Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Fjármálaráðherrann er í skatta-hækkunarham. Honum duga ekki þau skref sem þegar hafa verið stigin. Og eru þeir baggar þó bólgn- ir. Og hann fullyrðir að þetta verði hann að gera vegna „hrunsins“. Og það hljómar sennilega. Sérstaklega vegna þess að lítið hefur gerst að öðru leyti. En löngu fyrir „hrun“, svo sem eins og fyrir áratug og allar götur síðan hefur Steingrímur heimtað skatta- hækkanir.     Engu skipti þóttþá flæddi út úr ríkissjóði vegna mikils tekjustreymis. Steingrímur vildi þá hækka tekju- skatt. Hann vildi koma á há- tekjuskatti á ný. Hann vildi hækka erfðafjárskatt. Hann vildi koma á eignaskatti á ný og svo mætti lengi telja.     Hann fordæmdi lækkun skatta áfyrirtæki og barðist gegn þeim. Hann vildi auka jaðarskatta með því að þeir sem hefðu lagt fyrir á langri ævi og hefðu nú dulitlar fjármagns- tekjur upp úr krafsinu fengju á móti bætur sínar skertar. Ekkert af þessu hafði neitt með „hrun“ að gera.     Lífsskoðun Steingríms var aðskattar skyldu vera háir. Og því miður hefur hann ekki kastað þess- ari einu lífsskoðun fyrir róða, eins og öllum hinum. Hún var þó sú sem hann hefði mátt svíkja fyrst. Á und- an ESB, Icesave, AGS og öllum hin- um. En hún blífur. Og „hruninu“ er kennt um.     Og það dapurlegasta er að meðskattahækkanastaðfestunni mun hann stórauka á vanda ís- lenskrar þjóðar og ganga þveröfuga braut miðað við alla aðra sem eru einnig að koma sér úr miklum vanda. Hann er nefnilega að lengja það skeið sem hann nýtur svo að skammast yfir. Steingrímur J. Sigfússon Skálkaskjól skattahækkana Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Algarve 21 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 10 skýjað Madríd 9 léttskýjað Akureyri 6 alskýjað Dublin 9 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 5 alskýjað Glasgow 9 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 rigning London 12 skýjað Róm 17 léttskýjað Nuuk -3 léttskýjað París 10 skúrir Aþena 17 skýjað Þórshöfn 8 súld Amsterdam 9 léttskýjað Winnipeg -2 skýjað Ósló 0 skýjað Hamborg 8 skúrir Montreal 4 alskýjað Kaupmannahöfn 7 skúrir Berlín 10 skýjað New York 9 alskýjað Stokkhólmur 4 skúrir Vín 5 þoka Chicago 6 heiðskírt Helsinki 1 slydda Moskva -2 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 6. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.02 0,5 8.15 4,1 14.37 0,6 20.42 3,6 9:28 16:55 ÍSAFJÖRÐUR 4.13 0,2 10.16 2,2 16.53 0,3 22.45 1,8 9:48 16:45 SIGLUFJÖRÐUR 0.39 1,2 6.20 0,3 12.35 1,4 19.01 0,1 9:32 16:28 DJÚPIVOGUR 5.29 2,2 11.51 0,4 17.42 1,9 23.56 0,4 9:02 16:21 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Norðaustan 5-10 m/s og víða rigning eða slydda N- og A- lands, en bjartviðri suðvest- antil. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag Hæg austanátt og skýjað með köflum en úrkomulítið. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rign- ingu sunnan- og vestanlands um kvöldið og hlýnar, einkum um landið norðanvert. Á mánudag Nokkuð hvöss sunnanátt með rigningu en síðan skúrum og rofar til norðanlands. Hiti 5 til 10 stig. Á þriðjudag Líklega suðvestanátt með skúr- um, en þurrt að mestu norð- austanlands. Áfram milt. Á miðvikudag Útlit fyrir suðlæga átt og milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-15 m/s með rigningu um landið sunnanvert. Austan og norðaustan 10-18 og rigning einkum sunnan- og suðaust- antil, hvassast um landið norð- austanvert síðdegis. Hiti 3 til 8 stig. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Dregið hefur úr frumdýrasýkingum og náttúru- legum dauðsföllum hjá hörpudisk- stofninum í Breiðafirði, samkvæmt árlegri stofnmælingu Haf- rannsóknastofnunar. Stofnunin hefur fylgst með ástandi stofnsins frá því að hann hrundi og veiðar voru bannaðar 2003. Meginniðurstaða stofnmæl- inganna sem gerðar voru um miðj- an október er að heildarvísitala hörpudisks mælist áfram í lág- marki eins og undanfarin ár eða um 14% af meðaltali áranna 1993-2000. Leiðangursstjórinn, Hrafnkell Eiríksson, segir ýmsa þætti rann- sóknarinnar jákvæða, t.d. minni sýkingu í stofninum. „Mörg veiði- svæði eru mjög slæm en ástandið á sundunum fram af Stykkishólmi er langskást. Þar er stofninn eins og maður vill sjá hann, eðlilegur og heilbrigður biti og engin sýking.“ Nýliðun skeljarinnar er þó léleg sem og árgangarnir 2005-2008, þó að 2008 sé þeirra skástur. Það er því enn nokkur bið í að veiðar megi hefjast á ný. „Við vonum að botnin- um sé náð og að nýliðun aukist svo að stofninn komi til með að vaxa og braggast fljótt á næstu árum.“ Dregur úr sýkingu í hörpudiskstofninum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hörpuskel Vonast er til að botn- inum sé náð og nýliðun aukist. Í HNOTSKURN »Skelveiðar hófust fráStykkishólmi um 1970. »Þrjár skelvinnslur vorustarfræktar í Hólminum. Um 150 bæjarbúar höfðu vinnu af veiðunum. »Skelveiðar voru bannaðarhaustið 2003, eftir að hörpudiskstofninn hrundi. LÁTINN er í Reykja- vík Stefán Aðalsteins- son, búfjárfræðingur og rithöfundur. Hann var þekktur fyrir rannsóknir sínar á búfé, sérstaklega þó á litaerfðum í sauðfé og hestum, en einnig fyr- ir ritstörf um marg- vísleg efni, þjóðleg og fræðileg, í blöðum og tímaritum. Stefán var fyrsti framkvæmdastjóri Norræna genabank- ans fyrir búfé 1991- 1996, áður deildarstjóri búfjár- deildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins 1970-1991 en einnig tölfræðiráðgjafi Krabbameins- félags Íslands og kennari, m.a. við verkfræði- og raunvísindadeild og læknadeild Háskóla Íslands. Stefán fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 30. desember 1928 og ólst þar upp í hópi tíu systkina. Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum á Akureyri 1950 fór hann í framhaldsnám, varð búfræðikandí- dat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1955 og stundaði frekara nám við háskólana í Leeds, Edinborg og Cambridge. Hann lauk doktorsprófi frá töl- fræðideild Edinborgarháskóla 1969 með ritgerð um erfðir sauð- fjárlita en þær erfðarannsóknir eru þekktar víða um heim. Stefán skrifaði fræðibækur fyrir börn og fullorðna og tvær barnabækur. Enn- fremur liggur eftir hann fjöldi ritgerða um fræðileg efni og greinar um þjóð- félagsleg efni, í inn- lendum og erlendum tímaritum og dagblöð- um. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu ár- ið 2003 fyrir framlag sitt til erfða- fræði og búvísinda og fékk við- urkenningar úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 2004 auk þess að vera Paul Harris-fé- lagi í Rótaryhreyfingunni. Fyrir ritstörf fékk hann viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar og ýmsar aðrar viðurkenningar fyrir ritstörf, m.a. fengu Blómin okkar og Landnámsmennirnir okkar íslensku barnabókaverð- launin sem bestu fræðibækur fyrir börn og unglinga 1992 og 1999. Stefán kvæntist 1954 fyrri konu sinni, Ellen Sætre verslunarmanni, og eiga þau fimm uppkomna syni, tíu barnabörn og eitt barnabarna- barn. Þau skildu. Eftirlifandi kona Stefáns er Erla Jónsdóttir, fv. bæjarbókavörður. Andlát Stefán Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.