Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Síða 27
Og hér flýtur með auglýsing sem var vel þekkt hjá lyfjafræðingum upp úr 1960: Nogle kan som ingenting andre kan med flid. De som ellers ikke kan kan med pursennid. Eitt og annað frá starfi á fæðingadeild 1959 - 1960 A þessum tima var töluverður skortur á líni. Eftir fæðingu voru allar konur þvegnar hátt og lágt uppi í rúmi. Yfirleitt önnuðust ljósmæðranemar það. Það kom fyrir ef ekki var afgreiðsla frá þvottahúsi vegna margra helgidaga eða óvenju mikið annríki var, að ekki væru handklæði til að þurrka konunum. Þurfti þá stundum að notast við gamla úr sér gengna sloppa sem i hallæri voru notaðir sem náttjakkar fyrir konurnar þegar venjulega jakka vantaði. I þessum tauskorti þurfti oft mikla útsjónarsemi. I umbúnaði á sængur- kvennagangi voru þverlök brotin á ýmsa lund þannig að blóðblettir færu í felur og þannig hægt að nýta lakið sem allra mest. Fyrir stórhátíðar sýndu deildarstjórar þá fyrirhyggju að stinga líni undan - inn í „spariskáp” - svo auðveldara væri að gefa þeim sem lágu inni hreint á rúmið. Nærbuxur þekktust varla fyrir sæng- urkonur. í notkun voru breið magabelti úr lakaefni með vaðmálsvend sem voru næld utan um konur. Bindi voru búin til þannig að inn í grisju var látið „cell- ustoff” (tréull) og þar yfir voru marg- nota taubindi næld í magabeltið og þurflu að duga heilan dag eða meir. Þar sem konur lágu í rúminu fram á 5. dag var nærbuxnaleysi ekki svo bagalegt. Einnota hjúkrunargögn voru ekki komin á þessum tíma. Allt þvegið sem hægt var, litlu hent. Sprautur, nálar og þvagleggir soðið í potti inn á deild, hanskar, vökvasett og því um líkt sótt- hreinsað. Þegar skurðstofan gat ekki lengur notað hanskana, þó þeir hafi oft verið bættir, fengu ljósmæður þá fyrir rec- tal hanska. Konur voru þreifaðar um endaþarm til að fylgjast með útvíkkun á leghálsi. Þegar einnota hanskar komu í notkun voru þeirárum saman kallaðir „engangs” hanzkar. Þegar hjúkrunarnemar seint á 10. áratug síðustu aldar heyrðu eina vel fullorðna ljósmóður nefna „engangs” hanska, þótti þeim það frábær skrýtla. Mörg útlend orð sem voru algeng í notkun á sjúkrahúsum fýrir 50 árum hafa vikið fyrir hinum íslensku, sem betur fer. María Björnsdóttir. Við leggjum þér lið Eirberg ehf. • Stórhöföa 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • eirberg@eirberg.is • www.eirberg.is Úrval af hjálpartækjum og heilbrigðisvörum Nýtt fæðingarrúm með þrískiptum botni, Compact II Létt, meðfærilegt og auðvelt að þrífa. Áratuga reynsla Verslunin opin virka daga kl. 9-18 Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf Eirberg Ljósmæðrablaðið maf 2006 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.