Ný saga - 01.01.1999, Side 11

Ný saga - 01.01.1999, Side 11
Confessio turpissima leyti þýöing á lalneskum skrii'taspegli frá 13. öld.26 í honum eru taldar upp liöi'uðsyndirnar sjö, superbia (drambsemi), invidia (öfund), ira (reiði), accidia (leti), avaricia (ágirnd), gula (offylli) og luxuria (hór), en „þessar eru upphaf og rót allra synda meður þeiin ýmsum kvistum sem út af þeim renna og gjörast.“27 Eru syndirnar nákvæmlega flokkaðar og síð- an skilgreindar með tilliti til hve alvarlegar þær eru. Mest áhersla er lögð á „hóranarsynd- ir“28 sem greinast margfaldlega, og þarnæst ágirnd og drambsemi, en sömu áherslu má sjá í skriftamálum Ólafar.29 Að minnsta kosti tveir skriftaformálar eru til í íslenskum heimildum, „Syndajátning“ í Islensku hómilíubókinni frá því um 1200, og „Syndajátningarformáli" í skriftaboðum Árna biskups Þorlákssonar frá 1269.30 Þetta eru for- málar opinberra skriftamála sem prestur fer með fyrir söfnuðinn og söfnuðurinn endur- tekur, sbr. formálann í skriftaboðum Árna sem hefst svo: „Þá segið svo eftir sem eg segi fyrir.“ í báðum tilvikum eru formálarnir lagð- ir körlum í munn. í viðtali við Stefán Karlsson handritafræð- ing í Morgunblaðinu 22. maí 1988 bendir hann á upphaf skriftamála aí'tan við handrit af Margrétar sögu frá um 1400.31 Þetta eru persónuieg skriftamál, lögð konu í munn, og þau hefjast á svo til sama orðalagi og skrifta- mál Ólafar. Þessi skriftamál telur Stefán sanr- bærileg við þau sem eignuð eru þeim Ólöfu ríku og Solveigu dóttur hennar. Telur hann að textarnir séu samsettir af kennimönnum, jafnvel þýddir úr erlendum málum, og hafi verið ætlaðir þeim til stuðnings við starf sitt. Hafi meginhlutverk þeirra verið „að vara les- andann við öllum þeim hugsanlegum syndum sem eru tíundaðar í þeim,“ auk þess sem það hafi verið „hagræði að því fyrir þann sem gekk til skrifta að hafa á takteinum staðlað og vel stílað orðalag um þær syndir sem hann eða hún hafði ástæðu lil að skrifta hverju sinni.“ Hann telur alla textana ósvikna mið- aldatexta og eldri en svo að nokkur þeirra geti verið eftir Ólöfu.32 „Skriftamálin" í handriti Margrétar sögu eru skriftaformáli. Það eru einnig svokölluð skriftamál Solveigar Björnsdóttur í íslensku fornbréfasafni. í eftirmála kallar skrifarinn Eg sek og syndug segi það allsvaldanda guði og jungfrú sankte Marie og öllum guðs helgum og yður, minn andalegur faðir, að eg hefi syndir gerðar flestar þær sem maður má misgera, í orðum og verkum og vondum hugrenningum, framar meir í hverri þessi grein heldur en eg kunniþað orðum skýra. Synd- ir hefi eg gert í öllum mínum líkamsvitum, svo sem í sýn augna, í heyrn eyrna, í ilmingu nasanna, í bergingu varanna, í orðum munnsins, í tiltekningu handanna og tilgöngu fót- anna. Syndir hefi eg gertí bölvan og brœði, lygi og langræki, í styggð og stríðlæti, í áleitni og umlestri, í illsku og undir- hyggju, í gleði og gáleysi, í þögn og þrjósku, í sundurgerðum og sauryrðum, í Ijúgvitnum og lygieiðum, í beryrði og bak- mæli ogflestu ónýtlegu orðalagi, bæði sundurlausum orðum og samföstum. þau „formála“ eða „form“. Hann segir: „Þessi ofanskrifaður skriftaformáli var ritinn á pergamentsrollu eftir hverju þetta er skrifað, og er þetta form eignað Solveigu Bjarnardótt- ur hinni ríku.“33 Textinn kallast augljóslega á við skriflaspegilinn „Speculum penetentis“, en snúinn upp á konur.34 Sú sem skriftar hef- ur sýnt sig „vilja vera yfir öllum, en undir öngvum“. Börn sín hefur hún illa „siðað og tyftað, og látið þau mörgum óvanda fram fara, og svo sjálfa mig illa siðað og annað fólk til, það eg hefi átt með að gera.“ Hún hefur borið á sig „gull og silfur og alla vega volsað mínum líkarna og mínum klæðum ... og látið allt eftir líkamanum, það sem hann hefir kunnað að beiðast,“35 og ekki síður drýgt „synd líkams munaðarins, þótt eg hafi stödd verið í þeim veikleika kvenlegrar náttúru, sem er fluxum sangvinis.“36 Upphaf skriftamáia úr handriti aftan við Margrétar sögu. AM 428 a 12mo frá um 1400. Stafrétt uppskrift Stefáns Karlssonar færð til nútímahorfs. Paródía Þegar skriftamál Ólafar eru borin saman við upp- haf formálans úr hand- riti Margrétar sögu og skriftaformála Sol- veigar kemur í ljós mikill munur á stíl. Skriftaformálarn- ir eru staðlaðir textar, upptalning á syndum, sam- 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.