Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 37
Noregur Ljósmæðranámi í Noregi var breytt fyrir 1-2 árum og aðlagað að EU stöðlum. Mikil umræða er meðal ljósmæðra í Noregi um að breyta náminu i „direct entry” svipað og gert er í Danmörku. Norska hjúkrunarfélagið hefur sett ffam kröftug mótmæli gegn þessum hugmyndum og hafið hræðsluáróður um hversu illa menntaðar ljósmæður yrðu ef af yrði. Námið er núna; 1. Hjúkrunarnám 180 ECTS 2. 1 árs vinna áður en sótt er um ljósmæðranám 3. Ljósmæðranám 120 ECTS gefur ekki meistaragráðu. Finnland 1. Hjúkrunarnám er 140 vikur 2. Eftir 120 vikur er hægt að velja ljósmóðurffæði sem er 60 vikur => 180 vikna nám. 3. Meistaranám er 60 vikur til viðbótar hjá báðum hópum ísland Á íslandi hefur eins og í Noregi verið umræða um „direct entry“ nám og er það mál enn á umræðustigi. Námið er eins og hér segir: 1. Hjúkrunarnám er 120 einingar/240 ECTS => B.Sc. gráða 2. Ljósmæðranám er 60 einingar/120 ECTS => Candidatsgráða 3. Diplomanám er 45 einingar/90 ECTS eftir B.Sc. gráðu 4. Meistaranám er 60 einingar/120 ECTS Onnur mál LMFÍ óskaði eftir umræðu um fæð- ingarorlof og kynnti Guðlaug nýlegar skýrslur um þetta mál sem fulltrúar höfðu haft tækifæri til þess að kynna sér áður. Talsverð umræða spannst um þennan málaflokk og hugsanleg áhrif þess að feður geta tekið og taka nú lengra fæðingarorlof en áður. Annað mál sem var rætt einnig að frumkvæði okkar voru breytingar á þjónustu við konur í barneignarferli og spannst sú umræða af þvi að MFS starf- semi Landspítala-háskólasjúkrahúss er lögð niður. Talsverð umræða varð einnig um þetta mál. Öll löndin glíma við svipuð vandamál, en svipuð teymi og þetta hafa fengið að þróast og starfsemi þeirra hefur ekki verið lögð niður heldur sums staðar breytt eða eins og í Danmörku hafist með verkefninu „kendt jordmor”. Þriðja mál undir þessum lið var líka að frumkvæði okkar en það var umræða um „doulur”. í Svíþjóð hafa þær enga sérstaka stöðu og er litið á þær sem vinkonur. Almennt töldu fulltrúar félagsins að ljósmæður vissu ekki hvort vinkonan væri vinkona eða „doula”! Þó er vitað að einhverjar „doulu” starfa við heimafæðingar þar á mjög gráu svæði. Ein rannsókn á Söder sjúkrahúsinu hófst fyrir nokkru um hvort fæðingar gengju betur ef „doula” væri með. Ekki reyndist hægt að leggja á það mat og verkefnið kláraðist ekki. Ulla Waldenström er að þróa rannsóknarverkefni þar sem ljósmæður eru þjálfaðar sem „doulur” til þess að sinna konum sem hafa slæma fæðingarreynslu. Önnur mjög athyglisverð tilraun er í gangi í Svíþjóð en það er að þróa kerfi „einn á einn”, þar sem sama ljósmóðirin sinnir konunni í fæðingu frá því hún er með 6 cm í útvíkkun. í Noregi er vitað um eina „doulu” sem er frá Bandaríkjunum og í Finnlandi er engin umræða um „doulur” og þær allavega ekki til opinberlega. Nokkur umræða varð um kærumál á hendur ljósmæðrum og hvernig félögin styðja við bakið á þeim. Einnig var talsvert rætt um lög um ljósmæður og/eða heilbrigðisstéttir, sem sett hafa verið á liðnum árum í samræmi við EU samningana. Slík lagasetning verður án efa innan skamms hér á landi. Stutt umræða varð um ómskoðanir sem boðnar eru af einkaaðilum og falla utan hefðbundinna skoðana í mæðravernd. Sú skoðun kom fram að þungun sé ekki vara og að ómskoðanir eigi að bjóða í samræmi við nýjustu rannsóknir á hverjum tíma. Umræðan snerist t.d. um áhrif 1-1 Vi tíma ómunar. Sænska Ljósmæðrafélagið efast um að slík tilboð væru lögleg í Svíþjóð og telja slíkar skoðanir ekki félagslega ásættanlegar. Að lokum Næsti stjómarfundur verður haldinn 3. maí 2007, í tengslum við Norður- landaráðstefnuna sem verður haldin í Ábo í Finnlandi 4-6 maí 2007. Yfir- skrift ráðstefnunnar er „Framtiden i barnmorskans hánder” eða „Midwives guarding the future”. Síðasta boð um útdrætti (final call for abstracts) verður 15. september í haust og er ætlunin að búið verði að velj a og samþykkj a útdrætti 15. nóvember 2006. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefslóðinni: http://www.nordiskjordemorkongress2 007.com/ Athygli er vakin á því að skráning- argjald hækkar úr 300 í 350 1. febrúar, 2007 (01.02.2007). Ráðstefnutungumál verður Skandi- navíska og enska. Að þessu loknu var Sænska Ljós- mæðrafélaginu þakkað fyrir vel heppn- aðan fund. Fundi var slitið síðdegis laugardag- inn 1. apríl 2006. Reykjavík, 23. apríl 2006 Hildur Kristjánsdóttir. NOVARTIS Qmánuðir Ljósmæðrablaðið maí 2006 37

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.