Ný saga - 01.01.1999, Síða 25

Ný saga - 01.01.1999, Síða 25
Matseljur og kostgangarar í Reykjavík Allt fram undir 1930 stóð rekstur matsalna með miklum blóma. Á kreppuárunum dró verulega úr aðstreymi fólks til Reykjavíkur og kostgangararnir, sérstaklega úr liópi verkamanna, áttu margir hverjir í rneiri erfið- leikum en áður með að borga matinn.7 Upp- gangstímum í matsölu var lokið. Konur sneru sér að öðrum viðfangsefnum og lítil endurnýj- un varð í matsölukvennastétt. Heimstyrjöldin síðari hraðaði mjög þessari þróun. Bretar her- námu landið í maí 1940, og með þeim kom inn í landið mikil vinna við uppbyggingu mannvirkja og við aðdrætti og þjónustu við setuliðið. Almenningur á íslandi komst í kynni við peninga í fyrsta sinn og eins og hendi væri veifað breyttust lífshættir fólks. Veitingahúsarekstur blómstraði sem aldrei fyrr og á hverju götuhorni voru opnaðar sjoppur, matsölustaðir og kaffihús.8 Viðskipta- vinir þeirra voru auk hernámsliðsins garnlir kostgangarar. Tími matsalnanna í miðbænum var liðinn og þær lokuðu ein af annarri.9 Nokkrar matseljur aðlöguðu sig þó breyttum aðstæðum og ineð leyfi lögreglustjóra upp á vasann helltu þær sér út í samkeppnina og hófu sölu á fiski og frönskum kartöflum.10 Margir heimildarmenn mínir telja að mat- sala í heimahúsum hafi alveg lagst niður í stríðinu. Sú var þó ekki raunin því matsölur störfuðu áfram en í nokkuð breyttri mynd. Matsölur eftirstríðsáranna minna um margt á þær matsölur sem störfuðu fyrir aldamót. Þær voru minni og lakmarkaðist stærðin aftur af því hversu stór borðstofa matseljunnar var. Matseljurnar voru flestar eldri konur, ekkjur eða ógiftar, sem unnu einar án vinnukvenna. Kostgangararnir voru að megninu til skóla- fólk utan af landi og gamlir fastagestir. Fyrir stríð höfðu flestar matsölurnar verið í mið- bænum en eftir stríð opnuðu þær aftur í út- hverfunum, oft í nágrenni menntastofnana bæjarins.11 Ekkjur og matsala Eins og fram kom hér að framan voru marg- ar matseljur ekkjur. Þegar leita á orsaka þess að þær völdu að opna heimili sín og hefja niatsölu er nærtækt að skoða það samfélag sent þær lifðu í og þá framfærslumöguleika sem konum stóðu til boða. Konur sem þurftu að sjá sér og sínum farborða áttu ekki auð- velda ævi. Þær höfðu, með taknrarkaða menntun og reynslu, úr fáum störfum að velja. Um aldamótin voru konur í meirihluta í illa launuðum og slítandi störfum eins og í fiskverkun og vefjariðnaði, við þvottastörf og í afgreiðslu- og veitingastörfum svo eitthvað sé nefnt.12 Ekknabætur voru litlar sent engar og almannatryggingar nær óþekkt hugtak.13 Fyrir ekkjur var matsala, ef vel var á spöð- um haldið, góður kostur sem gaf örugga at- vinnu og reglulegar tekjur. Konurnar komust í sjálfstæða stöðu og réðu sér sjálfar og þær sem voru með ung börn gátu sameinað upp- eldi og framfærslu. Menntun á sviði heimilis- halds, hvort sem hún var fengin úr skóla eða úr vist á öðrum heimilum, kom að góðurn notum og að vissu leyti svaraði þetta starf til þeirra hugmynda sem konur höfðu urn sjálfar sig.14 Það var ekki á allra færi að selja fæði. Til þess þurfti bæði áhuga og kunnáttu í matar- gerð. Þær konur sem áttu eillhvað undir sér voru betur settar en hinar. Það þurfti stofnfé til að opna matsölu, hvort sem konan var sjálf með heimili i'yrir eða var að byrja með tvær hendur tómar. Matsölurekstur var bindandi, honum fylgdi mikil vinna og oftast voru laun- in lág. Útsjónarsemi og viðskiptavit þurfti ef vel átti að vera eins og dæmið af Jóhönnu Mynd 6. Breyttar neystu- venjur. Eftir heims- styrjöldina síðari fækkaði matseljum i Reykjavik, en skyndibitastöðum fjölgaði að sama skapi. Þorrinn byrjar í dajj. Það er gamall og góður siður að cera sjer bá einhvern dagamun. Hangikjöt og Bjúgu frá Sláturfjelagi Suður- lands er tilvalinn matur í Þorrablótið. Kjötbúðin Týsgötu 1 Sími 4685. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.