Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 31

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 31
Matseljur og kostgangarar í Reykjavík Ég verð að hætta náminu og fara heim.“ Þá segir Anna: „Ja, ég hef nú aldrei tapað á skólapiltum. Þú skalt bara borða áfram, á meðan ég læt þig hafa mat. Þú borgar mér seinna.“36 Þessi frásögn er ekkert einsdæmi enda margt auðveldara en að neita manni um mat. Dæmi er til um að kostgangari hafi verið í mörg ár að borga upp matarskuld frá kreppu- árunum37 og þó Hermann hafi vafalaust stað- ið í skilurn við Önnu, brugðust alltaf einhverj- ir kostgangarar trausti matmóður sinnar og hurfu á braut án þess að borga.38 Stundum borguðu kostgangarar fæðið með vinnuskipt- um. Þeir dyttuðu líka að húsum matseljanna, nráluðu eða eitthvað því um líkt. Haraldur Sigurðsson borðaði einn vetur á matsölu Ósk- ar Jósefsdóttur á Vesturgötu. í skiptum fyrir matinn þýddi hann skólabækur úr dönsku fyr- ir Ólaf, mann Óskar, sem þá var í Stýrimanna- skólanum.39 Konur voru tæp 10% kostgangaranna og sums staðar tíðkaðist að gefa þeim allt upp í 30% afslátt á matarverðinu.40 Konur voru duglegri en karlar að elda ofan í sig sjálfar og keyptu sumar hálft fæði. Þá borðuðu þær í hádeginu á malsölu en fengu sér eitthvað sjálfar á kvöldin. Santa gerðu fátækir karl- menn ef marka má orð Steins Dofra frá árinu 1938: „Síðan ég kom til íslands [1937] hefi ég optast að jafnaði aðeins borðað miðdagsmat, eina máltíð, opt lélega. En aðeins kaffi með nokkru af brauði kvelds og morgna. Efnin leyfa ekki meir[i] eyðslu en svo.“41 A matsölu Bjarnheiðar Brynjólfsdóttur var námsmönn- um gefinn sérstakur afsláttur á fæðinu. „Þótt þetta væri ekki há upphæð í þeim krónum, sem nú gilda, var þetta eigi að síður veruleg- ur styrkur námsfólki þeirrar tíðar.“42 Á rneðal matselja var nokkur samkeppni um viðskiptavinina og fylgdust þær með því hvað maturinn kostaði á öðrum matsölum. Guðrún Antonsdóttir rak matsölu frá því fyr- ir seinna stríð og frant undir 1970. Hún var hagsýn húsmóðir og notaði lengi viðbit sem var blanda af smjöri og smjörlíki, 1/3 hluti smjörs á móti 2/3 hlulum smjörlíkis. Þegar kostgangararnir fitjuðu einhvern tímann [eft- ir 1960] upp á því að þeir vildu hreint smjör, reiknaði Guðrún út hvaða viðbótarútgjöld Mynd 19. Á námsárum sínum var Hermann Jónas- son í fæði hjá Önnu Benediktsson. Mynd 20. Lækjargata 10. Þar rak Anna Benedikts- son matsölu og voru ýmsir atþingismenn kostgangarar hjá henni um þingtimann. það rnyndi hafa í för með sér og lét kostgang- arana ráða hvort þeir vildu hækka matar- gjaldið sem því nam, og varð það úr.43 Almennt má segja um matsölurnar að mat- urinn hafi verið ódýr og að matseljur hafi ekki auðgast á viðskiptunum. Og hvort sem það þótti dýrt eða ódýrt að borða á matsölu þá var það einfaldlega eini kosturinn sem margir höfðu til að fá lagaðan mat. Matur og matmálstímar 1 hádeginu var á matsölunum venjulegur heirn- ilismatur þeirra tíma á borðum. Oft var kjöl annan daginn og fiskur hinn daginn. Það var byrjað á súpu eða graut og svo voru kjöt- eða fiskbollur, soðinn eða steiktur fiskur, saltkjöt og baunir, kjöt í káli, kjötsúpa eða kjöt í karrý. Á sunnudögum var steikt læri í matinn. Á kvöldin var hafður léttur matur, brauð með áleggi, rúllupylsu og kæfu. Síldarsalöt, hrær- ingur og upphitaðir afgangar frá því í há- deginu. Á matsölu Sigríðar Fjeldsted (1924- 1940/50) var borðað á eftirfarandi tímum: Morgunmatur kl. 8.30 og fyrr ef mennirnir byrjuðu að vinna fyrir þann tíma. Á borðum var til dæmis brauð, te, kaffi og hafragraulur. Hádegismatur var kl. 12.00. Þá var heitur matur. Miðdegiskaffi kl. 15.00/16.00. Þá voru kleinur, jólakaka eða eitthvað sætt, aldrei smurt brauð. Kvöldmatur var kl. 19.00. Þá var kaldur matur.44 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.