Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 35

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 35
Matseljur og kostgangarar í Reykjavík salinn í hádeginu heldur voru þær í eldhúsinu og jusu matnum á föt sem stúlkurnar báru svo á borðin.61 Þegar kostgangararnir komu klukkan rúmlega tólf var búið að leggja á öll borð. Vatn var í könnum á borðunum og stúlkurnar fylgdust með hvorl allir fengju nóg að borða. Alltaf var drukkið kaffi eftir mat- inn. Kostgangararnir komu á misjöfnum tíma, borðuðu og voru svo farnir. Þá var eins og skot settur diskur í staðinn fyrir næsta kost- gangara. Uppvaskið var mikið eftir máltíðirn- ar. Hjá Ósk á Vesturgötu var farið með þvotta- bala inn í borðstofu og þar voru öll glös og bollar þvegnir. Annað var þvegið upp í eld- húsinu.62 Upp úr 1920 fækkaði í vinnukvennastétt enda bauðst konum þá orðið fjölbreyttari vinna en áður og betur borguð. Margar stúlk- ur losuðu af sér svuntuna frelsinu fegnar. Það var þó ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem vinnukvennastéttin hvarf að mestu og nær ómögulegt varð fyrir nokkurt heimili eða matsölu að ráða til sín vinnukonu. Þessi þró- un átti sér stað á sama tíma og matsölum fækkaði og þær minnkuðu.63 Matsölulíf Oft var margt um manninn á matsölum, mik- ið gat á gengið á matmálstímum og margt var brallað. Á matsölunum rifust kostgangar- arnir um stjórnmál, krufu þjóðmálin og leystu helstu vandamál heimsins yfir kjötsúpunni. Á kvöldin og á frídögum lá mönnum ekki eins á og í hádeginu, þá var jafnvel spilað á spil eða tefld ein skák. Þetta var þó mjög mismunandi eftir matsölum. Stundum fór hópur af kost- göngurum saman í bíó eða eitlhvað út á lífið og í nokkrum tilvikum var slegið upp balli á matsölum.64 Einhvern veginn æxluðust málin þannig á matsölu Katrínar Björnsdóttur vet- urinn 1937-38 að til skemmtunar var haldið uppboð á kvenfólkinu. Þeir „borguðu mis- munandi mikið fyrir okkur“, segir Kristín Þorláksdóttir, sem þar var kostgangari og brosir í kampinn við minningunni, en bætir við að einn kostgangarinn sem þótti svolítið skrítinn hafi sagl: „Ég hef borðað í matsölu í þrjátíu ár og ég hef aldrei vitað fólk láta eins og ykkur“65 Hjónabönd urðu til á matsölum eins og annars staðar þar sem fólk af gagnstæðu kyni hittisl. Vinnukonur á matsölunum enduðu stundum í hjónabandi nteð kostgöngurum og margar heimasætur féllu fyrir töfrum þeirra. Einnig kom fyrir að matseljurnar sjálfar tækju saman við kostgangara sína. Var þá stundum sagt manna á meðal að viðkomandi kostgang- ari hefði ekki getað borgað matarreikninginn og því verið tekinn upp í skuld.66 Lengi lifir í gömlum glæöum Malseljur héldu áfram að selja fæði allt fram undir 1970. Aukið framboð af góðu leiguhús- næði og fullunnum matvælum sem hægt var að skella beint á pönnuna, vinnustaðamötu- neyti og vaxandi sjálfstraust karla í eldhúsinu gerðu endanlega út af við matsölunnar. En fólk er misfljótt að aðlagasl breytingum. Langt fram eftir öldinni störfuðu matseljur sem neituðu að gefast upp fyrir nýjum tímurn og hjá þeinr borðuðu kostgangarar sem voru sama sinnis. Sú matselja sem starfaði lengst, mér vitanlega, var Bjarnheiður Brynjólfsdótt- ir sem hætti árið 1986 þá 86 ára að aldri. Einn kostgangari, Jens Skarphéðinsson, hélt áfram að borða hjá henni, eins og hann hafði gert í rúm fimmtíu ár, þar til Bjarnheiður lést árið 1992. Myndir 25-26. Guðrún Karlsdóttir rak matsölu á Bókhlöðu- stíg 10. Meðal kost- gangara þar voru Freymóður Jóhanns- son, Haraldur Sigurðs- son, Jón Sigurbjörns- son og Magnús Torfi Ólafsson. Mynd 27. Jón Sigurbjörnsson. Mynd 28. Freymóður Jóhannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.