Ný saga - 01.01.1999, Side 51

Ný saga - 01.01.1999, Side 51
Óþekkti konungurinn náð að leiða nútímasagnfræðinga á villigöt- ur. Alexander Bugge (1870-1929) trúði ekki Snorra en treysti því að hann hefði byggt á áreiðanlegum heimildum, því að liann gæti ekki hal'a fundið upp á því að Haraldur hefði sett einn jarl í fylki og fjóra hersa undir hvern jarl.64 Hann taldi að Haraldur hefði tekið konungsríki Karlunga sér til fyrirmyndar við ríkisstjórn og skattheimtu. Þá komu dróttkvæðin til sögunnar og um tíma töldu menn sig geta endurmetið kon- ungasögur út frá öðrum heimildum, óháðum þeint og áreiðanlegri. Halvdan Koht hóf gagnrýni sína á tímatal konungasagna. Tók hann upp skoðanir Guðbrands Vigfússonar (1827-89) sem taldi að orustan við Hafurs- fjörð hlyti að hafa gerst síðar en tímatal Ara gefur til kynna.65 Halvdan Koht bar santan engilsaxneskar heimildir og ættartölur frá Haraldi og komst að þeirri niðurstöðu að Haraldur hefði verið yngri en Ari heldur fram. En heimildir hans fyrir því eru þær sömu og hann gagnrýnir. Yngri sagnfræðingar hafa ekki verið jafn ákafir við að hrófla við tímatali Ara. Ólafía Einarsdóttir (f. 1924) tel- ur að heimildastaðan geri okkur ekki kleift að vita rneira um dánarár Haralds en Ari fróði.66 Koht hafnaði einnig sögunum sem heintild- um um samfélagsástand á dögum Haralds hárfagra. Sagnaritararnir Itafi haft fyrir aug- unurn hvernig Sverrir konungur (d. 1202) leiddi nýjar ættir til valda og hafi heimfært þá mynd upp á fyrsta konunginn sem braust til valda.67 Sagnfræðingar 13. aldar hafi þannig lagt samtíðarskilning á fortíðina. Efast mætti um heimildir urn stjórnarráðstafanir Haralds og þær gætu verið hreinn uppspuni.68 Lengra treysti Koht sér ekki í efasemdum. Jafnvel sagnfræðingar sem trúa á Harald hárfagra hafa efasemdir um að hann hafi skipt miklu máli fyrir sameiningu Noregs. Sverre Steen (1898-1983) bendir á að trúin á Harald sem stofnanda Noregs hafi alltént ver- ið almenn. En ríkið sem Haraldur lagði grunn að hafi ekki endilega verið Noregur eins og hann leit út 1030, 1260 og 1929.69 Erik Gunn- es (f. 1924) fullyrðir á hinn bóginn að ríkis- myndun í Noregi hafi tekið aldir og einkum hafi sóst seint að fá Þrændalög til að lúta rík- iskónginum.70 Ekki er lengur þörf á Haraldi hárfagra til að sameina Noreg. Þeir sem trúa vilja á Harald hárfagra hafa sagt sem svo að ef Haraldur hafi ekki sameinað Noreg, þá hljóti einhver annar að hafa gert það.71 Það er hins vegar óvíst að Noregur hafi verið sam- einaður á 9. öld. Jafnvel þeir sem efast ekki um að Haraldur hárfagri hafi verið til, vilja gera sem minnst úr áhrifum sameiningar- innar. Nútímasagnfræði hefur ekki þörf fyrir Harald hárfagra. Hann fellur ekkert sérlega vel að öðru sem við vitum unr 9. öld. Enn halda norskir sagnfræðingar í Harald hárfagra sem manninn sem hóf þá þróun sem leiddi að lokum til ríkismyndunar í Noregi, þó að því sé ekki lengur trúað að það hafi átt sér stað í einni orrustu. Hvað nreð harðstjórann sem kom af stað landnámi íslands? Lil'ir hann enn í söguvitund íslendinga? Skrif Jóns Jóns- sonar Aðils (1869-1920) hafa haft mikil áhrif á söguskoðun íslendinga á tuttugustu öld. Hann var ekki í vafa um mikilvægi Haralds fyrir þjóðarsöguna. Eftir Hafursfjarðarorustu flýði flest stór- rnenni úr landi, sem enn þá stóð uppi. Þeir voru liltölulega fáir af göfugri mönnum, sem gengu á hönd Haraldi konungi. Flestir þeirra unnu frelsinu nteir en svo, að þeir vildu leggja það í sölurnar fyrir völd og metorð undir kúgunarvaldi harðstjórans.72 Jón taldi að það liafi verið heppileg tilviljun - nærri því einsog það Mynd 12. Haraldshaugurinn. Árið 1872 var reistur 17 metra hár ein- steinungur úr graniti við Karmtarsund skammt norðan við Haugasund til minn- ingar um orustuna í Hafursfirði þúsund árum áður. Minnis- varðinn stendur þar sem talið er að Haraldur hafi verið heygður um 940. Steinaröðin umhverf- is súluna á að tákna hvert hinna 29 gömlu fyikja Noregs. Mynd 13. Sverre Steen. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.