Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 17

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 17
manndómsvígslu, ferli sem gerir okkur sterkari og hæfari til að annast börn- in okkar. Ef við berum okkur saman við dýrin, sem virðast ekki hafa verki við burð, blasir einnig við munurinn á afkvæmum okkar og dýranna. Eg set því fram að gamni mínu þá kenningu að verkir okkar í fæðingu séu ekki ein- ungis óheppileg aukaafurð, heldur séu þeir aðferð náttúrunnar til að tengja mæður börnum sínum í mun sterk- ari mæli en gerist hjá öðrum dýrum. Þannig eru auknar líkur á að við höfum úthald til að annast þessar ófullburða verur í allan þann fjölda ára sem þarf til að þau geti haldið áfram að viðhalda tegundinni. Háþróaðir vitsmunir okkar krefjast í rauninni þroskans sem erfið lífsreynsla veitir. Sú staðreynd að sársaukaþol er ólíkt og einstaklingsbundið flækir óneitan- lega málið. Stundunr verðum við vitni að fæðingu konu sem virðist finna til lítils sársauka frá náttúrunnar hendi. Myndi okkur detta í hug að segja að hún eigi móðurhlutverkið síður skilið en konan í næsta herbergi sem engist af kvöl? Nei, lífið er ekki svo klippt og skorið, einmitt vegna þess að við erum vitsmunaverur, ekki bara dýr. Engu að siður eru ríkjandi þau viðhorf að konur sem nota lyf til að minnka sársauka sinn í fæðingu séu á einhvern hátt minni konur fyrir vikið, og síður helgaðar sínu móðurhlutverki. Slík ofuráhersla á fæð- ingu sem manndómsvígslu þykir mér gera lítið úr konum sem verða mæður með því að ættleiða eða fóstra böm, sem og öllum feðrum þessa heims! Hjá fjórðungi allra kvenna virðist lítið sársaukaþol vera meðfæddur eig- inleiki. Ef hönnun móður náttúru væri gallalaus mætti e.t.v. ætla að böm þess- ara kvenna séu veikari fyrir og hafi því meðfædda þörf fyrir sterkari tengsla- myndun við móður. En þau rök falla með vísbendingum um að þessar konur losi endorfín i minna mæli en aðrar. hví er ólíklegt að auknir verkir leiði til Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja aukinnar endorfínframleiðslu og sterk- ari tengslamyndunar hjá þessum hópi kvenna. Við höfúm í hendi vísbendingar um að verulega slæm upplifún af verkjum geti verið móður og barni skaðleg, bæði likamlega og andlega. Því tel ég mann- úðlegra og skynsamlegra að lina kvalir þegar þörf krefúr, þó sumar aðstæður krefjist aðferða sem teljast ekki vera náttúrulegar. Það er jafnvel hægt að færa rök fyrir því að aðferðir sem hinn viti borni maður hefur þróað séu hluti af náttúrunni eins og við sjálf. Þó megum við ekki gleyma því að með því að færa konuna nær sínum dýrslega uppruna getum við komið í veg fyrir að hjá henni skapist vandamál sem þarf að leysa með öðru en nátt- úrulegum leiðum. Við vitum að styrk- ur verkjanna hefúr ekki úrslitaáhrif á heilsu og líðan móður og barns. Mestu máli skiptir hvernig konan túlkar verki sína og hvort hún hefúr trú á eigin getu til að komast í gegnum þá. Stuðningur frá ljósmæðrum og þeim sem standa konunni næst getur ráðið miklu um það hvort upplifún konunnar af verkjum sínum í fæðingu byggir hana upp eða rífur hana niður. Heimildaskrá Biblían. Bryant, H., og Yerby, M. (2004). Relief of pain during labour. í C. Henderson og S. Macdonald (ritstj.), Mayes’ Midwifeiy, A Textbook for Midwifes (13. útg., bls. 458- 475). Edinburgh: Bailiiére Tindall. Callister, L. C., Khalaf, I., Semenic, S., Kartchner, R., og Vehvilainen-Julkunen, K. (2003). The pain of childbirth: Perceptions of culturally diverse women. Pain Management Nursing, 4, 145-154. Camann, W. (2005). Pain relief during labor. The New England Journal of Medicine, 352, 718-720. Enkin, M., Keirse, M. J. N. C., Neilson, J., Crowther, C., Duley, L., Hodnett, E., o.fl. (2000). A guide to effective care in pregnancy and childbirth (3. útg.). Oxford: Oxford University Press. Ferber, S. G., Granot, M., og Zimmer, E. Z. (2005). Catastrophizing labor pain compromises later matemity adjustments. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 192, 826-831. Henry, A„ og Nand, S. L. (2004). Women’s antenatal knowledge and plans regarding intrapartum pain management at the Royal Hospital for Women. Australian and New Zealand Journal of Obstetrics and Gynaecology, 44, 314-317. Kim, H„ Neubert, J. K„ Miguel, A. S„ Xu, K„ Krishnaraju, R. K„ Iadarola, M. J„ o.fl. (2004). Genetic influence on variability in human acute experimental pain sensitivity associated with gender, ethnicity and psychological temperament. Pain, 109, 488-496. Leap, N„ og Anderson, T. (2004). The role of pain in normal birth and the empowerment of women. í S. Downe (ritstj.), Normal Childbirth: Evidence and Debate (bls. 25- 39). Edinburgh: Churchill Livingstone. Lowe, N. K. (2002). The nature of labor pain. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 186, 16-24. Mander, R. (1998). Pain in Childbearing and its Control. Oxford: Blackwell Science. Nystedt, A„ Högberg, U„ og Lundman, B. (2005). The negative birth experience of prolonged labour: a case-referent study. Journal of Clinical Nursing, 14, 579-586. Page, L. A. (2000). Keeping birth normal. í L. A. Page (ritstj.), The New Midwifery, Science and Sensitivity in Practice (bls. 105- 121). Edinburgh: Churchill Livingstone. Robertson, A. (2004). The Midwife Companion, the art of support during birth (2. útg.). Camperdown: Birth Intemational. Schmid, V. (2005). About physiology in pregnancy and chUdbirth. Firenze: Verena Schmid. Trout, K. K. (2004). The neuromatrix theory of pain: Implications for selected nonpharmacologic methods of pain relief for labor. Journal of Midwifery & Women’s health, 49, 482-488. Waldenström, U. (2003). Women’s memory of childbirth at two months and one year after the birth. Birtli, 30, 248-254. Zubieta, J. K„ Heitzeg, M. M„ Smith, Y. R„ Bueller, J. A„ Xu, K„ Xu, Y„ o.fl. (2003). COMT val!58met genotype affects p-opioid neurotransmitter responses to a pain stressor. Science, 299, 1240-1243. () Y LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS HEILSUGÆSLAN ‘Kvennasvíð Lancfsjoítafans Heilsugæsla ósfar öffum fjósmœðrwn höfuðborgarsvæðisins opf fjöfsfyfcfum jjeírra www.heilsugaeslan.is gfeðífegs swnars. Ljósmæðrablaðið maí 2006 17

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.