Birtingur - 01.01.1965, Side 9

Birtingur - 01.01.1965, Side 9
neska textann á góða íslenzku, að kennsla hans varð engu síður til að glæða tilfinningu piltanna fyrir móðurmáli sínu en latínu. Hall- grímur var mikill hvatamaður að íþróttaiðkunum nemenda, einkurn bændaglímu, og tók nærri sér, ef Bessastaðapiltur varð undir í glímu við utanskólamann. Hann hafði umsjón með daglegri hegðun skóla- sveina og gekk ríkt eftir, að þeir temdu sér drengilega og fágaða fram- komu. Björn Gunnlaugsson hafði numið stærðfræði við Hafnarháskóla, en ekki lokið námi vegna fjárskorts. Hann fékk kennarastöðu við latínu- skólann 1822 og starfaði þar í 45 ár. Björn hafði fremur lítinn áhuga á kennslu, hugur hans snerist allur um stærðfræði, stjarnfræði og land- mælingar, sem hann vann að hvert surnar. Hann kenndi stærðfræði, dönsku, landafræði og það litla, sem kennt var í íslenzku, eina stund á viku. Enda þótt Björn væri duglítill kennari, var hann mikils metinn at nemendum sínum vegna mannkosta, menntunar og vísindastarfa. Sveinbjörn Egilsson var merkasti kennari skólans. Hann hafði í æsku verið í fóstri hjá Magnúsi Stephensen að Innra-Hólmi og hlotið þar ágætt uppeldi. Hann lagði stund á guðfræði í Höfn og lauk prófi 1819 við góðan orðstír. Skömmu síðar gerðist hann kennari á Bessastöðum. Sveinbjörn kenndi grísku, sem var önnur aðalnámsgrein í skólanum. Eins og Hallgrími var honurn metnaðarmál að vanda þýðingar, sem mest mátti verða, og hafði að lokum snúið nær öllu gxískunámsefninu á fegurstu íslenzku. Frægastar eru þýðingar hans á kviðum Hómers, sem taldar eru með sígildum ritum íslenzkra bókmennta. Sveinbjörn var einna menntaðastur sinna samtíðarmanna í íslenzkum fornskáld- skap og málvísindum og vann í ígripum eitthvert mesta afreksverk, sem íslenzkur maður hefur af hendi leyst fyrr og síðar, Lexicon poe- ticum, orðabók yfir forníslenzkt skáldamál. Enda þótt latína, gríska og guðfræði væru að nafni til aðalnámsgreinar í Bessastaðaskóla, var mest rækt lögð við að kenna nemendum að skynja birtingur 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.