Birtingur - 01.01.1965, Qupperneq 89

Birtingur - 01.01.1965, Qupperneq 89
EINAR BRAGI: AF SKORNUM SKAMMTI Menningarsigur verkafólks Launamenn allir fylgjast jafnan af áhuga meS kjarabaráttu verkalýÖsins, enda hefur hver umtalsverð hagsbót til handa þeim, sem þjóðnýtum störfum gegna af einhverju tagi, löngum unnizt fyrir einbeitni og fórnir erf- iðismanna á mölinni. Af mörgum sigrum al- þýðu seinasta aldarfjórðung eru tveir lang- merkastir: stytting vinnuvikunnar árið 1942 úr 60 stundum í 48 og á síðastliðnu vori í 44 stundir. Þegar fyrri sigurinn vannst, var ég strákur í menntaskóla. Samt hafði ég svo sterkt hugboð um, hver merkisatburður hafði gerzt, að ég rauk til og ritaði grein um málið í pólitískt hlað, þótt skólasveinum væru stranglega bönn- uð stjórnmálaafskipti utan skólans. „Hvað boðar 8 stunda vinnudagurinn?" nefndist greinarkornið, og svarið var á þá lund, að hans væri til þess krafizt, að alþýðan gæti lifað menningarlífi: „Hans er til þess krafizt, að verkamaðurinn geti varið hæfilegum tíma sólarhringsins sem frjáls maður með konu sinni og börnum, hlúð að heimilinu og gert það að aðlaðandi menningarreit. Hans er til þess krafizt, að erfiðismaðurinn geti sinnt andlegum þörfunr sínum: auðgað anda sinn við lestur góðra bóka, farið í leikhús, hlýtt á góða hljómlist, gegnt störfum fyrir stéttarsam- tök sín. í skemmstu máli: verkamönnum ber að nota hinn aukna frítíma til að afla sér auk- innar menntunar. . . . Alþýða íslands er vökn- uð til vitundar um rétt sinn til ríkrar hlut- deildar í skipan íslenzkra þjóðmála. En til þess að hún reynist hlutverki sínu vaxin, verð- ur hún fyrst og fremst að eflast að menntun og menningu, glæða félagsþroska sinn, treysta stéttarsamtök sín og einingu. Hún verður að eignast úr eigin stétt hlutgenga menn til hvaða félagslegs ábyrgðarstarfs sem er. Til þess skort- ir hana aðeins aukna menntun, því að hæfi- leikamenn á hún á hverju strái.“ Hvernig hafa þau þá verið notuð, hin miklu tækifæri? Enginn vafi er á, að stytting vinnu- dagsins hefur orðið þjóðinni allri til hinnar mestu gæfu, lengt ævidag fjölda fólks, fjölgað hvíldarstundum margra langþreyttra manna. Hennar hefur einnig gætt í blómlegra menn- ingarlífi: bókaútgáfa væri hér ekki jafn fjöl- skrúðug og raun er á, ef hinar fjölmennu starfsstéttir hefðu aldrei tíma til að líta í bók; ekki færi töluvert á annað hundrað þúsund manns í leikhús árlega í höfuðstaðnum, ef hálaunamenn væru einir um hituna; mynd- list og tónlist teygja rætur víðar og dýpra með ári hverju; aldrei hafa jafn margir fs- lendingar gefið sér tóm til að skoða land sitt eða skyggnast um bekki hjá öðrum þjóðum og seinustu áratugi; tiltölulega sitja nú miklu fleiri börn verkamanna, sjómanna og bænda birtingur 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.