Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 HRINGURINN heldur árlegan jólabasar sinn á Grand hóteli við Sigtún sunnudag- inn 8. nóvember og hefst hann kl. 13. Að venju verður til sölu mikið af handunnum vörum, glæsilegar kökur og jólakort fé- lagsins. Sýnishorn af basarvörum eru í sýningarglugga Herragarðs- ins í Kringlunni og Smáralind. Jólabasar Hringsins á sunnudag HÁTÆKNI- og sprotaþing fer fram í húsakynnum CCP, Grandagarði 8, í dag, föstudag. Þingið stendur frá kl. 12.45-17.15. Yfirskrift þingsins er „Framlag hátækni- og sprotafyrirtækja til endurreisnar“. Þar verða saman komnir frumkvöðlar allra helstu hátækni- og sprotafyrirtækja landsins, fulltrúar háskóla og ann- arra stofnana úr nærumhverfi þess- ara fyrirtækja, þingmenn og ráð- herrar. Tilgangurinn er að miðla reynslu og finna snjallar leiðir til að bæta vaxtarskilyrði svo að framlag þeirra til endurreisnarinnar geti orðir sem mest og skjótast. Þing hátækni- og sprotafyrirtækja Þjóðminjasafn Íslands býður fólki að koma með forngripi og gamla muni í skoðun og grein- ingu í forsalnum á 3. hæð safnsins nk. sunnudag milli kl. 14 og 16. Gripir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til þess að teljast gamlir og má í því samhengi benda á að margar nýjungar síðustu áratuga eru nú orðnar „gamlar“ eða „forn- legar“. Á þriðjudag nk. kl. 12.05 verður svo fyrirlestur í safninu þar sem Nathalie Jacquement fornvörður fjallar um meðferð og varðveislu gamalla gripa í heimahúsum. Ókeypis greining á forngripum Fornmunir Kaffi- stell frá 1809. STUTT Eftir Andra Karl andri@mbl.is FLEIRI fyrirtæki en Alcoa hafa sýnt orkurannsóknum í Þingeyjarsýslum áhuga. Stefnt er að því að næsta haust verði allri nauðsynlegri for- vinnu lokið þannig að unnt verði að ganga til samninga við stóran orku- kaupanda eða -kaupendur um upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Fyrir- tækin fara öll í sömu röðina og hafa sama rétt. Þetta kom fram í máli Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráð- herra við utandagskrárumræðu um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík á Alþingi í gær. Málshefjandi var Höskuldur Þór- hallsson, þingmaður Framsóknar- flokks. Hann sagði ástæðu utandag- skrárumræðunnar þá að umræðan hefði verið ómálefnaleg og einkennst af upphrópunum og vanþekkingu. Hann sagði íbúa á svæðinu hafa reynt allt til að sporna við fólksfækkun og byggja upp atvinnu og lauk ræðu sinni með því að segja Samfylkinguna hafa frestað verkefni Alcoa um eitt ár vegna úrskurðar þáverandi umhverf- isráðherra, með tilheyrandi kostnaði. Fjármagnið til Sádi-Arabíu Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði stjórnarflokkana ekki hafa gert ann- að en valda óvissu í atvinnumálum. Hann sagði Alcoa hafa tekið frá fjár- magn til álvers við Bakka. Þegar um- hverfisráðherra þáverandi hefði tek- ið ákvörðun um að sameiginlegt umhverfismat þyrfti að fara fram hefði fjármagnið verið fært til fram- kvæmda í Sádi-Arabíu þar sem fyr- irtækið hyggst reisa álver. Höskuldur bætti raunar um betur og sagði umræddan úrskurð þáver- andi umhverfisráðherra hafa verið ólöglegan. Þetta kunni Þórunn Svein- bjarnardóttir illa við og undir lok um- ræðunnar bað hún um að fá að bera af sér sakir. Þórunn frábað sér að þingmenn kæmu í ræðustól og beinlínis lygju. Hún efaðist um að Höskuldur væri löglærður og sagði að tekið hefði ver- ið á því fyrir dómstólum ef úrskurð- urinn hefði verið ólöglegur. Höskuldur benti þá á úrskurð um- boðsmanns Alþingis um úrskurð ráð- herrans fyrrverandi máli sínu til stuðnings. Hann sagði jafnframt að heimamenn hefðu ákveðið að fara ekki í mál, því þeir teldu að það myndi vinna málinu meiri skaða. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði of mikla einsleitni í störfum úti á landi og því þyrfti að snúa við. Byggja þyrfti upp atvinnulíf og það mætti gera með álveri. Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sagðist hins vegar hafa farið sex sinnum að Bakka í sumar og jafn- oft á Húsavík. Þar væri að finna mik- inn kraft og engin „ömurlegheit“. Hann sagðist því fremur vilja sjá þar kálver en álver. Orð hans vöktu ekki mikla hrifningu hjá öðrum þing- mönnum stjórnarandstöðunnar. Öll fyrirtæki fara í sömu röð eftir orku Utandagskrárumræða um álversuppbyggingu á Bakka Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Við ýmislegt má dunda sér á þingi, Sudoku-gátur eða lestur. JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra viðurkenndi á Alþingi í gær að hafa áhyggjur af því bili sem myndast á milli forgangskröfu inn- lánstryggingasjóðs og Icesave- skuldabréfanna næstu sjö ár. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, segir skuldabréfin hafa hækk- að um 80 milljarða kr. á hálfu ári. Pétur sagði að komið hefði fram hjá skilanefnd Landsbankans að for- gangskrafa innlánstryggingasjóðs og annarra, Breta og Hollendinga, hefði verið fryst í krónum talið í apríl sl. Vextir og gengishækkanir yrðu eft- irstæðar kröfur, þ.e. aldrei greiddar. Þar sem eignir gamla Landsbank- ans væru að mestu í erlendum mynt- um og gengi þeirra hefði hækkað um rúm 8% frá því í apríl gætu eignir hans staðið undir 90% af Icesave- kröfunum sem eru fastar í krónutölu. Hins vegar væri þessi forgangs- krafa megineign innlánstrygginga- sjóðs til þess að mæta þeim skulda- bréfum sem ríkisstjórnin hefði samþykkt að veita ríkisábyrgð á. Jóhanna sagðist hafa af þessu áhyggjur og myndast gæti mikið bil. Hún hefur látið meta málið og mun upplýsa þingheim um niðurstöðuna þegar þar að kemur. Pétur sagði að eðlilegt hefði verið að láta meta slíkt áður en skrifað var undir ríkisábyrgð. Morgunblaðið/Eggert Áhyggjur af bilinu Niðurstöðu mats beðið „RÉTT er að ég skrifaði bréf og hef ekki fengið svar við. Það heldur ekki fyrir mér vöku,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, for- sætisráðherra, við fyrispurn Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokks. Sig- mundur vildi fá að vita hvort svör hefðu borist við samhljóða bréfum sendum Gordon Brown, forsætisráð- hera Bretlands, og Jan Peter Bel- kenende, forsætisráðherra Hollands í lok ágúst, eftir að Alþingi sam- þykkti ríkisábyrgð vegna Icesave með fyrirvörum. Í niðurlagi þess segist Jóhanna tilbúin að koma til fundar við kollega sína eins fljótt og auðið er verði það talið gagnlegt. Jóhanna sagði það taka tíma að fá svör í svona milliríkjadeilu og þó svo bréfunum hafi ekki verið svarað hafi verið samskipti milli forsætisráð- herranna á þessum tíma. Sigmundi Davíð sagði sér hins vegar þykja það með ólíkindum að Jóhanna væri ekki virt viðlits í þess- ari milliríkjadeilu. Og engu að síður hefði hún varið málstað þjóðanna. Þessu mótmælti Jóhanna harðlega og sagðist í engu hafa haldið uppi málstað Hollendinga og Breta. and- ri@mbl.is Bíður enn svara við bréfunum Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna missir ekki svefn yfir svaraleysi „MÚRBROT horfinnar hug- myndafræði – 20 ár frá falli Berl- ínarmúrsins“ – nefnist erindi Ágústs Þórs Árnasonar, kennara við Háskólann á Akureyri, á hádeg- isfundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og alþjóðamál (SVS) og Varð- bergs í Norræna húsinu mánudaginn 9. nóvember. Fund- urinn hefst kl. 12 og lýkur um kl. 13. Stefán Einar Stefánsson, formaður Varðbergs, verður fundarstjóri og í upphafi fundar flytur Björn Bjarna- son, formaður SVS, ávarp. 20 ár frá falli Berlínarmúrsins FJÖLBREYTTAR íslenskar vís- indarannsóknir verða til umfjöll- unar á ráðstefnu Líffræðifélags Ís- lands dagana 6. og 7. nóvember nk. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmæli Líffræðistofnunar háskólans. Þar verður m.a. fjallað um breytingar í útbreiðslu fiski- stofna við landið, fækkun sjófugla, ný íslensk skordýr og samskipti stóðhesta svo fátt eitt sé nefnd. Ráðstefnan er öllum opin og nán- ari upplýsingar er að finna á www.biologia.hi.is. Fuglalíf Lundar í Papey. Fækkun sjófugla og tvíkynja meri The Capacity to Avoid Incapacity AR G H 11 /2 00 9 Virkjum fjölbreyttari mannauð Félags- og tryggingamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd Norræn ráðstefna Hilton Reykjavik Nord ica hótel 9. og 10. nóvember 2 009. Öllu fólki er mikilvægt að vera virkir þátttake ndur í verðmætasköpu n í samfélaginu. Á ráðst efnunni „Virkjum fjölb reyttari mannauð“ fjal lar fagfólk á sviði endurhæ fingar frá öllum Norðu rlöndunum um leiðir t il að virkja fólk á ný sem staðið hefur utan vinn umarkaðarins vegna sjúkdóma, slysa eða la ngtímaatvinnuleysis. Rætt verður um aðstæ ður á íslenskum vinnu markaði í ljósi krepp- unnar, kynnt ný skýrsl a um þróun atvinnuást ands á síðustu árum h já ríkjum OECD og fjallað um nýsköpun á sviði s tarfsendurhæfingar. Sjónum verður sérstak lega beint að ungu fól ki. Ráðstefnugestir geta t ekið þátt í málstofum um starfsendurhæfing u, atvinnumál ungs fólks , langtímaatvinnuleysi og nýja aðferðafræði t il að efla virkni atvinnula usra. Ráðstefnan stendur kl . 17.30–19.30 mánud aginn 9. nóvember og kl. 9.00–16.30 þriðjud aginn 10. nóvember. Ráðstefnan fer fram á ensku. Hún er öllum o pin eins lengi og húsrú m leyfir og aðgangur er ó keypis. Skráning á: http://you rhost.is/arbejde-til-all e-2009 Dagskrá er birt á: http ://www.felagsmalarad uneyti.is/radstefnur/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.