Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 14

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is NÆR allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins vörðu meira en 300 þúsund krónum í prófkjörsbaráttu sína fyrir síðustu alþingiskosningar. Um þriðj- ungur þingmanna Samfylkingar varði svo miklum fjármunum í sína baráttu. Þetta má lesa út úr upplýs- ingum sem Ríkisendurskoðun birti um fjármál frambjóðenda í síðustu alþingiskosningum. Ríkisendurskoðun er nú að taka saman upplýsingar um kostnað frambjóðenda af framboði sínu. Frestur til að skila upplýsingum er liðinn en enn eiga 37 af 318 fram- bjóðendum eftir að skila. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasam- taka og frambjóðenda gátu fram- bjóðendur sem lögðu minna en 300 þúsund í prófkjörsbaráttu sína skil- að inn yfirlýsingu þar um. Þeir sem lögðu meiri fjármuni í baráttuna þurftu að skila uppgjöri. Það gerðu 43 frambjóðendur, 31 sjálfstæðis- maður, 10 samfylkingarmenn og 2 framsóknarmenn. Allir núverandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins vörðu meira en 300 þúsund krónum til prófkjörsbaráttu sinnar, nema Kristján Þór Júlíusson. Árni Johnsen hefur reyndar enn ekki skilað neinum upplýsingum um kostnað við sína baráttu og er hann eini þingmaðurinn sem nú situr á Al- þingi sem engu hefur skilað. Tveir fyrrverandi þingmenn hafa ekki skil- að neinum upplýsingum, Kjartan Ólafsson og Guðjón Arnar Kristjáns- son. Einn borgarfulltrúi hefur ekki skilað inn upplýsingum, en það er Jórunn Frímannsdóttir. Enn vantar upplýsingar frá 11 sjálfstæðismönn- um, 5 frambjóðendum Frjálslynda flokksins, 2 frambjóðendum Sam- fylkingarinnar og 19 frambjóðend- um VG. Allir frambjóðendur Framsóknarflokksins hafa skilað inn upplýsingum til Ríkisendurskoðun- ar. Ríkisendurskoðun vinnur núna að því að fara yfir uppgjör þeirra fram- bjóðenda sem höfðu meiri kostnað af kosningabaráttu en 300 þúsund krónur. Stofnunin mun síðar í þess- um mánuði birta útdrátt úr þessum uppgjörum eins og lög gera ráð fyrir. Ekki verður kannað hvort upplýs- ingarnar sem er skilað eru réttar heldur einungis dregnar saman upp- lýsingar úr uppgjörunum og þær birtar opinberlega. Flestir undir 300 þúsundum  Nær allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vörðu meiru en 300 þúsundum í prófkjörs- baráttu fyrir síðustu kosningar  Meirihluti frambjóðenda er þó undir því marki Morgunblaðið/Eggert Alþingi Frambjóðendum er skylt samkvæmt lögum, sem þingið hefur sett, að skila inn upplýsingum um kostnað sem þeir hafa af prófkjörum. Í HNOTSKURN »Hver sem af ásetningi eðastórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga um fjár- mál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal sæta fé- sektum, en alvarleg brot geta varðað fangelsi allt að sex ár- um. »Lögin tóku gildi 2007 engert er ráð fyrir að skipuð verði nefnd á næsta ári til að endurskoða þau. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is „ÞAÐ sem skiptir máli er hvernig að skýrslutökunni er staðið, en ekki hvar hún fer fram,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, spurður um gagnrýni sem fram kom hjá Braga Guð- brandssyni, forstjóra Barnavernd- arstofu, í frétt í blaðinu í gær. Bragi segir í viðtalinu að það sé sitt mat að útilokað hefði verið að ná fram þeim upplýsingum frá barninu sem komu fram í gegnum tjáningu þess án þess að fyrir hendi hefði verið kunnátta og leikni þeirra sérfræðinga sem starfa í Barnahúsi og hins vegar aðstæður og umhverfi sem þar er. Þessi nið- urstaða hefði aldrei náðst í dóm- húsi þó svo að þar sé séraðstaða. Beðið um kunnáttumann Helgi I. Jónsson segir það reglu í Héraðsdómi Reykjavíkur að þegar um svo ungt barn er að ræða eins og í ofangreindu máli sé haft sam- band við Barnahús og beðið um að kunnáttumaður komi í héraðsdóm til að taka skýrslu af því. „Skal full- yrt að þær upplýsingar, sem náðust fram með umræddri yfirheyrslu í Barnahúsi, hefðu fengist við yfir- heyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þannig er því harðlega mótmælt að börn, sem búa í Reykjavík, sitji ekki við sama borð og önnur.“ Helgi segir að í dómsniðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í þessu tiltekna máli sé stuðst við ýmislegt annað en það sem fram kom við yf- irheyrsluna í Barnahúsi. „Þannig er þar rakið að föður- amma stúlkunnar hafi greint frá því fyrir dómi að eftir að ákærði og A voru flutt til […] í febrúar 2008 hafi fyrst farið að bera á kynferð- islegri hegðun hjá barninu og síðan er þessari hegðun lýst. Þá kemur fram í framburði sama vitnis að í september 2008 hafi það gerst að stúlkan hafi viðhaft samfarahreyf- ingar er hún hafi staðið við borð- stofuborð í heimahúsi. Jafnframt lýstu fósturforeldrar barnsins því fyrir dómi hvernig þau urðu vitni að svipaðri hegðun og þá lýsti for- stöðumaður Barnahúss, sem tekið hefur stúlkuna í meðferð, hegðun hennar á sama hátt. Héraðsdómur dregur síðan þá ályktun af hegðun barnsins við skýrslutökuna, vætti föðurömmu þess og fósturforeldra, sem og framburði forstöðumanns Barna- húss, að útilokað sé að stúlkan hafi tileinkað sér þessa hegðun af því einu að hafa orðið vitni að kynlífs- athöfnum fullorðins fólks eins og ákærði haldi fram. Þá sé sú ályktun í samræmi við álit tveggja sálfræð- inga sem unnu að sálfræðimati að ýmislegt bendi til þess að hún hafi verið misnotuð. Það sé t.d. algengt hjá börnum, sem hafi verið misnot- uð, að þau séu hrædd við skrímsli, sofi illa og fái martraðir. Hafi stúlk- an sýnt endurtekin og ofsafengin hræðsluviðbrögð við ákveðnar að- stæður sem tengjast myrkri. Fleira er tiltekið í dóminum, m.a. að fram- burður ákærða hafi verið reikull og óstöðugur. Þegar allt framangreint sé virt í heild þyki það hafið yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi haft önnur kynferðismök við stúlkuna en samræði. Það var því heildarmat dómstólsins á öllum þessum sönn- unargögnum sem réði niðurstöðu hans, en ekki eingöngu það sem fram kom í yfirheyrslunni í Barna- húsi,“ segir Helgi. Beðið um að kunn- áttumaður komi í Héraðsdóminn Morgunblaðið/Þorkell Á AÐALFUNDI Landssambands smábátaeigenda var kosin nefnd sem ætlað er að ræða við aðila í sjáv- arútvegi um stofnun ráðgefandi nefndar sjómanna. Hlutverk hennar yrði að gefa árlega, samhliða Haf- rannsóknastofnuninni, rökstudda ráðgjöf um heildarafla sem byggð væri á reynsluheimi sjómanna. Í greinargerð með samþykktinni er vakin athygli á að reynsluheimur sjómanna sé ómetanlegur. Með afla- ráðgjafarnefnd sjómanna yrði til vettvangur um úttekt á reynslu- banka sjómanna hvað viðkemur veiðum, ástandi einstakra fiski- stofna og veiðisvæða, skilyrðum í sjónum og almennt um lífríkið í haf- inu. Grunnur aflaráðgjafarnefndar væri þekking og reynsla þeirra sem starfað hafa á miðunum í áratugi. Áhersla verður lögð á nauðsyn þess að nýta fiskistofnana með eins mikilli skynsemi og mögulegt er. Þar verði hvorki um vannýtingu né ofnýtingu að ræða. Stofnuð verði ráðgefandi nefnd sjómanna • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.isÍSL E N S K A S IA .I S O R K 47 83 9 10 /0 9 Safnahelgi á Suðurlandi Hellisheiðarvirkjun er opin frá kl. 9:00–18:00 alla daga vikunnar. Í tilefni Safnahelgar á Suðurlandi 6.–8. nóvember verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í virkjuninni. Föstudagskvöldið 6. nóvember Kl. 20:00 Kolviðarhólsdagar, sýning á ljósmyndum og gömlum munum frá Kolviðarhóli. Samgöngur og sagnir um Kolviðarhól. Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistari FSu, heldur fyrirlestur um Kolviðarhól og samgöngur yfir Hellisheiði á fyrri tímum. Kynning á Móra frá brugghúsinu Ölvisholti. Laugardagur 7. nóvember Ljósmyndir og gamlir munir frá Kolviðarhóli til sýnis. Leiðsögn um virkjunina. Sunnudagur 8. nóvember Ljósmyndir og gamlir munir frá Kolviðarhóli til sýnis. Leiðsögn um virkjunina. Kl. 14:00 Gengið með leiðsögumanni frá virkjun og inn í Dauðadal. Þaðan gengið á Hádegishnjúk að skíða- stökkpalli við Búastein. Sagt frá Hellisheiðarvirkjun og Kolviðarhóli. Gangan er nokkuð erfið, gengið um brattar hlíðar, og tekur um eina og hálfa klukkustund. Kl. 16:00 Gangan frá því kl. 14:00 endurtekin. Ókeypis aðgangur. Bendum einnig á aðra skemmtilega viðburði í tengslum við Safnahelgina á Suðurlandi 6.–8. nóvember. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni: www.sofnasudurlandi.is Dagskrá í Hellisheiðarvirkjun um Safnahelgina:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.