manstu að- gangsorðið okkar sem er í gildi enn þann dag í dag, að sá sem ætlaði sér að fá að borða heima hjá mér þurfti að taka einn dans við mig á eldhús- gólfinu áður. Þér þótti það alltaf jafn skemmtilegt. Elsku hjartans gullið mitt ég þakka þér fyrir alla gleðina, spjallið og kærleikann sem þú komst með inn í okkar líf, þín verður sárt saknað enda enginn eins og þú. Elsku Rúrý, Andrés, Ágúst, Sig- mundur, Sigurjón og Agnes, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Kveðja, Hildur og fjölskylda. Elsku hjartans Guðrún Heba. Það eru engin orð til sem að lýsa sorg okkar. Framtíðin verður ekki eins án þín. Við höfum huggað okkur við góðar minningar um þig og brosað í gegnum öll tárin. Þú varst algjör perla og hrókur alls fagnaðar, hvar sem þú varst var hlátur og gleði. Þú komst manni alltaf í gott skap sama hvað gekk á. Þú varst sem klettur í okkar vinahóp og alltaf var hægt að leita til þín. Svörin þín voru alltaf þau réttu, sama hvort okkur líkaði betur eða verr. Við höfum verið vinkonur síðan að við munum eftir okkur og með árunum varð vináttan sterkari og hópurinn þéttari. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum aftur í tímann. Okkur er minnisstæðast þegar við vorum heima hjá þér á Brimó og lékum okkur þar öllum stundum. Ósjaldan breyttum við her- berginu þínu í eitt stórt barbie-hús Guðrún Heba Andrésdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ARI GUÐMUNDSSON fyrrv. innheimtustjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 29. október. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en bent er á styrktarsjóð dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Jón Jóhannsson, Ásta Þóra Valdimarsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Páll Guðjónsson, Ingibjörg Flygering, Fanný Guðjónsdóttir, Þorsteinn Höskuldsson, Herjólfur Guðjónsson, Anna Kristín Fenger, barnabörn, barnabarnabörn og Rebekka Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.