Birtingur - 01.01.1965, Page 77

Birtingur - 01.01.1965, Page 77
hafi verkum verið skipt í reiti, formhluta þar sem einn grunntónn, tóníka, tóntegund liafi verið ráðandi. Síðan annar grunntónn o. s. frv. Flókið kerfi um skyldleika grunntóna, tón- tegunda réð skiptingu frá einum grunntóni til annars. Tóntegundaskipti urðu æ tíðari, er leið á 19. öld, og að lokum í tólftónamúsík var skipt um grunntón frá hverjum einum tóni til annars. Allir tónar verða grunntónar, allir jafn mikilvægir, allt verður aðalatriði. (Þess- vegna er endurtekningabannið, — enginn einn tónn skyldi verða ráðandi). Anton Webern lagði í þessa aðferð kennara síns persónuleg- an og róttækan skilning, sem átti eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar og valda straumhvörf- um. Meðan Schönberg myndaði raðir sínar útfrá tematísku sjónarmiði og notaði aðeins raðatæknina við gerð tónhæðar, þá setti Webern raðir sínar saman með tilliti til hlut- falla tónbilanna hvers til annars. (Áttund hefur hlutfallið 1:2, fimmund 2:3, ferund 3:4. Ef tónn hefur sveiflutíðnina X á sekúndu, þá er tónn áttund fyrir ofan 2X, áttund fyrir neðan i/2X o. s. frv.) og yfirfærði grundvallar- hugmyndir raðatækninnar á aðrar eigindir tónsins, hæð, styrkleika og blæ. Þeir sem á eftir Webern komu gengu lengra: Þeir bjuggu til raðir yfir allar eigindir tónsins og notuðu þær kerfisbundið. Oliver Messiaen reið á vaðið 1951 í píanóverki sínu ,,mode de valeurs et d’intensités", og í fótspor hans fylgdu mörg kornung tónskáld: Stockhausen, Boulez, Nono, Pousseur o. fl. Þar með náðist meiri skipulagning í meðferð efnisins, meira samræmi milli smæstu eiginda verksins og hinna stærstu. Hlutföll grunnraðarinnar réðu formi verksins. Árið 1953 gerir Stockhausen grein fyrir, hvað röðunartækni er: „Með röð- unartækni er yfirleitt átt við það, að fyrir eitt verk er valinn ákveðinn fjöldi gilda, að gildi þessi hafa skyld hlutföll, að þeim er stillt upp í ákveðna röð með ákveðnum bilum sín á milli, að þetta val nær til allra tóneig- inda sem unnið er með, að útfrá grunnröð- inni eru leiddar yfirraðir, sem ákveða röð raðanna og einnig eru varíeraðar; að hlut- föll raðarinnar ákveða form verksins, ráða lögmálsbundnum vexti þess.“ Slagorð þessaia ára voru „fullkomin skipulagning“, „sam- ræmi milli gerðar efnisins sem unnið er með og verksins“, og Stockhausen lýsti því yfir, að ekki væri lengur unnið með sama hlut í margvíslegu ljósi eins og áður, heldur með mismunandi hluti í sama ljósi. Þessar hug- myndir reyndi Stockhausen að framkvæma í fyrstu verkum sínum Kreutzspiel, Kontra- punkte og fleirum. Þó sæmilega tækist að meðhöndla eigindirn- ar, tónhæð, styrkleika og lengd samkvæmt hugmyndum röðunartækninnar, þá var ekki birtingur 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.