Ný saga - 01.01.1999, Side 52

Ný saga - 01.01.1999, Side 52
Sverrir Jakobsson Mynd 14. Jónas Jónsson frá Hriflu. Þjóðin varð til sem andspyrnu- hreyfing gegn Haraldi hárfagra og þjóðareðlið er mótað af því væri handleiðsla forsjónarinnar að ís- land fanst og bygðist einmitt um það leyti, sem Haraldur hárfagri lagði undir sig ríki í Noregi og rak menn af eignum sínum.73 Þannig eru Islendingar skilgreindir út frá Haraldi hárfagra. Hann er einvaldskonungur sem þolir engum öðrum að hafa völd; þeir eru sá hluti norskra fyrirmanna sem kaus frelsið. Hugmyndin um íslendinga sem pólitíska flóttamenn undan Haraldi hárfagra komst inn í kennslubækur enda féll hún vel að sjálfs- mynd þjóðarinnar. Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) orðaði þetta svo: „(T)il íslands fór mikið af kjarkmesta fólkinu, sem til var í landinu. En um leið var það sá hlutinn, sem óbilgjarnastur var og verst að stjórna. Og sjálfræðið kom Islendingum síðast á kaldan klaka.“74 Uppruni þjóðarinnar er þannig þátt- ur í harmsögu hennar, sem þurfti að lúta út- lendingum um aldir. Þannig gegnir Haraldur hárfagri mikilvægu hlutverki í íslandssögunni. Hann er sá maður sem með yfirgangi og ofríki bjó til hina ís- lensku þjóð. Þjóðin varð til sem andspyrnu- hreyfing gegn Haraldi hárfagra og þjóðar- eðlið er mótað af því. Kennslubók Jónasar frá Hriflu var kennd í grunnskólum í um 70 ár.75 Allan þann tíma lærðu íslensk skólabörn, þ. á m. höfundur þessa pistils, söguna um ofríki Haralds hárfagra. Hún komst inn í dægurlög, t.d. baráttusöng íslendinga í þorskastríðinu sem vitnað var lil hér í upphafi máls. Erling Ágústsson (1930-99) samdi þennan texta við erlent lag og hljóðritaði í upphafi árs 1959. Enn má sjá þessa söguskoðun ítrekaða í leið- urum dagblaða.76 Áhugi íslenskra sagnfræðinga á Haraldi hárfagra fór nú óðum minnkandi og þeir létu Jónas frá Hriflu eiga síðasta orðið. Jón Jó- hannesson (1909-57) bendir á að „saga Har- alds er svo hulin móðu þjóðsagna og skáld- skapar, að bágt er að greina hinn sannsögu- lega kjarna.“77 Þó vildi hann ekki gefa hug- myndina um ofríki Haralds hárfagra upp á bátinn. Hann notar dróttkvæði til vitnis um Hafursfjarðarorustu og hernað Haralds á Bretlandseyjum, en annars hafa íslendingar sjaldan lagst í djarfar lúlkanir á kvæðunum, í anda norskra sagnfræðinga. Jón Steffensen (1905-91) sker sig úr. Hann vildi koma ís- lenskum sögnum um Harald saman við heim- ildir vestmanna. Samkvæmt Glymdrápu hafa hinir rauðu skildir sigur í orustu hans við tvo konunga en í kvæðinu um Hafursfjarðar- orustu hafa andstæðingar Lúfu hvíta skildi. Jón Steffensen áleit Harald hafa tilheyrt þeim sem nefndir eru Dubhgaill í írskum heimild- um en andstæðingar hans Finngaill, enda væri minnst á vestræn sverð þeirra um leið og hvítu skildina.78 Er tilgátan ekki jafn sennileg og hún er frumleg. Vaxandi efahyggju gagnvart sögnum um Harald hárfagra má greina í skrifum Svein- bjarnar Rafnssonar. Upplýsingar elstu rita ís- lenskra séu einkum heimildir um hugmyndir Islendinga um konungsvald á 12. og 13. öld.7') Slíkar efasemdir komast þó seint inn í yfirlits- rit. Jakobi Benediktssyni (1907-99) þykir t.a.m. sennilegt að valdataka Haralds hárfagra „hafi átt verulegan þátt í fjöldaflutningum hingað undir lok 9. aldar.“ Þó telur hann ekki að ofríki Haralds hárfagra hafi þurft til að landnámsmenn leituðu til íslands.80 íslands- saga Björns Þorsteinssonar (1918-86) og Bergsteins Jónssonar (f. 1926) segir að Har- aldur hárfagri hafi gert Noreg að „einu hinna evrópsku konungsríkja“ og margir þá flúið land, sumir alla leið til íslands. Hins vegar er frumlegt hjá Birni að kalla Harald „hálffor- sögulegan barbarakóng“.81 Þó mætti ganga skrefi lengra og kalla konung sem ekki finnst í samtímaheimildum að öllu leyti forsögulegan. Slíkir konungar geta lifað góðu lífi í söguvit- und þjóða, eins og Artúr Bretakonungur er nærtækt dæmi um. Sagnaarfur íslendinga er ríkur og þar komust alnafnarnir Haraldur hár- fagri og hilditönn báðir fyrir, á meðan ein- ungis var rúm fyrir annan en ekki hinn í Dan- mörku og Noregi. Sagnfræðin hefur þróast hralt seinustu ald- ir, ekki síður en aðrar vísindagreinar. Menn liafa tileinkað sér gagnrýnið hugarfar og breytt um viðhorf til heimilda. Nú er ekki lengur sú skoðun ríkjandi að sú heimild sé best sem segi fyllst og sennilegast frá, heldur sú sem er næst atburðunum, óháð því hvort hún er skýr eða skemmtileg. Þetta viður- kenna allir sagnfræðingar, einnig þeir sem rannsakað hafa sögu Haralds hárfagra. Eigi að síður eru þeir allir að vissu marki fangar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.