Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 87

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 87
Erindi liðins tíma vísi við okkur leikmönnum. Við erum ekki kunnug viðfangsefninu til þeirrar hlítar sem fræðimaðurinn er, þótt oft sýnist okkur það kunnuglegt. Og oftar en ekki verðum við að leita til fræðimanna til að tryggja að ströngum kröfum agaðrar fræðimennsku sé fylgt. Loks er ákvörðun um það hvort sagan skuli skrifuð (og þá um hvað eða hvernig sé skrifað) ekki tekin á sama hátt. í lýðræðislegum félagasam- tökum er slík ákvörðun háð vilja meirihlut- ans, tekin á opnum fundi eða innan stjórnar. Við slíkar aðstæður eru önnur álitamál uppi en þegar í hlut á reyndur fræðimaður sem gjörkunnugur er sínu fræðasviði. Pekking á viðfangsefninu og þörfin á rannsóknunum er ekki til staðar í sama rnæli og frekar að tilfinn- ingin fyrir því að tímabært sé að hafast að og ráðast í sagnaritun og útgáfu ráði för. Svo kann jafnvel að vera að meirihluti telji sagna- ritunina einfaldlega álitlegri leið til að minn- ast tímamóta en til dæmis eirstyttur á stein- stalli, viðbyggingu við skrifstofuhúsnæði eða nýtt sumarhús. í stað þess að fjalla í stuttu máli urn sögu verkalýðshreyfingar, atvinnulífs og stjórn- rnála á Húsavík þá langar mig frekar, í því sem hér fer á eftir, að ræða aðeins um þá ákvörðun að ráðast í sagnaritun þegar í hlut eiga fjölmenn félagasamtök en ekki háskóla- maður, við hvað er að glíma þegar þeirri hug- mynd er varpað fram hvort ekki sé mál að láta skrifa sögu. Að taka saman sögu Það var árið 1986, í tengslum við sjötíu og fimm ára starfsafmæli Verkalýðsfélags Húsa- víkur, að þeirri hugmynd skaut upp að minn- ast tímamótanna með því að ráðast í saman- tekt og útgáfu á sögu félagsins. Afmæli ein og sér eru aldrei ástæða slíkrar ákvörðunar. Frumskilyrðið er að frá einhverju sé að segja eða að minnsta kosti nokkuð sterkt hugboð um að fortíðin sé þess virði að vera rifjuð upp. Samt ekki þannig að aðeins verði rituð innan- tóm frásögn þar sem einföld tímaröð atburða er rakin. Sagan er ekki aðeins þráður atburða þar sem ártöl og mannanöfn skipta mestu heldur er hún flókið samhengi lífs og starfs, mynd af samtíma sem verður því margbreyti- legri og áhugaverðari sem hún er skoðuð nán- ar. Fullvissan um að sagan eigi erindi, að hún sé merkileg og verð þess að í ritun hennar og útgáfu sé ráðist er gild og í raun eina ástæða þess að haldið sé áfram frá hugmynd til at- hafna. Slík ákvörðun verður þó að styðjast við ýmis ákveðin atriði. I fyrsta lagi verður að vera til staðar vilji til að ráðast í það verkefni sem sagnaritunin og útgáfan er. Félagasamtök byggja starf sitt á þátttöku einstaklinganna og þar er lýðræðishefðin undirstaða allra ákvarð- ana. Hér er við að eiga skiptar skoðanir um gildi þess og mikilvægi að gefa út söguna, spurningar um réttmæti slíkrar ákvörðunar af kostnaðarástæðum og loks hvort ekki sé álit- legra að minnast tímamótanna á annan og jafnvel „hagkvæmari“ hátt. Við spurningar og álitamál sem þessi varð verkalýðsfélagið að glíma þegar hugmyndin um sagnaritunina var á borð borin. Það kemur kannski ekki á óvart, en er nokkuð merkilegt í sjálfu sér, að skoðanir fé- lagsmanna á hugmyndinni fóru verulega eftir aldri; þeir sem yngri voru sýndu henni minni áhuga og voru frekar opnir fyrir öðrum val- kostum en hinir eldri félagsmenn. Kannski saga og sagnfæði verði áhugaverðari eftir því sem aldurinn færist yfir og eigið lífshlaup, sem og fornir vinir og samherjar, eru orðnir hluti sjálfrar sögunnar? Hví skyldi maður þá ekki vilja frekar halda til haga sögunni og niinn- ingurn um liðna tíma? Áhugamál kynslóð- anna eru vissulega mismunandi og sú stað- reynd kann að hafa veruleg áhrif og verða eitt þeirra úrlausnarefna sem kljást verður við þegar félagasamtök hyggja að sagnaritun. Hvað endanlega réð úrslitum og varð til þess að ákveðið var að láta taka saman sögu Verkalýðsfélags Húsavíkur er erfitt að segja. Vera má að það hafi verið hugboð um að hug- myndin væri góð og að sagan væri útgáfunnar verð sem gerði gæfumuninn. Við getum held- ur ekki útilokað að rótgróin hefð í þingeysk- um sveitum og virðing fyrir fræðilegu starfi hafi einnig átt hér nokkurn hlut að máli. í versta falli kann áhugi og sannfæringarkraftur þeirra sem vildu söguritun einfaldlega að hafa vegið þyngra áhugaleysi hinna. Önnur eðlileg ástæða fyrir ákvörðun um 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.