Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 30
Ljósmæðraráð I haust tók nýtt Lj ósmæðraráð til starfa og í fyrsta sinn situr ljósmóðir í formanns- sæti þess en hingað til hefur yfirhjúkr- unarfræðingur Landlæknisembættisins fyllt það sæti. Nýtt Ljósmæðraráð skipa: Helga Gottfreðsdóttir formaður, tilnefnd af HTR, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, tilnefnd af HÍ og Hildur Kristjánsdóttir, tilnefnd af Ljósmæðrafélaginu. Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að Hildur Kristjánsdóttir hefur verið ráðin til verkefna hjá Landlæknisembættinu næsta árið. Þessi ráðning verður von- andi til þess að fljótlega verði fastráðin ljósmóðir við Landlæknisembættið. Ljósmæðratöskur í eigu félagsins Ljósmæðrafélagið festi kaup á tveimur fullbúnum ljósmæðratöskum til útláns fyrir félagsmenn. Hugmyndin með þessum kaupum er að gera þeim Ijós- mæðrum sem þess óska, kleift að sinna einstaka heimafæðingum án þess að leggja út í mikinn stofnkostnað við áhöld og mæta þannig vaxandi eft- irspurn skjólstæðinga eftir heimafæð- ingum. Þær sem áhuga hafa á að fá töskurnar lánaðar hafa samband við félagið og eru töskurnar að sjálfsögðu til útláns um allt land. Nálastungunámskeið Tvö nálastungunámskeið voru á síðasta ári en aðeins verður boðið upp á eitt námskeið á þessu ári en tvö á því næsta. Enn er meiri eftirspum eftir námskeið- unum en framboð, en framboðið tak- markast af tíma kennaranna, Guðlaugar og Lilleba. Nálastungunrenntaðar ljós- mæður á íslandi eru nú rétt tæplega hundrað. Útgáfumál Gefin hafa verið út tvö glæsileg Ljós- mæðrablöð frá síðasta aðalfundi og eitt fréttabréf. Heimasíða félagsins hefur tekið stakkaskiptum og fengið nýjan vef- stjóra. ingibjörgu Th. Hreiðarsdóttur er þakkað fyrir hennar störf og nýr vefstjóri, Valgerður Lísa Sigurðardóttir boðin velkomin til starfa. Unnið er að innra neti heimasíðunnar sem gera mun ljósmæðrum kleift að spjalla saman á lokuðum spjallvef og einnig geta kosn- ingar og skoðanakannanir farið þar fram. Eins mun innra netið spila stóran þátt í gæðastarfi því sem Ljósmæðrafélagið er að hefja í tengslum við heimaþjón- ustu ljósmæðra. Allar þær Ijósmæður sem óska eftir aðgangi að innra vef- svæðinu munu fá úthlutað persónulegu lykilorði en almenna lykilorðið sem hefur verið í notkun, verður óvirkt. Sent var út upplýsingablað til allra ljósmæðra í félaginu sem hafði m.a. það hlutverk að safna saman netfongum ljósmæðra og var einnig umsókn fyrir aðgang að innra svæði nýrrar heimasíðu félagsins. Þó skilafrestur upplýsingablaðsins sé útrunninn, vil ég biðja þær ljósmæður sem eiga eftir að skila, að gera það endilega. Öflugt innra net mun stytta boðleið- ir innan félagsins sem mun gagnast öllum, ekki síst þeim ljósmæðrum sem vinna einar, hvort heldur sem er úti á landi eða í heilsugæslunni. Upplýsingasíða félagsins ljosmodir. is blómstrar sem fyrr í höndum Önnu Sigríðar Vernharðsdóttur og nú er svo komið að síðan er ein af 30 vinsælustu heimasíðum landsins, með yfir 5000 heimsóknir á viku. Fjöldi ljósmæðra sinnir svörun fyrirspurna á síðunni viö góðar undirtektir skjólstæðinga. Orlofsmál Á síðasta aðalfundi var samþykkt að ganga til samninga við BHM um rnögu- lega inngöngu eða samstarf orlofs- sjóða LMFÍ og BHM. Var það gert á haustmánuðum og var efnt til kosn- inga um orlofsmál Ljósmæðrafélagsins með þeirri niðurstöðu að orlofssjóð- 30. Ljósmæðrablaðið mai 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.