Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Sýn ljósmyndarans Enn blikka rauð ljós yfir íslensku efnahagslífi, í það minnsta ef marka má sýn ljósmyndarans sem hér birtist. Kynnt var lækkun stýrivaxta í Seðlabankanum í gær. RAX New York | Tuttugu árum eftir hrun Berlínarmúrsins og fall kommúnismans stendur heim- urinn frammi fyrir skýru vali milli tveggja skipulagsforma, sem eru ólík í grundvall- aratriðum: alþjóðlegs kapítal- isma og ríkiskapítalisma. Hið fyrra, sem Bandaríkin hafa haft forustu um, er bilað. Hið síðara, sem Kína hefur haft forustu um, er á uppleið. Ef farin verður leiðin með minnstri fyr- irstöðu mun það leiða til þess að hið alþjóðlega fjármálakerfi liðast smám saman í sundur. Finna verður upp nýtt, fjölþætt kerfi byggt á traustari grunni. Erfitt er að ná fram alþjóðlegri samvinnu um umbætur á regluverkinu í smáskömmtum, en það gæti verið hægt að ná þeim fram með um- fangsmiklum sáttmála þar sem öllu fjár- málakerfinu yrði umstaflað. Þörf er á nýrri Bretton Woods-ráðstefnu, líkt og haldin var til að skapa hinn alþjóðlega fjármálaarkitektúr eft- ir seinni heimsstyrjöldina, til að koma á nýjum alþjóðlegum reglum, þar á meðal um meðferð fjármálastofnana, sem eru of stórar til að fara á hausinn, og hlutverk stjórnar á peningaflæði. Einnig þyrfti að endurskipuleggja Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn þannig að hann endurspeglaði betur goggunarröð ríkja og endurskoða starfs- aðferðir hans. Að auki myndi nýtt Bretton Woods- samkomulag þurfa að gera umbætur á gjaldeyr- iskerfinu. Eftirstríðsskipulagið, sem gerði Bandaríkjamenn jafnari en aðra, leiddi til hættulegs ójafnvægis. Dollarinn nýtur ekki lengur traustsins og trúverðugleikans sem hann gerði einu sinni, en enginn annar gjaldmiðill getur komið í hans stað. Bandaríkjamenn ættu ekki að hika við að nota sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í meira mæli. Vegna þess að SDR er reiknað út frá gjaldmiðlum nokkurra ríkja myndi enginn einn gjaldmiðill fá ósanngjarnt forskot. Fjölga þyrfti gjaldmiðlum í SDR og sumir þeirra, þar á meðal hinn kínverski renminbi, kynnu ekki að vera að fullu skiptanlegir. Það myndi hins vegar gera alþjóðasamfélaginu kleift að þrýsta á Kína um að hætta að tengja gengið við dollarann og væri besta leiðin til að draga úr alþjóðlegu ójafnvægi. Og dollarinn gæti áfram haft sérstaka stöðu sem varagjald- athyglinni annað – og það gæti orðið heiminum háskalegt. Obama er með rétta sýn. Hann trúir á al- þjóðlegt samstarf fremur en heimspeki Bush- Cheney-tímans um mátt hins sterka. Að G-20 skuli vera orðinn helsti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og fallist hafi verið á samráð jafningja í Pittsburgh eru skref í rétt átt. Hins vegar vantar almenna viðurkenningu á því að kerfið sé bilað og að það þurfi að hugsa upp á nýtt. Þegar öllu er á botninn hvolft hrundi fjármálakerfið ekki í heild sinni og Obama- stjórnin tók meðvitaða ákvörðun um að endur- lífga banka með földum niðurgreiðslum frekar en að endurfjármagna þá á skyldubundnum grunni. Þær stofnanir sem lifðu af munu ná sterkari markaðsstöðu en nokkru sinni áður og munu verjast kerfislægri yfirhalningu. Obama er upptekinn af mörgum knýjandi vandamálum og ólíklegt er að það að endurhugsa fjár- málakerfi heimsins fái fulla athygli hans. Kín- verjar þurfa jafnvel að vera framsýnni í forustu sinni en Obama. Kína er að taka við af hinum bandaríska neytanda í hlutverki vélarinnar, sem knýr alþjóðlegt efnahagslíf. Þar sem kínverska vélin er minni mun efnahagur heimsins vaxa hægar, en áhrif Kínverja munu aukast mjög hratt. Eins sakir standa er kínverskur almenningur tilbúinn til að setja frelsi einstaklingsins skör lægra en pólitískan stöðugleika og efnahags- legar framfarir. En ekki er víst að það haldist um ókomna tíð og restin af heiminum mun aldr- ei láta frelsi sitt víkja fyrir velferð kínverska ríkisins. Þegar Kína verður að heimsleiðtoga mun það verða að breytast í opnara samfélag eigi umheimurinn að fallast á að landið gegni því hlutverki. Eins og hernaðarmætti er háttað eiga Kínverjar ekki annars kost en að þróast með friðsömum og samvinnuþýðum hætti. Satt að segja veltur framtíð heimsins á því. miðill, að því gefnu að honum verði stýrt af varkárni. Einn helsti kostur SDR er að þau leyfa alþjóðlega sköpun peninga og það gæti verið sérlega gagnlegt við aðstæður eins og nú ríkja. Hægt væri að beina fénu þangað sem þess er þörf í stað þess sem nú er að ger- ast. Fyrirkomulag, sem gerir ríkum löndum, sem ekki þurfa á auknum varasjóðum að halda, kleift að flytja fé til þeirra, sem þurfa á því að halda, er þegar fyrir hendi í gull- sjóðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Endurskipulagning á skipan heimsmála þarf að ná út fyrir fjármálakerfið og taka til Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega aðildar að öryggisráðinu. Bandaríkin þurfa að hefja það ferli, en Kína og önnur þróunarríki þurfa að taka þátt sem jafningjar. Þau eru með semingi þátttakendur í stofnunum Bretton Woods. Þar ráða lögum og lofum ríki, sem ráða ekki lengur lögum og lofum. Hin vaxandi veldi þurfa að vera viðstödd þegar hið nýja kerfi verð- ur búið til þannig að tryggt verði að þau verði virk í stuðningi við það. Í núverandi mynd getur kerfið ekki lifað af og Bandaríkjamenn hafa meiru að tapa taki þeir ekki forustu í að endurskipuleggja það. Banda- ríkin eru enn í stöðu til að leiða heiminn, en án framsýnnar forustu er líklegt að staða þeirra haldi áfram að veikjast. Þau geta ekki lengur komið vilja sínum fram við aðra líkt og stjórn George W. Bush reyndi að gera, en þau gætu leitt sameiginlegt átak þróaðra ríkja og þróun- arríkja og þannig endurreist forustuhlutverk Bandaríkjanna með hætti, sem aðrir geta unað. Hinn kosturinn er skelfilegur vegna þess að hnignandi stórveldi, sem er að missa bæði póli- tíska og efnahagslega yfirburði, en heldur hern- aðarlegum yfirburðum er hættuleg blanda. Eitt sinn var reynt að róa okkur með þeirri almennu staðhæfingu að lýðræðisríki sæktust eftir friði. Eftir forsetatíð Bush gildir sú regla ekki lengur, ef hún gerði það nokkurn tímann. Reyndar er lýðræði í Bandaríkjunum í mikl- um vanda. Fjármálakreppan hefur valdið harð- indum hjá þjóð, sem ekki kann við að horfast í augu við harðneskjulegan veruleikann. Obama hefur beitt fyrir sig „margfeldisáhrifum trausts“ og kveðst hafa hamið kreppuna. En ef um er að ræða kreppu með „tvöfaldri dýfu“ verða Banda- ríkjamenn ginnkeyptir fyrir hvers kyns hræðsluáróðri og lýðskrumi. Ef Obama mis- tekst mun næsta stjórn standa frammi fyrir mikilli freistingu um að gera eitthvað til að beina Eftir George Soros »Einnig þyrfti að endur- skipuleggja Alþjóðagjald- eyrissjóðinn þannig að hann endurspeglaði betur gogg- unarröð ríkja og endurskoða starfsaðferðir hans. George Soros Höfundur er formaður Soros Fund Management and Open Society Institute. Nýjasta bók hans heitir The Crash of 2008. ©Project Syndicate, 2009. www.project-syndicate.org Nýr heimsarkitektúr EINS og við var að búast ráku margir upp stór augu þegar upp komst að for- eldrar slógu lán út á ófjárráða börnin sín til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Auðvitað voru foreldrarnir sjálfir stórir stofnfjár- eigendur í sparisjóðnum og ætluðu að græða – græða meira. Hver stofnfjáreig- andi mátti hins vegar aðeins kaupa ákveð- ið mörg stofnfjárbréf, en í kringum útboð- ið stóð valdabarátta stofnfjáreigenda sem hæst. Lán Glitnis til barnanna voru því hluti af valdabaráttu foreldra þeirra sem skuldsettu börnin sín um milljónir til þess að komast yfir stærri hlut í sparisjóðnum og notuðu þeir kennitölur barnanna sinna til þess. Skandall – ekki rétt? Hugsum málið í víðara samhengi. For- eldrar eru ábyrgðarmenn barna sinna og viðurkenndir sem slíkir gagnvart íslensk- um lögum. Framkvæmdavaldið er sömu- leiðis ábyrgt gagnvart þjóðinni samkvæmt íslenskum lögum. Merkingin sem felst í orðinu barnalán hefur fengið nýja merk- ingu, forðum daga var talað um barnalán – í þeirri merkingu að börn lifðu af fæðingu og ungdómsár og komust á fullorðinsár. Icesave-reikningarnir eru barnalán. Ekki „barnalán“ eins tungumál okkar býður – heldur lán sem börnin okkar þurfa að burðast með í lífinu og borga af. Einungis vextirnir eru 100 milljónir á dag – í fleiri tugi ára. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra gera nú allt hvað þau geta til þess að veðsetja komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin er því enn ósvífnari en for- eldrarnir sem veðsettu börnin sín að því leyti að hún tekur veð í ófæddum börnum og kennitölum sem ekki eru enn orðnar til. Vigdís Hauksdóttir Veðsettu börnin – blessað barnalán Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.