Birtingur - 01.01.1965, Page 31

Birtingur - 01.01.1965, Page 31
VI. Fjölnir var Islendingum engan veginn sá aufúsugestur, sem viS kynnum að ætla nú á dögum. Þegar betur er að gáð, er ekki heldur við því að búast. Hann braut upp á mörgum nýmælum og kom við margra kaun. Orvar hans voru hvassar og bog-mennirnir beinskeyttir. Embættismenn- irnir fyrtust við gagnrýni þessara próflausu galgopa á landstjórnarmál- um, menntamenn ýmsir voru andvígir stafsetningarnýjungum ritsins. Ritdómarnir komu illa við þá, sem vissu eflaust undir niðri, að kunn- áttu þeirra í móðurmálinu var skelfilega ábótavant, svo sem útgefend- ur Sunnanpóstsins og fleiri máttarstólpa þjóðfélagsins. Alþýða reiddist mjög aðförinni að rímum Sigurðar Breiðfjörðs, og margt af því, sem Fjölnir hafði legurst að bjóða, fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem alizt höfðu upp við „leirburðarstagl og holtaþokuvæl.“ Hins verður þó að geta, að Fjölnir átti sér þegar frá upphafi ýmsa vini og ótrauða stuðningsmenn og ekki af verri endanum. Áður hefur ver- ið minnzt á hinn frjálslynda klerk á Kolfreyjustað eystra, en þyngra vó liðsinni manna eins og Bjarna Thorarensens skálds, Steingríms Jóns- sonar biskups og ísleifs Einarssonar etatsráðs á Brekku. Enn fiemur munu kennarar að Bessastöðum hafa verið Fjölni hlynntir, þó að Svein- birni Egilssyni hrysi hugur við stafsetningunni. En mest um verð eru þau áhrif, sem hugsjónir Fjölnismanna hafa haft á íslenzkan þjóðaranda, eftir að Fjölnir var allur og fóstbræðurnir góðu hölðu safnazt til feðra sinna. Kvæði Jónasar hafa opnað augu manna fyrir fegurð náttúrunnar og unaði íslenzks sveitarlífs, „hnipin þjóð í vanda“ eignaðist aftur gleði sína við að lesa þau og eygði leið út úr þrengingunum. Málvöndunarstarf Fjölnismanna, lærifeðra þeirra og lærisveina gaf okkur „ylhýra málið“ aftur jafnhreint og það var á gull- aldardögum þjóðveldisins og þó langtum mýkra og auðugra, betur við hæfi núthnamanna. Þannig mætti lengi telja, og sæi þó aldrei út yfir alla þá blessun, sem starf þeirra hefur orðið síðari kynslóðum. IiIRTINGUR 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.