Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 06.11.2009, Síða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Guðrún Lofts-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. októ- ber 2009. Foreldrar hennar voru Loftur Jónsson, útvegsbóndi frá Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum, f. 13. 7. 1891, d. 2. 5. 1981, og kona hans Ágústína Þórð- ardóttir, frá Rauða- felli, A-Eyjafjöllum, f. 4. 8. 1883, d. 18. 7. 1966. Guðrún var einkabarn. Guðrún giftist 5. 6. 1948 Herði Sigurgeirssyni ljósmyndara, f. á Akureyri 6. 5. 1914, d. 2. 6. 1978. Börn Guðrúnar og Harðar eru: 1) Loftur, f. 13. 5. 1950. 2) Friðrik, f. 14. 6. 1953, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur. Börn þeirra: a) Hörð- ur Sigurgeir, f. 1978, hann á þrjú börn, b) Vilborg, f. 1982, og c) Sveinn, f. 1989. 3) Ágústa, f. 25. 11 1954, gift Jóni Snorra Ásgeirssyni. Sonur þeirra er Ásgeir, f. 1984. Sonur Ágústu og Jør- gen Due Nielsen er Kjartan, f. 1975. Hann á tvær dætur. Áður en Guðrún og Hörður giftust eign- aðist Hörður soninn Geir, f. 30. 6 1936, d. 3. 5 2006, með Anítu Friðriksdóttur, f. 1915, d. 1984. Geir var ættleiddur af Amalíu Guðrúnu Valdimarsdóttur og Garðari Sigurjóns- syni og bjó á Ak- ureyri. Guðrún og Hörður hófu búskap á Akureyri en bjuggu lengst af í Hlaðbæ í Vestmannaeyjum en flúðu Heimaeyjargosið 1973. Frá 1973 til 1984 rak Guðrún vefn- aðarvöruverslunina Verslun Guð- rúnar Loftsdóttur, Arnarbakka 2. Vann eftir það í Vogue, þar sem hún starfaði til sjötugs. Útför Guðrúnar verður gerð frá Breiðholtskirkju í dag, 6. nóv- ember og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma. Með mikinn söknuð í hjarta neyðumst við til að kveðja þig. Það er ekki auðvelt því þú ert okkur svo kær. Þú varst alltaf svo góð við okkur og tókst okkur opnum örmum. Ég man ófá skiptin sem ég svaf á dýnu við rúmið þitt. Ég held að ég hafi aldrei sofið jafn vel og þar. Fyrir svefninn lastu oft upp úr Biblíunni þinni og fórst með bæn- irnar þínar, þuldir alla upp sem voru þér kærir og ekki var listinn stuttur. Þannig hélst þú vernd- arhendi þinni yfir okkur öllum. Á morgnana fékk maður svo að skríða upp í til þín og þá var spjallað um heima og geima. Ekki vantaði kræsingarnar sem þú gast töfrað fram úr erminni á auga- bragði. Ég man að einn morgun, daginn eftir 17. júní, sátum við saman við eldhúsborðið og þú mundir eftir kökuafgangi frá deginum áður. Að sjálfsögðu gafstu mér alla sneiðina sem eftir var, jafnvel þó að þú ætt- ir sjálf afmæli. Þú varst að vísu sjálf búin að gleyma því en þegar ég mundi allt í einu eftir hvaða dagur var varðstu alveg himinlif- andi. Það passaði svo vel að ég skyldi vera að borða köku akkúrat á afmælisdaginn þinn. Alltaf urðu borðin full af mat eða góðgæti þegar maður kom í heimsókn. Pönnukökur og ís, kök- ur og kex, gott brauð. Listinn gat orðið langur. En elsku amma mín, eins og ég hef sagt við þig áður, þá var þetta ekki bara matarást, við elskum þig, fyrir það hver þú varst. Alltaf svo fín og flott. Alltaf svo góð við okkur og gjafmild. Nokkur sumur fékk ég að vera eftir hjá þér þegar mamma og pabbi fóru heim til Vestmanna- eyja. Þá var ýmislegt brallað. Við fórum til dæmis niður að Tjörn að gefa öndunum brauð. Þú fórst með mig í strætó niður í bæ, í fínum kjól, kápu og á háu hælunum þín- um. Ekki mikið mál. Eins þegar við fórum í göngutúra um Elliða- árdalinn, þú í þínu fínasta pússi með mig og Ásgeir, gemlingana tvo, hlaupandi út um allt og upp um allt. Þú passaðir alltaf upp á að maður hefði nóg að gera og aldrei leiddist manni hjá þér. Svenna bróðir fannst svo gaman að spila sem barn og ekki lést þú þitt eftir liggja og spilaðir hvert spilið á fætur öðru, honum til mikillar gleði og ánægju. Þannig vildir þú hafa það. Alltaf var hægt að leita athvarfs hjá þér, amma mín. Hörður bróðir gat alltaf treyst á þig ef hann vantaði samastað meðan hann vann í bænum og bjó fyrir austan fjall. Þú hugsaðir um okkur, þú unnir okkur og þú hjálpaðir okkur. Alltaf svo hlý og góð. Það er erfitt að kveðja þig en ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur. Þrátt fyrir að bænir þínar heyrist ekki lengur mun verndin sem þú bjóst okkur ekki þverra. Ég veit að þú sérð fyrir því. Elsku amma mín, þú varst eng- illinn okkar hér á jörðu en nú ertu orðin engillinn okkar á himnum og vakir yfir okkur öllum. Vilborg Friðriksdóttir. Kær frænka mín, Guðrún Lofts- dóttir frá Vilborgarstöðum í Vest- mannaeyjum, er í dag kvödd af ástvinum og fjölmennu vinaliði. Hún kom til mín að Skógum þann 9. júlí í sumar færandi hendi, gaf Skógakirkju þann gripinn sem hún lét sér mest annt um, stórt og fagurt Kristslíkneski, keypt í antikverslun í London henni til handa fyrir 70 árum. Gjöfin var af- hent í trausti til góðrar umhyggju og í minningu þess að hér í Skóg- um hafði ætt Guðrúnar búið um hundruð ára. Líkneskið flytur í kirkjunni einfalda en sterka pré- dikun dag hvern: Komið til mín. Guðrún ólst upp á trúuðu menn- ingarheimili hjá foreldrum sínum, Lofti Jónssyni og Ágústínu Þórð- ardóttur. Þar voru öll góð gildi í hávegum höfð. Föðursystur mína, Ágústínu, hitti ég aðeins einu sinni, aldraða konu með bestu eðl- iskosti Varmahlíðarættar undir Eyjafjöllum. Þangað hygg ég að Guðrún frænka mín hafi sótt söng- gleði sína og fagra söngrödd. Lofti kynntist ég vel á efstu árum hans. Ekki gat geðþekkari né skemmti- legri mann í daglegri umgengni. Um áratugi var Guðrún leiðandi kraftur í sópran Landakirkju. Ung giftist hún Herði Sigurgeirssyni ljósmyndara frá Akureyri, miklum öndvegismenni. Einstakur þokki fegurðar og fágaðrar framgöngu fylgdi frænku minni alla tíð. Ára- fjöldinn virtist hafa fram hjá henni farið án þess að setja mark sitt á ytri eða innri mann. Hún var sanntrúuð kona og rækti vel allar skyldur við guð og menn. Að ræða við hana á léttum nótum um líð- andi stund eða gamla daga var eitt af því sem gaf lífinu gildi. Mjög munum við sakna ferða hennar og Lofts hingað að Skógum. Með söknuði okkar og hlýrri þökk er hún kvödd og samúðar- kveðjur og góðar óskir sendar frá okkur í Skógum til Ágústu, Frið- riks og Lofts og annarra ástvina. Þórður Tómasson, Skógum. Guðrún, tengdamóðir mín, er fallin frá á nítugasta aldursári. Oft talaði hún um hve þakklát hún væri fyrir þá góðu heilsu sem hún hefði notið um ævina. En fyrir tæpu ári fór að halla undan fæti. Heyrnin var að vísu lengi búin að vera léleg en það var ekki háttur Guðrúnar að kvarta eða vorkenna sér. Meðfædd bjartsýni og gott skap, ásamt einlægri guðstrú, var henni augljóslega gott veganesti á lífsleiðinni. Hefði einhver beðið mig að lýsa Guðrúnu í einni stuttri setningu gæti sú setning verið svona: Hún var yndisleg manneskja. Þetta held ég að allir sem þekktu hana geti tekið undir. Ég held meira að segja að fólk sem sá hana á förn- um vegi hafi komist að sömu nið- urstöðu, því svipurinn var góðleg- ur, hreinn og bjartur. Það var líka einkennandi fyrir Guðrúnu að vilja öllum gott gera. Hún vildi fremur gefa en þiggja. Óhætt er að segja að hún hafi verið sérstaklega grandvör í öllu sínu líferni, enda talaði hún oft um hve mikilvægt væri að koma ávallt heiðarlega fram. Guðrún var glæsileg kona, kvik í hreyfingum og bar aldurinn vel. Það var henni alla tíð mikilvægt að vera vel til höfð, og stutt er síðan hún kom til okkar uppábúin og á háum hælum. Við gerðum stund- um svolítið grín að því hve pjöttuð hún væri en það tók hún alls ekki nærri sér, enda þótti henni engin skömm að því. Guðrún fæddist í Vestmannaeyj- um og bjó þar til 1973. Hörður, tengdafaðir minn, hafði þá lengi átt við heilsuleysi að stríða. Hann var ljósmyndari en varð að hætta rekstri ljósmyndastofu sinnar. Guðrún varð því aðalfyrirvinna fjölskyldunnar. Hún afgreiddi í Verslun Önnu Gunnlaugsson og stuttu fyrir gos keypti hún lager verslunarinnar og yfirtók rekstur- inn. Þegar heilsan leyfði kenndi Hörður á píanó og vann með Guð- rúnu í búðinni. Guðrún og Hörður flúðu undan gosinu eins og aðrir Eyjabúar ásamt Lofti, föður Guð- rúnar. Horfurnar voru óvissar eftir flutningana og ekki ljóst hvernig þau hjónin færu að því að koma undir sig fótunum á ný. Vörulager- inn hafði að vísu bjargast en það var hægara sagt en gert að finna hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þó fór svo að leiguhúsnæði bauðst í Arnarbakka í Breiðholti og opnaði Guðrún þar vefnaðar- vöruverslun í eigin nafni sem hún rak í mörg ár við mikinn orðstír. Guðrún var sérlega dugleg og út- sjónarsöm og alltaf var nóg að gera því hún hafði lag á að kaupa inn réttu vörurnar. Ekki þarf að efa að afgreiðslan hafi gengið fyrir sig af mikilli kunnáttu, lipurð og elskusemi. Ágústa, dóttir Guðrún- ar og konan mín, vann um tíma í búðinni, og þótt nú sé langt um lið- ið hittir hún enn konur sem minn- ast þess hve ánægðar þær voru með búðina og hve slæmt þeim þótti þegar henni var sagt upp húsnæðinu og hún varð að loka. Búðin var rétt steinsnar frá Blöndubakkanum, þar sem Guðrún bjó með Lofti, mági mínum, eftir að Hörður og Loftur, faðir Guð- rúnar, féllu frá. Því miður kom ég of seint inn í fjölskylduna til að kynnast þeim. Nú er hún Guðrún farin, en eftir standa minningarnar sem eru svo fallegar og okkur kærar. Jón Snorri Ásgeirsson. Guðrún Loftsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGA S. GESTSDÓTTIR, áður til heimilis í Kvisthaga 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 9. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Ingu er bent á hjúkrunar- heimilið Sóltún. Gerða S. Jónsdóttir, Ólafur Gíslason, Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Karl Eldar Evang, Þóra Þorgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRMUNDUR ÞÓRMUNDSSON, Fossvegi 10, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 4. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Unnur Jónsdóttir, Vilborg Þórmundsdóttir, Benedikt Benediktsson, Margrét Þórmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Þórunn Þórmundsdóttir, Gísli Steindórsson, Jóhann Þórmundsson, Sigríður Möller, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, INGIMUNDUR SIGFÚSSON, Skólabraut 4, Akranesi, andaðist mánudaginn 2. nóvember. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Krabbameinsfélagsins Framfarar, kt. 620207-2330, bankareikningur 0101-15-380028. Hjördís Árnadóttir, Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, Emilía Rán Óttarsdóttir. Ottó Bergvin Hreinsson ✝ Ottó BergvinHreinsson fædd- ist í Reykjavík, 27. október 1974. Hann lést í Kópavogi 4. maí síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Grafarvogskirkju 11. maí. Meira: mbl.is/minningar Bergþór Kjart- an Auðunsson ✝ Bergþór KjartanAuðunsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1923. Hann lést á lungnadeild Landspít- alans 13. október 2009 og var útför hans gerð frá Guðríð- arkirkju 22. október. Meira: mbl.is/minningar Ingigerður Bjarnadóttir ✝ IngigerðurBjarnadóttir fæddist á Hlemmi- skeiði á Skeiðum 6. nóv. 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16. októ- ber 2009 og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Hjalti Gestsson ✝ Hjalti Gestssonfæddist á Hæli í Gnúpverjhreppi í Árnessýslu 10. júní 1916. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 6. október 2009 og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 17. október. Meira: mbl.is/minningar Sturlaugur Ólafsson ✝ Sturlaugur Ólafs-son fæddist í Keflavík 9. september 1948. Hann lést á heimili sínu 22. októ- ber sl. og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 29. októ- ber. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.