Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009                          ✝ Jón Bogasonfæddist í Flatey á Breiðafirði 9. apríl 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 20. októ- ber sl. Foreldrar hans voru Bogi Guðmunds- son kaupmaður í Flat- ey, f. 21.1. 1877, d. 20.5. 1965, og Sig- urborg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 7.9. 1881, d. 24.9. 1952. Bogi var sonur Guðmundar Arasonar á Klúku í Bjarnarfirði, og Guðrúnar Jóns- dóttur. Sigurborg var dóttir Ólafs frá Brandsstöðum Ólafssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur sjó- manns í Flatey. Systkini Jóns eru Guðmundur, f. 2.1. 1903, d. 15.2. 1975, Ólafía, dó ung, Ólafía Guð- rún, f. 13.1. 1906, d. 13.4. 1930, Jón- ína Sigríður, f. 26.11. 1907, d. 4.10. 2000, Ingvi, f. 26.8. 1909, d. 2.7. 1954, Lára, f. 10.12. 1910, d. 13.11. 1997, Sturla, f. 5.2. 1913, d. 17.2. 1994, Þórður, f. 16.5. 1915, d. 2.10. 1990, Kristín, f. 29.12. 1916, d. 9.1. 1943, og Sigurberg, f. 18.12. 1918. Jón kvæntist 19.9. 1953 Guðrúnu Berglindi Sigurjónsdóttur ljós- móður, f. 19.6. 1932, d. 29.11. 2001. Lárusar Hermannssonar eru: a) Líf Steinunn, f. 1984, í sambúð með Magnúsi Reynissyni, f. 1981, b) Jak- ob Elvar, f. 1987, og c) Viktor Freyr, f. 1988. 5) Berglind hjúkr- unarfræðingur, f. 18.10. 1967, sam- býlismaður Ari Einarsson hljóm- listarmaður, f. 25.1. 1965. Börn þeirra eru Ísar Kári, f. 1994, Ástrós Birta, f. 1996, og Arnar Snær, f. 2003. Jón ólst upp í Flatey og gekk þar í barnaskóla. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1946-1947. Jón fór ungur til sjós og stundaði bæði sjómennsku og verkamannavinnu viðs vegar um land. Hann settist að í Kópavogi ár- ið 1953 og bjó þar alla tíð. Jón hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun 1972 en vann jafnframt sjálfstætt að söfnun skelja og annarra sjáv- arlífvera. Heil ættkvísl skeldýra hefur verið nefnd í höfuðið á hon- um og er latneska heitið á henni Bogasonia.Jón hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir rannsóknir sínar á vistfræði sjávar. 1. janúar 1998 var Jón sæmdur Riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar vegna rann- sókna sinna á botndýrum við Ísland Árið 1998 afhenti hann Nátt- úrufræðistofnun Íslands til eignar safn hryggleysingja af Íslands- miðum. Útför Jóns verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 6. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15. Hún var dóttir Sig- urjóns Gestssonar bónda og leigubíl- stjóra og Herdísar Jónsdóttur bónda og húsmóður. Börn Jóns og Guðrúnar Berg- lindar eru: 1) Herdís Jónsdóttir kennari, f. 28.2. 1954, gift Hall- dóri Snorra Gunn- arssyni verk- efnastjóra, f. 21.11. 1953. Börn þeirra eru: a) Berglind Björk, f. 1977, gift Hannesi Þór Baldurssyni, f. 1974, þau eiga Baldur Rökkva, f. 2005 og Halldór Hvannar, f. 2007, b) Svan- hildur Sif, f. 1985, c) Lovísa Lára, f. 1987, og d) Gunnar Már, f. 1988. 2) Sigurborg Inga kennari, f. 10.1. 1956, gift Einari Hafsteinssyni húsasmið, f. 17.10. 1957. Börn þeirra eru Auður Inga, f. 1986, Jón Ingi, f. 1987, og Hjörtur, f. 1995. 3) Bogi blikksmiður og veitingamað- ur, f. 25.5. 1960, kvæntur Narumon Sawangjaitham veitingamanni, f. 14.6. 1960. Þau eiga Charin, f. 1979, Nimit, f. 1981, og Jón, f. 1994. 4) Sigurbjörg búfræðingur, f. 1.6. 1963, hún er í sambúð með Jóni Líndal, f. 6.3. 1964. Börn hennar og Afi Jón er allur. Það hlaut að koma að því og í raun ótrúleg heppni eða guðleg forsjón að það hafi verið síðar en fyrr. Hann var ansi veikburða þegar hann fæddist, var vart hugað líf og því skírður skemmri skírn. Hann braggaðist þó sem betur fer og undi sér vel í fjörunni í Flatey þar til hann hélt á sjóinn. Þar lenti hann oftar en einu sinni í sjávarháska og af því eru til magnaðar sögur sem gaman var að hlusta á frá fyrstu hendi í eldhús- inu á Sæbólsbrautinni yfir jólaköku og goslausu diet-kóki með Rás 1 í bakgrunni. Áður en hann flutti þangað bjuggu afi og amma í húsinu sem hann byggði á Auðbrekkunni (þá Nýbýlaveg 12a) og foreldrar mínir tóku síðar við. Þegar ég var lítil man ég að afi dvaldi langtímum saman í grúskherberginu sínu í kjallaranum umkringdur tilrauna- glösum með skringilegustu lífver- um í formalíni eins og brjálaður vísindamaður í bíómynd og var það mikill ævintýraheimur að heim- sækja hann þangað. Þegar ilminn af nýbökuðum kleinum fór að leggja niður stigann fórum við og fengum okkur mjólkursopa með ömmu Dúnu og afi sagði mér sög- una um Búkollu. Ég var oft í pöss- un hjá afa og ömmu í miklum nota- legheitum og það er ómetanlegt að eiga enn greiðan aðgang og gott at- hvarf í þessu fjölskylduóðali í Kópavogi og einnig á æskustöðvum afa í Flatey. Þegar ég komst á fullorðinsaldur fór ég að heyra aðrar sögur frá afa en gömlu ævintýrin. Sannar sögur um lífsbaráttuna í Flatey, sjó- mennskuna, fyrstu byggð í Kópa- vogi o.fl. Hann sýndi mér svo alltaf nýjustu teikningarnar sínar af ör- smáum sjávardýrum sem hann hafði fundið, teiknað upp, málað með vatnslitum og skyggt með tré- litum. Úr þessu urðu gullfallegar teikningar af hinum skringilegustu skepnum, ekki aðeins merkilegar frá náttúrufræðilegu sjónarhorni heldur einnig fagurfræðilegu. Það var mér heiður að koma að tveimur sýningum á verkum Jóns, annars vegar á málverkum hans sem var haldin í Samkomuhúsinu í Flatey sumarið 2008 og svo yfirstandandi sýningu á botndýrateikningum á Café Álftanesi í friðvanginum að Hliði. Ég sá Jón í síðasta sinn á opnun seinni sýningarinnar fyrir nokkrum vikum umkringdan fjölskyldu og vinum. Hann leit afskaplega vel út þrátt fyrir mikil veikindi fyrr á árinu. Hann var þó orðinn las- burða, hættur að geta teiknað, minnið orðið götótt og hann gat ekki lengur búið einn. Það var ein- faldlega kominn tími til að kveðja. Hann kvaddi með stæl og eyddi síðustu árunum og kröftunum í ferðalög á ævintýraslóðir með syni sínum. Maðurinn sem aldrei tók bílpróf fór til Kúbu, Taílands og Suður-Ameríku þar sem hann heimsótti m.a. paradís náttúru- fræðinga: Galapagoseyjar. Þegar hann svo dvaldi í Flatey í síðasta sinn í fyrra stakk hann okkur af, reri einn um á árabátnum sínum og tók sýni úr sjónum. Við fylgdust með honum út um gluggann og vorum viss um að þetta yrði hans síðasta en svo var ekki. Hann fór á hefðbundnari hátt á hjúkrunar- heimili og hvarf vonandi í faðm systkina, foreldra og frábærrar eiginkonu. Góða ferð, afi minn, við sjáumst seinna. Berglind Björk Halldórsdóttir. Fallinn er frá einn mesti nátt- úrufræðingur landsins og þó að víðar væri leitað. Það var hann Jón Bogason. Ég kynntist honum fyrst árið 1953 þegar Guðrún Berglind, eldri systir mín, var að kynnast kærastanum sínum, honum Jóni Bogasyni, en þau höfðu kynnst skömmu áður á balli í Breiðfirð- ingabúð. Þeim þótti báðum svo fjarska gaman að dansa. Hann var frá Flatey á Breiðafirði, var fyrst sjómaður en síðar rannsóknarmað- ur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann bjó í Flatey fram um tvítugt en þá fluttist hann til Reykjavíkur og síð- ar í Kópavog er hann giftist. Þegar þau Guðrún Berglind, sem er raunar fyrsta Berglindin hér á landi, bjuggum við hjá foreldrum okkar Herdísi Jónsdóttur og Sig- urjóni Gestssyni, á Nýbýlavegi 12 ásamt systkinum okkar. Þetta var stór lóð á erfðafestulandi sem for- eldrar mínir áttu. Þar var rekið gamaldags bú með kúm og kindum og vorum við, unga fólkið liðtæk við bústörfin þó að okkur þætti þau fremur leiðinleg. Þó að Jón stund- aði sjómennsku lagði hann þessu búskaparstandi eldri kynslóðarinn- ar lið af alkunnri ljúfmennsku. Er ekki að orðlengja það að Jón varð hvers manns hugljúfi, kurteis, tillitssamur og hjálpfús, sannkallað eftirlæti okkar allra. Það var svo gaman að fá að taka þátt í gleði unga fólksins sem var að stofna fjölskyldu og koma sér fyrir í nokkuð hörðum heimi eins og hér var fyrir meira en hálfri öld. Gleðin var því ríkjandi enda þau hjónin dugnaðarforkar sem komu sér upp tvíbýlishúsi við Nýbýlaveginn ásamt Sigurbjörgu móðursystur. Jón teiknaði húsið sjálfur enda margt til lista lagt. Það var því ekki lítil tilhlökkunin hjá okkur eft- ir fyrsta barnabarninu, henni Her- dísi sem hlaut nafn ömmu sinnar. Nú býr Herdís í gamla húsinu, en foreldrum hennar þótti afar vænt um það þegar þau seldu það og fluttust að Sæbólsbraut 32. Þar bjó Jón einn eftir lát konu sinnar 2007. Svo leið tíminn. Guðrún var ljós- móðir af lífi og sál. Þá var Jón betri en enginn, hann sá um börnin þegar hún var á kvöld- eða næt- urvöktum, og gerði annað sem til þurfti. Að því leyti var hann langt á undan tímanum eins og í svo mörgu. Börnin hafa erft eðliskosti foreldranna, mikið mannvit, hjálp- semi og góðvild. Þau eru öll vel menntuð og hafa komið sér vel fyr- ir. Árið 1991 var Guðrúnu skyndi- lega kippt til hliðar vegna ættlægs hjartasjúkdóms. Þetta var gífurlegt áfall en betur fór en á horfðist. Guðrún komst til nokkurrar heilsu með dyggri aðstoð eiginmanns og barna. Saman tókust þau á við erf- iðleikana og komu standandi niður. Við þessar breyttu aðstæður sýndi Jón best hvað í honum bjó. Hann lét konu sína ævinlega hafa for- gang. Jón var gæfumaður. Alls staðar kom hann fram til góðs og hann naut þess að fá tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum í ríkum mæli, rannsóknum í sjávarlíffræði sem hann er heimskunnur fyrir. Ég vil að lokum þakka Jóni fyrir samfylgdina í meira en hálfa öld. Fjölskylda mín sendir börnum hans og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Helga Sigurjónsdóttir. Merkismaðurinn, sjávardýra- safnarinn Jón Bogason er látinn. Ég kynntist Jóni fyrir um þrjátíu árum þegar ég var að hefja fram- haldsnám í sjávarlíffræði. Jón hafði þá þegar safnað sjávardýrum um langa hríð, allt frá bernskuárunum í Flatey. Hann hafði fengið pata af því að ég gæti greint ýmis krabba- dýr til tegundar og bauð mér því heim í Kópavoginn. Þangað var stórkostlegt að koma. Þar úði og grúði af alls konar sýnum og hillur í vinnuherbergi Jóns voru fullar af glösum og dollum, öllum stútfullum af lindýrum, burstaormum, skráp- dýrum og fleiru. Jón vann þá í hlutastarfi hjá Hafrannsóknastofn- uninni sem rannsóknamaður og fékk að fara í rannsóknarleiðangra þar sem fiskitroll var notað. Jón hirti smádýr úr trollinu, sem ann- ars hefði verið hent út aftur, auk þess sem hann grandskoðaði botn- setið, sem festist á toghlerana, í leit að smádýrum. Þannig kom Jón sér upp ákaflega fjölbreytilegu safni af íslenskum sjávardýrum og nýtti allar frístundir sínar í þetta áhugamál sitt. Sérhvert eintak var skráð nákvæmlega og Jón hélt til haga upplýsingum um fundarstaði eintakanna. Margir safnarar ein- beita sér að söfnun lindýra, en Jón safnaði alls kyns sjávardýrum. Jón átti í margvíslegum sam- skiptum við marga útlendinga í tengslum við söfnun sína, bæði áhugamenn um skeljasöfnun og fræðimenn á þessu sviði. Hann sendi erlendum áhugamönnunum íslensk lindýr og fékk í staðinn samlokur og snigla víða frá útlönd- um. Safn þetta varð síðan meg- inuppistaðan í safni Náttúrufræði- stofu Kópavogs. Grúsk Jóns leiddi til þess að hann fann mörg ákaflega forvitni- leg dýr á Íslandsmiðum og þar á meðal ýmsar áður óþekktar dýra- tegundir. Þetta leiddi til margvís- legra samskipta við fræðimenn í dýrafræði. Hann stóð meðal annars í bréfaskriftum við hinn kunna sænska flokkunarfræðing Anders Warén á Náttúrugripasafninu í Stokkhólmi. Anders kom síðar til Íslands til að hitta Jón og skoða safn hans og Anders lýsti síðar meir í fræðiritum nokkrum áður óþekktum lindýrategundum sem Jón hafði fundið. Anders heiðraði Jón með því að nefna áður óþekkta lindýrategund eftir Jóni og enn- fremur kenndi Anders nýja ætt- kvísl við Jón. Jón færði mér einnig nokkrar áður óþekktar krabba- dýrategundir til rannsókna. Nokkr- ar af þeim tegundum, sem Jón fann fyrstur manna, eru ákaflega merki- legar og það er ljóst að söfnun Jóns leiddi til verulegrar aukinnar þekkingar á botndýrum við Ísland. Jón var ákaflega lunkinn við að greina smádýrin til tegundar, hvort sem um var að ræða lindýr, skráp- dýr eða krabbadýr, og var ákaflega næmur á að sjá mun á náskyldum dýrategundum. Hógværðin var hins vegar mikil og hann tranaði sér lítt fram á þessu sviði. Þessi ró- legi, hægláti maður var hvers mans hugljúfi. Hann var ákaflega list- hneigður og málaði sér til gamans. Á síðari árum tók hann til við að teikna mörg af smádýrunum í safni sínu. Teikningarnar voru ákaflega vandvirknislega unnar og allar hin- ar nákvæmustu og sýna hvers hann var megnugur á þessu sviði. Fallinn er frá mætur maður. Börnum hans og öðrum afkomend- um votta ég samúð mína. Jörundur Svavarsson prófessor. Jón Bogason er látinn. Eitt sinn skal hver deyja stendur einhvers staðar en óháð því hve langur fyr- irvari er gefinn er eins og maður sé aldrei tilbúinn að taka þeirri fregn. Fregnin af láti Jóns er sorgarfregn en hún kallar einnig fram í hugann minningar um ánægjulegar sam- vistir sem ég hefði þó sannarlega viljað hafa fleiri. Jón áorkaði mörgu í sínu lífi og fékk margar opinberar viðurkenn- ingar fyrir. Hann var náttúrufræð- ingur af guðs náð og þó að hann hafi ekki gengið lengi í skóla var hann mörgum langskólagengnum fremri á því sviði. Jón ólst upp í Flatey á Breiðafirði við hlunninda- nytjar og veiðar. Ég kynntist hon- um þegar ég byrjaði að vinna á Hafrannsóknastofnuninni en Jón hafði þá unnið þar í allmörg ár. Fljótlega eftir að ég byrjaði á stofnuninni hófum við saman trillu- útgerð og hlunnindabúskap í frí- stundum og fátt man ég skemmti- legra en að stunda rauðmagaveiðar með Jóni, hlúa að æðarvarpi eða háfa lunda. Hann var hafsjór af fróðleik um náttúruna, hvernig best var að bera sig að við veiðar og allt verklag við að sinna hlunn- indunum kunni hann vel. Jón var safnari. Hann safnaði fyrst og fremst sjávardýrum af öll- um stærðum og gerðum. Löngum stundum eyddi hann við smásjá, skoðaði dýr, flokkaði þau og teikn- aði. Jón hafði næmt auga fyrir teg- undum og sá fljótt ef eitthvað óvenjulegt eða nýtt var á ferð. Þeg- ar við hittumst hafði hann oftast frá einhverjum merkilegum teg- undum að segja eða spurði hvort ég hefði í mínum ferðum rekist á sérstæðar tegundir sem höfðu vak- ið athygli hans. Sumar þessar teg- undir reyndust lifa víða þegar bet- ur var að gáð en fáir aðrir höfðu tekið eftir þeim. Margar tegundir í safni Jóns hafði enginn maður áður séð og var safn hans óþrjótandi uppspretta rannsókna fyrir inn- lenda sem erlenda vísindamenn og hefur fjölda nýrra tegunda verið lýst á grundvelli eintaka úr safni Jóns. Fyrir allar samverustundir sem ég hef átt með Jóni er ég þakk- látur. Ég votta börnum Jóns og öðrum aðstandendum innilega samúð. Karl Gunnarsson. Það er orðnir nokkrir áratugir síðan leiðir okkar Jóns Bogasonar lágu fyrst saman. Snemma á sjö- unda áratugnum bauð Jón mér í hús sitt við Nýbýlaveginn til þess að skoða sjávardýrasafnið, sem hann hafði safnað og sett upp í kjallaranum hjá sér. Þetta safn óx á næstu árum. Snemma á áttunda áratugnum festi Kópavogsbær kaup á safninu og myndar það stofninn að hinu ágæta safni Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. Skömmu eftir að ég hóf störf á Hafrann- sóknastofnuninni kom Jón til starfa árið 1971 sem rannsóknamaður við aldursgreiningar á þorskfiskum. Þar starfaði hann uns hann fór á eftirlaun. Fyrstu árin við hliðina á Ingimar Óskarssyni, sem var brautryðjandi í söfnun og grein- ingu lindýra og hafði tekið saman rit um það efni, „Skeldýrafánu Ís- lands“. Áttu félagarnir því þetta sameiginlega áhugamál. Við Jón fórum saman í marga rannsóknaleiðangra á áttunda ára- tugnum á gamla og nýja Hafþór, en oftast þó á Bjarna Sæmunds- syni. Jón var mjög ötull á þessum árum við söfnun botndýra, sem komu upp með trollinu en einnig krufði hann ýsumaga um borð og bætti hann þannig stöðugt við safn- ið. Áhuginn var ódrepandi. Á frí- vöktum um borð sat hann öllum stundum yfir smásjánni, hvernig sem sjólag var og allt var á fleygi- ferð í veltingi, við skráningu og greiningu á þeim tegundum er hann hafði fundið. Þessi vinna hans sem hann kallaði grúsk bætti við fyrri þekkingu á útbreiðslu og teg- undafjölda botndýra á miðunum umhverfis landið. Að eðlisfari var Jón dagfarsprúð- ur og ágætur félagi. Hann var hag- leiksmaður góður. Smíðaði m.a. bát, sem hann reri á frá æsku- stöðvum sínum í Flatey á Breiða- firði bæði til fiskjar og ekki síður til að kanna botndýralífið í kring- um eyjuna með kröku. Þegar Jón var um áttrætt lét hann gamlan draum rætast að heimsækja Ga- lapagos-eyjar. Hafði hann mikla ánægju af þeirri ferð. Við hjónin sendum börnum Jóns og ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sigfús A. Schopka. Jón Bogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.