Ný saga - 01.01.1999, Síða 83

Ný saga - 01.01.1999, Síða 83
eftir alla þá fjarstæðu sem búið var að segja um mormóna í Utah. Ég þorði varla að líta á karlmennina, þetta er alveg satt, og alls ekki að fara út á kvöldin. Ég var þar í þrjá mánuði og ég hefi aldrei lifað rólegri nætur, aldrei kynnst betra fólki og heilbrigðara, öllu þeirra starfi er stjórnað af kirkjunnar mönnurn. Auðvitað finnst mér trúarbrögðin sjálf vera eins heimskuleg og flest önnur trúarbrögð en ekkert verri samt ... Mormónar eru löghlýðnir, næstum urn of fannst mér þegar maður heyrir fólk tala um að nú þurfi að drepa niður heilar þjóðir svo að hinar geti haft frið. En þetta eru fleiri en þeir, þegar rnaður ferðast um U.S.A. og reyndar víðar, þá er æsingurinn svo nrikill í fólki að ekki er hægt að korna nokkurri vit- glóru inn á rnilli æsinganna. Þetta eru hræði- leg öfl finnst mér, og ekki finnst mér að ls- lendingar heirna rnundi verða betri ef um stríð væri að ræða heima hjá ykkur eftir rit- gerð að dæma sem ég las í Lögbergi nýlega og tekin var úr sjálfu kirkjublaðinu, eftir sjálf- an forseta æðstu menntastofnunar landsins. „Allt fyrir ættjörðina“ og tekur til fyrirmynd- ar 500 ára gamla háskóla. Þar er þetta hugtak og reyndar margt annað senr orsakar stríð og hörmungar. Þetta slagorð „ætljörðin“ allur heimurinn ætti að vera okkar ættjörð, og allt fólk eins og bræður og systur. Þetta er líka rétt svo sem að því sé þannig varið, allir þjóð- flokkar þykja öðrunr rneiri og montið og mikilnrennskan keyrir fram úr öllu hófi. Þegar ég var heima hjá ykkur þá var oft sagt við mig að þetta er besta landið sem við höfum og fallegasta undir sólinni. Ég er oft að hugsa, skyldi Ferðafélag íslands hafa fólk í þjónustu sinni sem talar svona við ferðafólk. Ef svo er, skal mig ekki furða þótt sumir hugsi að íslendingar séu skrítið fólk. Þetta hugtak eða hugsun gengur svo langt að sumum þjóð- um finnst nauðsynlegt að flytja vopn og búð- ir landa á milli í rnörg þúsund mílna fjarlægð, ég veit ekki til hvers, ég held þeir viti það ekki sjálfir. Ég vorkenni þeim löndurn sem geyma slíkan varning t.d. frönsku þjóðinni. Ég veit hvernig mér líður þegar ég heyri herlúðurinn hér úti og hundruð af hraustustu drengjum eru á hergöngu hér um allt. Þessir hersöngvar fara í gegnum merg og bein, ég set hnífinn og hefi yfir kvæðið íslenska „Ég veit eitt hljóð svo heljar þungt“. Enginn veit nerna þeir sem reyna hvað það er að ala upp góð og hraust og gáfuð börn og sjá aldrei fram á annað en að þeinr verði hent út í þessa heljarslóðarorustu. Margur spyr, og allir hugsa hvað er annars rangt við heiminn? Ég held ég viti það að sumu leyti, og það er, að við konur gerum ekki skyldu okkar. Ég sagði ykkur það í út- varpserindi mínu þegar ég var í12 Reykjavík. Konur eiga að vera við heimsvöldin, og vera sjálfstæðar en ekki gera allt sem karlmennirn- ir segja okkur að gera. Ykkur þykir kannski ég taka nokkuð djúpt í árinni, nei ég skal segja ykkur ég hlustaði á fyrirlestur hjá stúlku sem var á friðarþingi unglinga í Evrópu. Ég minntist á þetta við hana. Hún féllst á það að gott væri að konur létu rneira til sín taka í friðarmálum. En illa líst mér nú samt á framtíðina ef stórþjóðir kjósa sér herforingja fyrir forseta.13 Þegar ég kom frá Utah urn árið 1940 þá var stór sýning í Californía San Francisco. Ég fór þangað með vinstúlku rninni Jóhönnu Jónas- dóttur frá Stóru-Völlum í Eyjafirði. Þar voru ýmsar þjóðir að selja mat. Hver þjóð hafði veitingastaði og með dálitlum þjóðlegum blæ. Islendingatjald var þar ekkert, svo við tókurn því næst besta, fórum til „norway house“ norska húsið. Ég fór að hnýsast í hannyrðir sem ég sá í einu horninu, við kunnum vel við okkur þarna, og þeir höfðu bréfservíettur á borðinu með norska flagginu á. Ég segi við Jóhönnu mikið langar mig að kaupa fáeinar af þessum servíettunr (pentudúkum) því ég átti vinstúlku í Minnisoda sem ég ætlaði að sjá á heimleiðinni, hún er norsk. Svo ég geng til hennar og spyr hvort hún vilji ekki selja mér svo sem dúsin af þessum servíettum. Hún spyr mig hvort ég sé norsk. Nei ég er íslensk. Jæja, hún bara kernst við og fór nærri því að gráta, kyssti okkur og faðmaði að sér svo inni- lega, blessuð manneskjan, og segir þú rnátt taka eins margar servíettur og þú vilt við höf- urn svo mikið af þeirn, svo þekkti ég íslending sem er besta manneskjan sem nokkurn tíma hefur lifað. Ég hefi aldrei fengið eins góðar viðtökur neinstaðar eins og í þetta sinn. Svo ég var nú forvitin að vita hver þessi mann- eskja var. Hún segir þá og er rnjög klökk Mynd 6. Halldóra (Lóa) á íslenskum búningi við rokkinn. 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.