Ný saga - 01.01.1999, Side 71

Ný saga - 01.01.1999, Side 71
✓ Atökin um Atlantshafsbandalagið framkvæmdir var sá áhugi sem stjórnvöld og embættismenn sýndu þeim. Mikil áhersla var lögð á að íslendingar kæmu að rekstri ein- stakra þátta, einkum fjarskiptakerfanna. Með myndun ríkisstjórnar Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks árið 1983 urðu þáttaskil í þessum efnum. Geir Hallgrímsson tók við embætti utanríkisráðherra, en hann var sérstakur áhugamaður um öryggis- og varnarmál. í tíð hans efldist mjög starfsemi Öryggismálanefndar, en á hennar vegum komu út allnokkur fræðileg rit urn herfræði og öryggismál, svo sem urn kjarnorkuvopna- stefnu risaveldanna, GIUK-hliðið og vígvæð- ingu á Indlandshafi.5 Árið 1983 er einnig merkilegt að því leyti að þá hófust reglubundnar heræfingar NATO við Island, en þær ganga í dag undir nafninu Norðurvíkingur. Með Norðurvíkingi hefur herinn á Keflavíkurflugvelli verið gerður sýnilegri almenningi en áður þekktist. Jafn- framt hefur mikil áhersla verið lögð á að um NATO-herlið sé að ræða, en ekki aðeins bandaríska herinn. í samræmi við það hefur æ oftar verið vísað til herstöðvarinnar á Mið- nesheiði sem NATO-herstöðvar og verið til þess tekið ef sveitir frá öðrum aðildarþjóðum hafa haft þar aðsetur. Innan Allantshafs- bandalagsins hefur þessi aukna virkni lslend- inga kornið fram í þátttöku í stofnunum þess. Skref í þá átt eru m.a. seta embættismanns í hermálanefndinni og áheyrnarfulltrúa í kjarn- orkumálahópi bandalagsins. Sú breyting á aðild íslands að NATO sem átt hefur sér stað frá því snemma á níunda áratugnum verður ekki skýrð sem svar við kröfum almennings eða háværri þjóðmálaum- ræðu. Landsmenn hafa löngum sýnt banda- laginu lítinn áhuga og eftir að kalda stríðinu lauk, koðnaði hann enn frekar niður. Urn- skiptin eftir 1983 eru því afleiðing embættis- mannabyltingar. Til starfa kornu menn sem aflað höfðu sér menntunar á sviði hernaðar- fræða og vildu ólmir fá að hagnýta sér hana í störfum sínurn innan stjórnsýslunnar. Ein- stakir ráðherrar, aðstoðarmenn þeirra og ráð- gjafar tóku að sýna hernaðarmálum rneiri áhuga en áður hafði þekkst. Opinber þátttaka utanríkisráðherra í heræfingum á undanförn- um árum er angi þessarar þróunar. Mynd 5. Frá Þingvallafundi Samtaka hernáms- andstæðinga sumarið 1960. íslenska friðarhreyfingin Áður hefur verið getið um samtökin Friðlýst land, sem starfrækt voru undir lok sjötta ára- tugarins. Friðlýst land var elítufélag sem bor- ið var uppi af nokkrum helstu skáldum og rit- höfundum sinnar tíðar. Þótt samtökin væru 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.