Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 4
Ritstjórnarspjall Það er komið sumar og framundan eru bjartar sumarnætur með blóm í haga. Þá er gott að geta gripið í innihaldsríkt fagtímarit okkar ljósmæðra og lesa það efni sem þar er fjallað um, sér til gagns og gamans. I þessu blaði verður töluvert fjallað um verki í fæðingu, enda ljósmæðrum hugleikið efni. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðurnemi fjallar um áhrif verkja á konur, viðhorf til verkja fyrr og nú, áhrif erfða á endorfínframleiðslu og hlutverk verkja í fæðingu. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, ljósmóðir skrif- ar um nálastungumeðferð í fæðingu. Hún hefur skoðað erlendar rannsóknir á þessu sviði og hér skýrir hún frá helstu niðurstöðum þeirra er varða áhrif nál- astungna á verki og slökun í fæðingu, áhrif á lengd fæðingar og áhrif á notkun verkjalyfja og deyfinga í fæðingu. Þó svo að notkun nálastungumeðferðar í fæðingum sé orðin nokkuð almenn má ekki gleyma því að ekki er langt síðan að sú meðferð ruddi sér til rúms hér á landi og er nokkuð víst að ef um slíka meðferð hefði verið rætt fyrir 40- 50 árum hefðu viðtökurnar verið með öðrum hætti en þær hafa verið, eins og við þekkjum. Því er ómetanlegt fyrir okkur ljós- mæður, bæði eldri og yngri, að heyra sögur frá því í gamla daga. Það kannast eflaust margar ljósmæður af eldri kyn- slóðinni við lýsingarMaríu Björnsdóttur sem rifjar upp gamlar minningar úr Ljósmæðraskólanum frá 1959-1960 hér í blaðinu. Okkur af yngri kynslóð- Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Bergrún Jónsdóttir inni þykir með ólíkindum að heyra að hanskar hafi verið bættir og endurnýttir eins og tíðkaðist í þá daga. Meira að gamni en í alvöru þá viljum við hvetja deildarstjóra nútímans að kynna sér þá fýrirhyggjusemi sem tiðkaðist varðandi „spariskápa“ fyrir lín því þó að margt hafi breyst kemur jú enn fyrir að það skorti lín, sérstaklega á stórhátíðum! Það er skemmtilegt að heyra um störf ljósmæðra sem starfa utan sjúkrahúsa og koma hugleiðingar ljósmóður að þessu sinni frá Áslaugu Valsdóttir, ljós- móður á Höfn í Hornafirði sem veltir þvi fýrir sér hvaða augum starf hennar er litið. Áslaug er ein af örfáum sveita- ljósmæðrum landsins. Hún hefur sinnt mæðravernd, fæðingum og sængurlegu í sinni sveit í nokkur ár og er athyglisvert að lesa um hvernig slíkt starf er metið. Félagsstarf Ljósmæðrafélagsins blómstrar um þessar mundir og verða því gerð skil hér í blaðinu, að venju. Einnig er gerð grein fýrir stjórnarfundi NJF sem haldinn var í Svíþjóð nú á vordögum. Það er hollt og gott að líta út fýrir land- steinana og heyra af því sem stallsystur okkar á norðurlöndunum eru að fást við hveiju sinni svo og að fýlgjast með þróun menntunar- og kjaramála þeirra. Að lokum viljum við minna á að Ljósmæðrablaðið er vettvangur fýrir ljósmæður til að viðra skoðanir sínar á faginu og því sem er í brennidepli á líðandi stund. Það er mikilsvert að hafa fagtímarit þar sem ekki birtast eingöngu ritrýndar fræðigreinar heldur einnig vangaveltur ljósmæðra. Að því sögðu þökkum við ljósmæðrum fýrir góð við- brögð varðandi beiðnir um greinaskrif i blaðið. Við vonum að þið njótið blaðsins og sumarsins! 4 Liósmæðrablaðið mai' 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.