Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði M b l1 15 17 99 Lepel, Lejaby, Charnos, Elixir, Panache, Masqurade, DM, Pastunette. A-FF skálar Frábært úrval af undirfatnaði Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is Aðhaldsundirföt Í GRÁMYGLU hversdagsins, kuldanum og myrkrinu sem breiðir úr sér yfir æ stærri hluta af deginum er freistandi að láta sokkabuxurnar, pilsin og kjólana lönd og leið og smeygja sér bara í buxur og peysu á morgnana. Margar hafa pakkað sokkabuxunum niður með sum- arkjólunum og sandölunum en það er ekkert sem segir að mað- ur geti ekki verið í sokkabuxum á veturna, svo lengi sem restin af „átfittinu“ er í takt við veð- urfarið. Góð leið til að fríska upp á heildarútlitið og breyta aðeins til á veturna er að vera í munstruðum, svörtum sokkabuxum, og það hafa stjörnurnar í Hollywood gert. Þá eru svörtu, heillitu og hálf- gegnsæju sokkabux- urnar að koma aftur með stæl. Þær er hægt að fá víða og ganga jafnt í skól- anum eða vinnunni sem og þegar verið er að skemmta sér úti með vinunum. Í Tops- hop og Cobra í Kringl- unni sem og flestum apótekum er gott úr- val af sokkabuxum frá allt að 1.490 kr. Katy Perry, Diane Kruger og Maggie Gyllenhall í þunnum, svörtum sokka- buxum. Taylor Mom- sen úr Gossip Girl sést vart öðruvísi en í skrautlegum sokkabuxum. FLESTIR þrá skjannahvítar tenn- ur en því miður er það svo að með aldrinum (og reykingum, kaffi-, gos- og rauðvínsdrykkju) dökkna þær nokkuð. Það er ekki á allra færi að leita kostnaðarsamra úrræða hjá tannlæknum til að öðlast Holly- wood-brosið en hinsvegar er hægt að lýsa tennurnar með efnum sem fyrirfinnast á flestum heimilum. Matarsódi er nytsamlegur í fleira en bakstur. Flestir tannlæknar eru sammála um að hann er öruggur í notkun og virkar skjótt. Stráið hon- um á blautan tannbursta eða bland- ið í tannkrem til að fá betra bragð. Fæst í öllum matvöruverslunum. Vetnisperoxíð eiga sumir í bað- herbergisskápnum. Það er oxandi lausn sem er notuð til að skola munn við bólgum í tannholdi og munnholi og fæst í öllum apótekum. Burstið tennurnar og skolið þær loks upp úr vetnisperoxíðinu í u.þ.b. 1 mínútu áður en þið spýtið því í vaskinn (alls ekki kyngja því). Einn- ig er hægt að væta bómull upp úr lausninni og dumpa henni á tenn- urnar. Ekki óttast ef þið finnið fyrir smásviða í gómnum, hann hverfur skjótt. Flestir sjá árangur innan tveggja vikna en það getur gerst mun fyrr. Þá virka matarsódinn og vetnisperoxíðið einnig vel saman. Blandið saman í skál tveimur te- skeiðum af matarsóda og tveimur til þremur teskeiðum af vetnisperoxíði, eða þannig að blandan sé álíka þykk og tannkrem. Hægt er að bragð- bæta blönduna með eilitlu tann- kremi. Burstið tennurnar með þess- ari blöndu og leyfið henni að liggja á tönnunum í a.m.k. 2 mínútur. Skolið munninn og burstið tennur með venjulegu tannkremi til að losna við bragðið og vetnisperoxíðið. Ekki er ráðlagt að nota þessa blöndu oftar en einu sinni í viku og alls ekki séu tennurnar viðkvæmar. Ótrúlegt en satt þá eru efni sem hvítta tennur í jarðarberjum. Hægt er að nudda berjunum á tennurnar eða mauka þau og nota sem tann- krem. Þar sem berin eru súr og innihalda ávaxtasykur er mikilvægt að bursta tennurnar með flúor- tannkremi eftir á. Ódýr og auðveld ráð til að hvítta tennurnar Hálfgegnsæjar eða munstraðar Ekki mörg den í þessum buxum .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.