Birtingur - 01.01.1965, Page 96

Birtingur - 01.01.1965, Page 96
um soldátum að verulegu leyti uppeldi þús- unda íslenzkra barna og unglinga á næmasta skeiði. Auðvitað er hverri hugsandi mann- eskju með óbrenglaða dómgreind og sómatil- finningu Ijóst, að smáþjóð getur ekki án þess að bíða tjón á sálu sinni veitt erlendu herveldi einkaleyfi til sjónvarpssýninga allt að 14 stundir á sólarhring í heimahúsum sívaxandi fjölda landsmanna — sjötta hvers íbúa lands- ins í dag, fimmta hvers á morgun. Málið er hálfu viðsjárverðara vegna þess, að sjónvarps- notendur eru nær eingöngu fólk, sem ginið hefur við þeirri áróðursflugu, að bandarísku dátarnir séu vinir okkar og verndarar. Þeir menn hérlendir sem helzt gætu staðið í áróð- urs- og afmenningarflaumi kanasjónvarpsins miðjum án þess að færast í kaf, eru hernáms- andstæðingar, svo hlálegt sem það er — en þeir lúta vitanlega ekki að slíku apaspili. Þetta skildu sextíumenningarnir, sem stóðu að áskoruninni til alþingis 13. marz 1964A Hún er bænaróp þeirra til smáguðanna í þing- stólunum um að vernda íslenzku þjóðina fyrir verndurum hennar. Og náttúrlega var ákall þeirra að engu haft. Hvernig getur á því staðið, að þeir sem tví- mælalaust berjast fyrir réttum málstað og styðja hann óhrekjanlegum rökum skuli æv- inlega lúta í lægra haldi fyrir stjórnmála- mönnum og ómerkilegustu fylgifiskum þeirra? í blaðinu Ingólfi, sem 60-menning- arnir gáfu út 17. júní, er þess m. a. til getið, að ótti um að missa atkvæði dátasjónvarps- dýrkenda ráði afstöðu pólitíkusanna. Ekki getur sá geigur hafa rekið þá til að veita her- námsliðinu leyfi til að stækka sjónvarpsstöð- ina 1961, því að þá voru sjónvarpsbetlarar fáir. Hann getur ekki heldur ráðið úrslitum nú, því að engin líkindi eru til, að sjónvarps- sníkjuliðið fari að kjósa Framsókn, Alþýðu- bandalagið eða Þjóðvörn. Hver er þá skýr- ingin á glapræði stjórnarvaldanna? Önnur aðalskýringin er laukrétt orðuð í grein eftir Hannes Pétursson í Ingólfi: „sú ákveðna af- staða stjórnarflokkanna að ýfa aldrei skap verndaranna, heldur láta undan síga fyrir kurteislegum ágangi þeirra.“ En hver er h i n ? Mér er dálítið sárt að svara því, vegna þess hve mikils ég met góða baráttu margra stjórnarsinna gegn forsmáninni, en hér stoðar ekki annað en fullkomin hreinskilni: þeim sem með völdin fara stendur enginn verulegur stuggur af andstæðingum dátasjónvarpsins í eigin flokksröðum. Stjórnmálamennirnir vita hug þessara liðsmanna sinna, þeir vita einnig að 60-menningarnir og skoðanabræður þeirra hafa lög að mæla, þeir vita enn fremur að andstæðingar soldátasjónvarpsins eru marg- * Áskorunin cr birt á bls. 98. 94 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.