Birtingur - 01.01.1965, Page 95

Birtingur - 01.01.1965, Page 95
asta aflann heim til sín. En hversu himinbjart er ekki yfir þessum löngu liðna harmleik í íslenzkri landhelgi borið saman við það niða- myrkur vanvirðunnar, sem grúfir yfir sjón- varpssníkjunum í íslenzkri menningarhelgi. Hinir ógæfusömu forfeður okkar voru að- þrengdir menn, sem áttu ekki viðhlítandi farkost og veiðitæki til að sækja afla í djúpið, en heima biðu konur þeirra og börn í bjarg- arleysi; þeir töldu sig ekki vera að hirða ann- að en réttmæta eign sína; þeir fundu þó sáran til niðurlægingar sinnar, og hún varð þeim hvöt að brjótast til mannsæmari bjargræðis- hátta; oft sýndu þeir líka ósvikinn manndóm í skiptum við erlenda veiðiþjófa, já svo ein- beittan vilja á að reka þá af höndum sér, að þeir létu lífið í viðureigninni. Sjónvarpsbetl- ararnir eru engir örbjargamenn: þeir verja 20—30 þúsundum króna af umframtekjum sínum í tæki til þess að geta hirt úrkast frá innrásarliði, sem læðzt hefur inn í íslenzk menningarvé. Slíku hátterni er við það líkj- andi, að litvegsbændur á fyrri tíð hefðu látið smíða sér lystisnekkjur til þess að geta stund- að fiskisníkjur sem sport í tómstundum. Sjón- varpsbetlarar hafa sér ekki þá afsökun, að þeir séu að veita því viðtöku, sem ranglega hafi verið frá þeim tekið: við eigum enga kröfu á hendur hinu erlenda hernámsliði aðra en þá, að það hypji sig á brott með allt sitt hafurtask umsvifalaust. Fyrsti ráðherra íslands, Hannes Hafstein, lagði sig í lífshættu við að verja íslenzka landhelgi ágengum útlendingum; ráðherrar viðreisnarríkisins opna íslenzka menningarhelgi fyrir erlendum yfirgangs- seggjum og þoka sér í þokkabót ótilneyddir inn í raðir betlaranna. Þeir finna ekki til niðurlægingar sinnar, heldur festa angurgapa á hús sín til að auglýsa smánina. Hvílík reisn. Hvílík viðreisn manndóms og menningar. Uppreisnar er þörf Ég tek undir fullyrðingu Sigurðar A. Magn- ússonar, að greindarvísitala íslenzkra þing- manna sé í lægsta lagi. Ofan á hlýt ég að bæta grunsemd, sem jaðrar við óbifandi vissu: að þeir séu einnig með óráðþægnustu og ábyrgð- arlausustu hrokagikkjum undir sólinni. Að minnsta kosti er segin saga, að þegar ágrein- ingur kemur upp meöal kjósenda þeirra um veigamikil mál, hunza stjórnmálamennirnir varnaðarorð sinna vitrustu og beztu manna — þeirra sem til sterkastrar ábyrgðar finna gagnvart sjálfstæði þjóðarinnar og menningu og af haldbeztri þekkingu ráða þeim heilt. Það sannaðist enn sem fyrr í sjónvarpsmál- inu. Eins og nærri má geta er hver sæmilegur maður í stjórnarherbúðunum ekki síður en utan þeirra undrun og skelfingu lostinn yfir því glæfraspili stjórnarvalda að fela útlenzk- birtingur 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.