Birtingur - 01.01.1965, Side 11

Birtingur - 01.01.1965, Side 11
III. Haustið 1832 eru æskuvinirnir, Brynjólfur, Jónas og Konráð komnir til Kaupmannahafnar, en Tómas nýlega farinn í suðurgöngu að loknu glæsilegu embættisprófi í guðfræði. Hinir eru meira upp á heiminn — þeir lesa lög. Allir þrír búa á Garði — eða Regensen — hinu stílhreina stúdenta- heimili, sem Kristján IV. lét reisa yfir úrval menntaæskunnar í ríki Danakonungs, og liittast daglega í herbergjum sínum eða undir lind- inni í húsagarðinum til að spjalla um heima og geima. Sjaldan hafa þeir lengi ræðzt við, þegar talið berst að högum fjallkonunnar norður í höfum, því að til þess voru þeir hingað sendir að finna ráð við mein- um hennar mörgum og stórum. Engin hætta er á, að sonartryggð þeirra bregðist, því að hjartalagið er ósvikið: . . . góður sonur gjetur ei sjena göfga móður með köldu blóði viðjum reírða og meíðslum marða, 6 marglega þjáða, og fá ei bjargað . .. Hér í háborg menningarinnar renna saman hinn rammi, eldforni, ís- lenzki safi og ferskustu straumar í evrópskum þjóðfrelsis- og menning- armálum, verða að beljandi flaumi í brjósti ungra fullhuga, sem finna sér vaxa löngun og þrótt til „að brjóta skarð í stíblurnar, og veíta fram 7 h'fsstraumi þjóðarinnar." En mjög er við ramman reip að draga. Sjálft þjóðernið er í hættu. Þjóðin er beygð og sinnulaus af aldalangii kúgun, ekki örgrannt um, að fyrirmennirnir séu farnir að efast um nytsemi íslenzkrar þjóðartil- veru og hugsa til þess með eftirvæntingu að hverfa að fullu og öllu í faðm hinnar dönsku matmóður. Þeir rembast eins og rjúpan við staur- inn að sigrast á seinustu farartálmunum — þröngva r-inu nógu langt birtingur 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.