Ný saga - 01.01.1999, Side 50

Ný saga - 01.01.1999, Side 50
Sverrir Jakobsson Haraldur átti að hafa stuðst við vaxandi þjóðerniskennd Norðmanna og með því að stofna hið norska ríki hafi hann haft úrslitaáhrif á sjálfstjórnarmál norsku þjóðar- innar Mynd 11. Ernst Sars. Nútímasagnfræði og Haraldur Arngrímur Jónsson (1568-1648) er fyrsti sagn- fræðingur nýaldar sem eitthvað kveður að á íslandi. Crymogaea er höfuðverk hans um sögu íslands, en þar kemur fram þekking hans á íslenskum fornritum. Með lærdóm sinn að vopni staðfesti Arngrímur goðsögnina um hina frjálsbornu flóttamenn, sem fyrstir námu ísland.51 Arngrímur þekkir vel til Haralds, þótt ekki geri hann mikinn greinarmun á ann- álafróðleik og tröllasögum. Myndin af harð- stjóranum er jafnan sú sama.52 Aðrir sagnaritarar 17. aldar voru undir sterkum áhrifum frá Arngrími lærða. Þórð- ur Þorláksson (1636-97) er enn ákveðnari en Arngrímur í að skilgreina harðstjórn (,,tyrannis“) Haralds sem meginorsök fyrir landnámi íslands.53 Sagnaritarar deildu eink- um um hvenær Haraldur hárfagri hefði ver- ið uppi.54 Þormóður Torfason (1636-1719) hafði sínar efasemdir um heimildirnar: Hvar effter ætli þer Ari so langa tid effter, og sidann Snorri, haffve reiknad gesta singulorum annorum Haraldz harfagra og subseqventium; af visum kunne hann echi ad hafa þad, illa af relationibus, annad enn þa sierlegustu synchronismos, sva sem um Islandz fund Ingolfs og drap Edmundar, sem eigi kunni at sla feil; enn hvad a hver- io ari tvila jeg um at hafi aunnr fundament enn þeirra eigin gischingar...55 Árni Magnússon (1663-1730) fann Harald „rex Norvegiæ" hjá Vilhjálmi frá Malmes- bury, en Þormóður vildi fá „synchronismum hia engelschu scribentum um Hakon Adal- steinsfostra, sem er undarligt, at hvorgi finst.“56 Ensk sagnarit eru hins vegar ein- kennilega fáfróð um Aðalsteinsfóstra. Það mætti ætla að maðurinn hefði ekki verið til! Frumkvöðlar norskrar nútímasögu á 19. öld tóku í arf aldagamla hefð konungasagna frá miðöldum og lærdómsrita frá 16. og 17. öld. Heimildir voru einungis dregnar í efa þegar í þeim fundust mótsagnir, en nútíma- skilningur var lagður í togstreitu konunga og aðalsmanna á miðöldum. Þannig taldi P. A. Munch að afnám óðalsréttar hefði verið til- raun Haralds til að koma á lénsveldi í Nor- egi.57 Ernst Sars (1835-1917) lagði hins vegar áherslu á samstöðu konunga og þjóðar gegn forréttindastéllum og taldi að konungsríkið hefði verið „kristið og lýðræðislegt". Samtím- inn litaði söguskoðun sagnfræðinga á 19. öld og skipti þjóðernisstefna þar miklu máli.58 Haraldur átti að hafa stuðst við vaxandi þjóð- erniskennd Norðmanna og með því að stofna hið norska ríki hafi hann haft úrslitaáhrif á sjálfstjórnarmál norsku þjóðarinnar (det Nor- ske Folks nationale Selvstændighed).59 Sumir sagnfræðingar höfðu þó meiri efasemdir um heimildirnar. Gustav Storm og Yngvar Niel- sen gengu þar fram fyrir skjöldu. Storm vildi túlka dróttkvæði óháð túlkun Fagurskinnu og Heimskringlu á þeim, en Nielsen vildi taka gantlar og fáorðar heimildir fram yfir ungar og orðmargar. Hann gagnrýndi aðferð Munchs við að endurskapa sögu 9. og 10. ald- ar eftir ólíkum heimildum. Þær væru hvorki einslitar né jafn gildar.60 Hugmyndir Storms og Nielsens mættu tölu- verðri andstöðu. Sagnfræðingar vildu ekki hætta að nota sögurnar. Réttarsagnfræðing- urinn Absalon Taranger (1858-1930) gagn- rýndi notkun Nielsens á Landnámu og benti á að höfundur hennar hefði sömu sýn á ríki Haralds og Islendingasögur og konungasögur. („de bedste ættesagaer og kongesagaerne").61 Virðing hans fyrir áreiðanleika Snorra Sturlu- sonar er skyldari trúarbrögðum en vísindum. Þá eins og nú var sá líklegaslur til að draga fram sannleikann sem bjó yfir mestri þekkingu, skarpastri greind og bestri fræðilegri þjálfun. Því verður að telja Snorra traustari leiðsögumann um völun- darhús sagnahefðar 9., 10. og 11. aldar en fyrir-rennarar hans voru.62 Ekki er laust við að svipaðra viðhorfa gæti enn í dag gagnvart þessum heimildum. Ebbe Hertzberg (1847-1912) notaði einnig sömu vinnubrögð og sumir sagnfræðingar síðar. Hann áleit Heimskringlu góða heimild, enda væri sýn hennar á fortíðina skýrari en margra eldri rita. Hann vildi einnig nýta íslendinga- sögur sem heimildir, að því lilskildu að þær væru lesnar með gagnrýnu hugarfari.63 En það sem er sennilegt er ekki alltaf satt. Hinar sennilegu sögur eru viðsjárverðari en trölla- sögur, því að fleiri láta blekkjast af því sem er sennilegt. Einkum hefur Snorri Sturluson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.