Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 48
tónlistarlíf á Akranesi og víðar og skorar því á nærsveitamenn að skella sér. Dagskráin er vegleg í ár, meðal þeirra sem koma fram eru Andrea Gylfadóttir, Þorsteinn Magnússon, Björgvin Gíslason, Sigríður Thorlacius, Halldór Bragason, Kristjana Stefánsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Eðvarð Lárusson og Sigurður Sigurðsson. „Ég er mjög stoltur af dag- skránni og ánægður með hversu margir tengdir Skaganum koma fram,“ segir Viðar sem spilar sjálfur með bandi sínu Ferlegheit. Hátíðin hefst í kvöld í Gamla Kaupfélaginu kl. 21 með tónleikum Devil’s Train, Park Project, Ferlegheitum og Kristjönu Stef- ánsdóttur. ingveldur@mbl.is VEGLEG blús- og djasshátíð verður haldin á Akranesi um helgina á vegum Blús- og djassfélags Akraness sem er ársgamall félagsskapur. „Þetta er í raun þriðja árið sem við höldum hátíðina, hún var fyrst hluti af menningarhátíðinni Vökudögum á Akranesi. Árið eftir stofnuðum við okkar eigið félag og höfðum blús og djasshá- tíð inni í Vökudögunum en núna stöndum við fyrir utan þá og höldum hátíðina sjálfir,“ segir Viðar Engilbertsson formaður Blús- og djassfélags Akraness. Athygli vekur að Viðar er aðeins rétt rúmlega tvítugur og með hon- um í stjórn félagsins er jafnaldri hans Ingi Björn Ró- bertsson. Einn öldungur fær þó að fylgja með að sögn Viðars, er það Birgir Baldursson. „Starfsemi félagsins hefur gengið ágætlega í þetta eina ár, við höfum haldið nokkra tónleika og það hefur verið stemning fyrir þessu hér,“ segir Viðar og bætir við að meginmarkmið félagsins sé að efla Þriggja daga blús- og djasshátíð á Akranesi 48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009  Hjartaframleiðandinn Andrea Róbertsdóttir er iðin við kolann og hefur nú bætt við hin vinsælu Jór- unnarhjörtu sín. Nú fylgja fræ með hverju hjarta sem geta orðið eitt eða fleiri tré sem hægt er að hlúa að og heimsækja. Þau geta orðið að hjartareit sem hægt er að hlúa að eins og ástvinum. Falleg hugsun það þegar jólin nálgast. Frjósöm fræ fylgja hjörtunum frá Andreu Fólk  Nú geta menn farið að senda inn umsóknir um þátttöku í 700IS Hreindýralandi, alþjóðlegri til- raunakvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi. Skipuleggjendur opn- uðu fyrir umsóknir í fyrradag og er umsóknarfrestur 4. desember. Í til- kynningu vegna hátíðarinnar er lögð áhersal á að aðeins sé tekið við myndum rafrænt, þ.e. að þær verði sendar inn með umsóknum á net- inu, til að halda niðri umfangi póst- sendinga. Vefsíða hátíðarinnar er á slóðinni 700.is. Hjóð og vídeó er þema hátíðarinnar en hún hefst 20. mars 2010 í Sláturhúsinu, Egils- stöðum og stendur í viku. Vilja aðeins fá rafræn- ar umsóknir á 700.is  Stórdansleikir tveir verða haldn- ir á Kringlukránni um helgina en fram koma Svanhildur Jak- obsdóttir, Ólafur Gaukur, André Bachmann, Geir Ólafsson, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans. Stjörnustóð mikið á Kringlukránni Getur þú lýst þér í fimm orðum? Heitur, svalur, kaldur, bullandi og ferskur. Hvað er leiklist? Að hlusta á umhverfi sitt og bregðast við því með því að gefa allt sem maður á. Hversu flottur er Davíð á skalanum 1-10? (spyr síðasti aðalsmaður, Melkorka Huldu- dóttir) Hann fær mínus 10 fyrir að vera rangur maður í röngu starfi á röngum tíma. Hvaða persónu myndirðu vilja hitta? Jógann Ramana Maharshi ef hann væri enn á lífi. Hvernig myndir þú vilja deyja? Ég myndi vilja deyja sáttur. Ertu jólabarn? Já. Allt sem viðkemur fjölskyldunni en ekki sölumennsku. Mexíkóskt eða indverskt? Indverskt. Hefurðu verið í hljómsveit? Mon oncle eftir Jacques Tati. Hvað færðu ekki staðist? Að sviga niður utanbrautar í púðursnjó- brekku. Uppáhaldsprúðuleikari? Dýri. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég er sannfærður um það. Ég ætla að reyna að komast að honum sem fyrst. Ef þú ættir að taka þér grípandi listamanns- nafn, eins og t.d. Lady Gaga, hvert væri það? Toto roll-on head. Hvernig gengur í ræktinni? Bara massavel. Ertu berdreyminn? Það hefur komið fyrir. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ætlar þú að sjá myndina Desember eftir Hilmar Oddsson? lengur verið skjótfenginn gróði fárra útvalinna og stuttbuxnastrákar í bankaleik sem leyfa fólki að veðsetja börnin sín. Það er engin framtíð í því. Hversu mikill snillingur er útlitsgúrúinn Karl Bernd- sen á skalanum 1-10? Þar sem ég bý er- lendis og er ekki með sjónvarp þá hef ég ekki fengið færi á að mynda mér neina skoðun á því. Hvaða sjónvarpsþátt frá ní- unda áratugnum á að end- ursýna? Twin Peaks. Uppáhaldskvikmynd? Já, ég hef verið í hljómsveitinni Erindi með landsliði tónlistarmanna í mynd- inni Desember. Þar hafði ég frasann „fake it until you make it“ að leiðarljósi. Ef þú værir trélitur, hvernig værirðu á litinn? Ljósblár. Ferðu oft út á land? Já ég fer mikið út á land og það líka í útlöndum. Er allt að fara til fjand- ans? Ég er bjartsýnismaður og vil trúa því að við getum lært af því sem gerst hefur og breytt vörn í sókn. En þá verðum við líka að breyta um ímynd- ir og gildi. Hún getur ekki HEITUR, SVALUR, KALDUR OG FERSKUR AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER LEIKARINN TÓMAS LEMARQUIS SEM FER MEÐ HLUTVERK JONNA Í ÍSLENSKU KVIKMYNDINNI DESEMBER SEM ER FRUMSÝND Í DAG. TÓMAS ER BJARTSÝNISMAÐUR SEM VILL FREKAR INDVERSKAN EN MEXÍKANSKAN. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ er öðruvísi stemning í svart- hvítum myndum. Þær eru grófari og fanga betur hauststemninguna og eymdina en skærir og bjartir litir,“ segir Birta Rán Björgvinsdóttir sem opnar ljósmyndasýninguna Svart og hvítt eru víst litir! í Hinu húsinu í dag kl. 15, sýningin er hluti af Ung- list. Eins og nafnið gefur til kynna sýnir Birta svarthvítar myndir sem hún tók aðallega í haust af mannlíf- inu í miðbænum. „Ég fékk æði fyrir því að taka svarthvítar myndir og hef tekið mikið af þeim nýlega auk þess sem ég hef verið að skoða svarthvítar filmumyndir. Það heillar mig aðallega að mynda fólk, ég er mest í mannlífinu enda frekar slæm í landslaginu. Ég hef líka verið að taka tískumyndir, bæði í stúdíói og úti undir berum himni,“ segir Birta sem er að læra grunninn að ljósmyndun í Tækniskólanum. Litla stelpan með myndavélina Birta segir ljósmyndaáhugann hafa kviknað þegar hún var barn. „Pabbi keypti litla myndavél fyrir alla fjölskylduna þegar ég var krakki sem ég eiginlega tók yfir. Ég ólst upp í Borganesi og var þekkt sem litla stelpan með myndavélina. Ef það var eitthvað að gerast var ég alltaf með myndavélina og myndaði allt sem mér þótti merkilegt.“ Birta á erfitt með að svara hvert hún stefni í framtíðinni en segir drauminn að fara til útlanda í ljós- myndanám. „Stefnan er að halda áfram með það sem ég er að gera,“ segir hún. Sýning Birtu í Hinu húsinu er önnur einkasýning hennar en í fyrrasumar var hún með sýninguna Sjálfsmynd unglings í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í Unglist en ljós- myndir hennar munu hanga uppi í anddyri og opnu rými Hins hússins. Sýningin stendur til 23. nóvember. Svart og hvítt eru víst litir!  Unglist, Listahátíð ungs fólks hefst í dag og stendur til 14. nóvember  Hald- in síðan 1992  Birta Rán Björgvinsdóttir með ljósmyndasýningu í Hinu húsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndarinn Birta Rán Björgvinsdóttir opnar ljósmyndasýninguna Svart og hvítt eru víst litir! í Hinu Húsinu, í tengslum við Unglist, í dag. Unglist – listahátíð ungs fólks hefur verið árviss viðburður á haustdögum síðan 1992. Hátíð- in hefur staðið yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttak- enda og njótenda. Unglist hefur alla tíð verið starfrækt í tengslum við Hitt húsið. Dag- skráin samanstendur af tónlist, hönnun, tísku, ljósmyndun, myndlist og leiklist svo að eitt- hvað sé nefnt. Hátíðin hefur endurspeglað það helsta sem hefur verið í gangi í listsköpun hjá ungu fólki. Í ár hefst unglist á myndlist- armaraþoni sem endranær og verða gögnin fyrir það afhent í dag. Hljómsveitir eins og Ljós- vaki, bróðir Svartúlfs, Bárujárn, Sykur og Me, the Slumbering Napoleon koma fram á tón- leikum. Fataiðndeild Tækniskól- ans heldur tískusýningu, dans spilar stóra rullu, klassísk tón- list kemur við sögu, Leiktu bet- ur, spunakeppni framhaldsskól- anna verður haldin í Íslensku óperunni og margt, margt fleira verður á dagskrá. Unglist síðan 1992 Dömur Andrea og Sigríður koma m.a. fram. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á : www.blues.is. Dagskrá unglistar má sjá á www.unglist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.