Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 48

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 48
Sverrir Jakobsson Norðmenn virðast ekki hafa vitað jafn mikið um þennan frumherja og íslendingar Nú fékk saga Noregskonunga þann ramma sem hún hélt eftir það, ekki var gerð nein alvarleg atlaga að konungaröð hennar eða tímatali í yngri sagnaritum um Noregskonunga vík og síðan miklar gjafir fyrir erfiða för.“ Hér er Haraldur tímasettur sem samtíðarmaður Aðalsteins en Aðalsteinn varð ekki konungur fyrr en fimmtíu árum eftir að Ari segir land- nám íslands hafa hafist. En Ari hefur þegar gefið skýringu á þessu, óvenjulegt langlífi Haralds. Engar líkur eru á því að Vilhjálmur hafi þekkt íslendingabók Ara og hann gefur ekki sömu upplýsingar um Harald. Því er til- vera Haralds við lok níundu aldar og upphaf þeirrar tíundu studd tveim óháðum heimild- um í upphafi tóll'tu aldar. Þessi Haraldur er hins vegar ekkert nema nafnið, því að Vil- hjálmur þekkir ekki einu sinni viðurnefni Haralds. Að vísu þekkir hann Haroldum Harvagram en þá á hann við Harald harðráða eins og önnur ensk rit.42 Norðmenn virðast ekki hafa vitað jafn mikið um þennan frumherja og íslendingar. í konungseiði Magnúsar Erlingssonar (1156-84) er t.d. Ólafur helgi (d. 1030) sá Noregskon- ungur sem fyrstur er nefndur. Noregur er „possessio hereditaria" Ólafs og Magnús „vicarius“ hans.43 Ekki virðist nein þörf fyrir ríkisstofnandann þar. Elsta konungasaga, þar sem Haralds hárfagra er getið, er þó litlu yngri. Hún er eftir munkinn Theodoricus (Þóri). Hún heitir Historia de antiquitate reg- um Norwagiensium og er samin skömmu fyr- ir 1180. Hann telur sig fyrstan Norðmanna til að fjalla um fortíðina í ritum sínum,44 og hefst sú fortíð á Haraldi hárfagra, sem fyrstur rak burt alla smákónga (regulos) og varð einn konungur í öllum Noregi, ríkti svo í sjötíu ár uns hann lést. Þórir sækir tímatal sitt til ís- lendinga en þaðan hefur hann fengið marg- víslegan annan fróðleik.45 Hann eyðir einum kafla í að segja frá fundi íslands, Ingólfi, Garðari og Flóka, í samræmi við það sem síðar var ritað í Sturlubók Landnámu. Þar er vitnað í Sæmund fróða Sigfússon (um 1054-1133) sem hefur væntanlega einnig ver- ið heimild Þóris. Ekki rekur Þórir ætt Har- alds lengra aftur en gert er í íslendingabók. Enda þótt Þórir segist ekki hafa neinar rit- aðar heimildir fyrir sér er ekki víst að það sé rétt.46 En hvort sem heimildir hans eru ritað- ar eða munnlegar, er lítill vafi á því að þessi fáorða lýsing er byggð á Ara eða heimildar- mönnum sem þekktu verk hans. Hún fjallar nær eingöngu um þá þætti í sögu Haralds, sem raktir eru í íslendingabók, þ.á m. fund Islands. Auk þess fjallar Þórir urn tvo syni Haralds, Eirík sem kallaður er „bróðurmorð- ingi“ („fratrum interfector“) vegna morða á bræðrum sínum og Hákon, sem sendur var í fóstur til Aðalsteins Englandskonungs en Norðmenn kölluðu heim vegna grimmdar bróður hans og þó einkum konu Eiríks, Gunnhildar. Eiríkur sigldi þá til Englands og fékk höfðinglegar móttökur af konungi, en dó á sama degi.47 William l'rá Malmesbury hefur nefnt gjafaskipti Englands- og Noregs- konunga en ekki er víst að Þórir hafi þekkt rit hans. Hér er líka miklu prjónað við, Hákon Haraldsson er orðinn fóstursonur Englands- konungs og Eiríkur blóðöx virðist eiga að samsvara Yric Engilsaxaannálsins. í annáln- um er Yric fyrst nefndur 946 en sagður hafa fallið 954, svo að hann var lengur en einn dag í Norðimbralandi. Tímatalsins vegna gæti hann verið sonur Haralds sem sendi Aðal- steini Englandskonungi gjafir, en síður fellur það að tímatali Ara fróða, sem gerir ráð fyrir að Eiríkur hafi horfið frá völdum í Noregi um 935. Vilhjálmur frá Malmesbury nefnir ekki Yric í tengslum við Harald þann sem skiptist á gjöfum við Aðalstein konung og fósturson- ur Englandskonungs er ekki nefndur í neinu ensku riti, enda þótt hann eigi að hafa hal'ist til metorða í nálægu ríki sem enskir sagnarit- arar þekktu vel til. Historia de antiquitate regum Norwagi- ensium er elsta konungasagan sem fjallar um Harald hárfagra. Hún er líkast lil að mestu eða öllu leyti byggð á vitnisburði íslendinga. Nú fékk saga Noregskonunga þann ramma sem hún hélt eftir það, ekki var gerð nein al- varleg atlaga að konungaröð hennar eða tímatali í yngri sagnaritum um Noregskon- unga, né hafa nútímasagnfræðingar getað eða viljað hagga því svo að nokkru nemi. Frá svipuðum tíma og rit Þóris munks, eða nokkru yngra, er Historia Norwegiæ, sagnarit sem er mun meira að vöxtum en rit Þóris. Höfundur þess hefur þekkt hvorttveggja, ís- lendingabók Ara og frásögn þá af fundi ís- lands er síðar birtist í Landnámu. Hann bætir litlu við það sem Þórir hefur að segja um Har- ald en er þó talsvert kokhraustari, segir að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.