Birtingur - 01.01.1965, Side 25

Birtingur - 01.01.1965, Side 25
arskipunarmálið, eins og hann liafði sett þær £ram í ritgjörð sinni um 27 alþingi . . . “ Snemma í nóvember 1842 kom Jónas Hallgrímsson a£tur til Kaupmannahafnar úr rannsóknarleiðangri sínum. Þá færist þegar fjör og þróttur í Fjölnisfélagið, og bætast nýir menn í hópinn. Þegar fundargerð er fyrst bókuð 3. des. 1842, eru skráð nöfn 12 félags- manna fremst í bókina. Þeir voru: Gísli Magnússon, síðar skólakennari, sem var forseti félagsins, Brynjólfur Snorrason, guðfræðinemi, dó ung- ur í Höfn, Brynjólfur Pétursson, síðar forstjóri íslenzku stjórnardeild- arinnar í Höfn, Gísli Thorarensen, síðast prestur á Stokkseyri, Jónas HallgTÍmsson skáld, Konráð Gíslason, síðar prófessor, Halldór Kr. Frið- riksson, síðar yfirkennari við Lærða skólann, Skúli Thorlacius, síðar fultrúi við skjalasafn innanríkisráðuneytisins í Höfn, Gunnlaugur Þórð- arson, læknisfræðinemi, Sigurður Jónsson, síðar kaupmaður í Flatey, Jóhann Halldórsson, laganemi, dó 1844, Jóhann K. Briem, síðar prestur 28 í Hruna. Hinn þrettándi er ekki skráður í bókina. Það var Grímur Thomsen skáld, sem gekk úr félaginu skömmu síðar. Fyrsta verk félagsmanna var að setja félaginu lög. Það var ekki gert á einum degi. Lögin fengu langan undiibúning í nefnd, síðan tóku við miklar bollaleggingar og geysidrjúgar umræður á félagsfundum. Dróst lagasetning á langinn fram yfir áramót. Þá var farið að hugsa til bókar- gerðar og afráðið á fundi 28. janúar 1843 að halda Fjölnisnafninu. Eftir það snúast fundirnir einkanlega um efni í ritið. Var það lesið upp á fundum og borið undir atkvæði, nefndir kosnar til að lesa ljóð og rit- gerðir milli funda og gera breytingartillögur, er þurfa þótti, því að hér mátti ekki kasta höndum til neins. Sýnir allt starf Fjölnismanna þennan vetur, að enn töldu þeir sig eiga erindi í lónið, og var þó tals- vert að þeim þrengt, þar sem Tómas var fallinn frá, Jón Sigurðsson búinn að koma öðru riti á laggirnar og kaupendur Fjölnis á Fróni sennilega farnir að telja hann af. Undir vor eru lögin enn tekin til rækilegrar umræðu, samþykkt lið birtingur 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.