Ný saga - 01.01.1999, Page 74

Ný saga - 01.01.1999, Page 74
✓ Atökin um Atlantshafsbandalagið Mynd 7. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur ávarpar göngu- menn i áningarstað í fyrstu Keflavíkur- göngunni. ÆVARANDI HLllTLEySJ Í5LAND3 stefnu minnihlutastjórnar Pouls Schliiters og yfiriýsta kjarnorkuvopnastefnu NATO, varð þess valdandi að þing var rofið og efnt til kosninga. Þær urðu hins vegar ekki til að leiða málið til lykta, heldur hélst það lifandi þar til draga tók úr stuðningi jafnaðarmanna. Skipti þar miklu að viðbrögð NATO-ríkja við samþykktinni voru hörð og gáfu skýrt til kynna hvers mætti vænta ef freistað yrði að stofna kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Ekki skilið á milli hersins og NATO Á íslandi var gerð tilraun til að stofna eins- málshreyfingu um baráttuna gegn kjarnorku- vopnum, Scuntök um kjcirnorkuvopncilciust ís- land. Þau samtök urðu hins vegar aldrei að þeirri fjöldahreyfingu sem vonir stóðu til. Það kom því í hlut Samtaka herstöðvaandstæð- inga að leiða baráttuna gegn kjarnorkuvíg- búnaði og halda á lofti kröfunni urn kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd, sem mikið var til umræðu á níunda áratugnum. Svo dæmi sé tekið voru SHA fulltrúar íslands í samráði friðarhreyfinga á Norðurlöndum, en á þeim vettvangi var hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndunum endan- lega útfærð.11 Það vekur athygli að þau samtök, sem far- ið hafa með forystuhlutverkið í íslensku frið- arhreyfingunni, hafa jafnframt aðhyllst hvað „harðasta“ stefnu. Samtök herstöðvaand- stæðinga og þar áður Samtök hernámsand- stæðinga hafa alla tíð andæft hernaðarað- gerðum og ofbeldisverkum hvarvetna í heim- inum. Skiptir þar engu máli hvort almenn- ingsálitið hefur verið þeim hliðhollt, eins og varðandi innrás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu 1968 og í Afghanistan áratug síðar, eða hvort skiptar skoðanir hafa verið um mál- ið, eins og varðandi loftárásir Bandaríkja- manna á Líbýu 1986 eða nýafstaðnar loftárás- ir á Júgóslavíu. Þá hafa þessi samtök alltaf lagt áherslu á að ekki yrði skilið á milli barátt- unnar gegn hernum á Keflavíkurflugvelli og aðildar íslands að NATO. En hverjar eru ástæðurnar fyrir hinni hörðu NATO-andstöðu íslenskra friðar- sinna? í fyrsta lagi ber á það að líta að her- stöðin á Miðnesheiði er NATO-herstöð. Þrátt fyrir aö þar liafi einkum þjónað bandarískir hermenn, hafa t.d. flugsveitir frá öðrum NATO-ríkjum einnig haft þar aðselur. Á 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.