Birtingur - 01.01.1965, Page 94

Birtingur - 01.01.1965, Page 94
um sjónvarpsglaða formanni útvarpsráðs nokkurt umhugsunarefni. Manni verður ómótt af að hugsa til þess, að dag hvern sitji hart nær þrjátíu þúsund ís- lenzkar manneskjur framan við skermi sol- dátasjónvarps og hámi í sig „vélstrokkað til- berasmjör“ sem amerískir fésýslumenn hafa látið gera til viðbitis með auglýsingum um kæliskápa eða kláðaduft og fleygt í herbúða- lýð sinn, þegar neytendur heima fyrir höfðu fengið sig fullsadda. Menn hugsa kannski sem svo, að viðnámsminnsti og menningarsnauð- asti hluti þjóðarinnar sé nú ekki merkilegri en þetta og við því sé ekkert að gera, engan hafi getað grunað, að hann væri svona fjöl- mennur — eða eins og haft er eftir mennta- málaráðherra í blaðinu Ingólfi: „Ráðherra lagði á það ríka áherzlu, að ef hann hefði vitað fyrir eða séð fram á það, þegar stækkun sjónvarpsstöðvarinnar kom til ákvörðunar 1961, að innan fjögurra ára næði bandaríska sjónvarpið til 6000 íslenzkra heim- ila, hefði hann tekið aðra afstöðu til stækkun- arinnar en hann gerði. Kvaðst hann vilja full- yrða, að hvorki ríkisstjórnina né aðra hefði órað fyrir því hvernig fara mundi.“ Þetta eru einhver kynlegustu stjórnartíðindi, sem um getur, og hafa þó íslendingum borizt margar furðufréttir á seinustu árum úr Múrn- um. Alþjóð veit, að bæði forsætis- og utanrík- isráðherra viðreisnarstjórnarinnar voru meðal fyrstu þurfamanna soldátasjónvarpsins. En samráðherra þeirra fullyrðir, að þá hafi ekki órað fyrir hvernig fara mundi! Aldrei þessu vant eiga þeir að hafa vænzt þess, að fáir færu að dæmi þeirra. Ákaflega er það ótrúleg saga. En látum sem við trúum henni. Bendir hún þá ekki einmitt til, að undir niðri hafi ráð- herrarnir vitað, að þeir væru ekki að vinna menningu þjóðarinnar þurftarverk með því að hleypa erlendu herliði, væddu sterkasta áróðurspilverki nútímans, inn á þúsundir ís- lenzkra heimila? Spyrja mætti enn fremur, hvernig koma eigi heim og saman hinni maka- lausu þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra fyrir tveimur árum og fullyrðingu menntamálaráð- herra nú? Eða hvað um blygðunarlausan áróður Morgunblaðsins fyrir soldátasjónvarp- inu? Sér ekki hver maður gegnum svartan leppinn, að hér er um að ræða aumlegt yfir- klór? í prýðilegum bæklingi, íslenzkri menningar- helgi, rifjar prófessor Þórhallur Vilmundar- son upp hina átakanlegu auðmýkingu, er ís- lenzkir fiskimenn og sjóarbændur sóttu á kæn- um sínum smáum út í enska togara og þágu að gjöf frá veiðiþjófum brot af þeim hluta þýfisins, sem ella hefði verið mokað í sjóinn aftur, af því að landhelgisbrjótunum þótti ekki ómaksins vert að flytja nema verðmæt- 92 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.