Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 8
unnar og þar með stuðlað að heilbrigði (Carlsson og Anckers, 1997; Yelland, 2005). Punktarnir sem eru 365-1000 liggja á orkubrautum í líkamanum sem tengj- ast innri líffærum og draga nöfn sín af þeim (Yelland, 2005). Alþjóða heil- brigðismálastofhunin hefur gefið út alþjóðlegar skilgreiningar á þessum punktum og þeim fjórtán orkubrautum sem þeir fylgja (WHO, 2002). Áhrif nálastungumeðferðar í fæðingu I þeim tilgangi að leita svara við því hvaða áhrif nálastungumeðferð í fæð- ingu hefur voru skoðaðar nokkrar nýleg- ar rannsóknir. I rannsókn Ramnerö, Hanson og Kihlgren (2002) sem gerð var í Svíþjóð, var notað tilraunasnið til að skoða áhrif nálastungumeðferðar á verki, slökun og útkomu fæðingar. Konur í rannsóknarhóp (n = 46) fengu nálastungumeðferð hjá ljósmóður og var val á punktum einstaklingshæft, þ.e. ljósmóðir valdi punkta með hlið- sjón af þvi hvar konan hafði verki og hve langt fæðingin var á veg komin. Samanburðarhópurinn (n = 44) fékk hefðbundna verkjameðferð, með eða án lyfja. Metin var verkjastilling og slök- un á númeruðum kvarða 0-10 (NRS - numeric rating scale) fyrir og eftir meðferð. Öllum konunum stóð til boða að fá til viðbótar aðra verkjameðferð sem í boði var á deildinni. í niðurstöð- um kemur fram að marktækt minni notkun var á mænurótardeyfingu hjá nálastunguhópnum (p = 0.03), einnig var minni notkun á annarri verkjameð- ferð án lyfja (p = 0.04). Það kom fram marktækt meiri slökun hjá rannsókn- arhópnum (p = 0.01). Hins vegar var ekki munur milli hópanna á notkun á Pethidini. Það reyndist ekki heldur vera marktækur munur á verkjastillingu á NRS-kvarðanum. Báðir hópar reynd- ist vera ánægðir með þá meðferð sem veitt var. í norskri rannsókn Skilnand, Fossen og Heiberg (2002) var einnig notað tilraunasnið til að skoða áhrif nála- stungumeðferðar á verki og útkomu fæðingar. Rannsóknarhópurinn (n = 106) fékk nálastungumeðferð hjá ljós- móður og var val á punktum einstak- lingshæft. Samanburðarhópurinn (n = 102) fékk „placebo“meðferð þar sem stimgið var grunnt á líkamssvæði sem ekki eru þekktir nálastungupunktar á. Áhrifin voru metin annars vegar á VAS-kvarða 0-10 (visual analog scale) og hins vegar á fjölda kvenna sem fengu pethidin eða mænurótardeyfingu. Einnig var lagður fyrir konurnar spurn- ingalisti fyrir heimferð þar sem spurt var um reynslu þeirra af fæðingunni. Sex til átta vikum eftir fæðingu voru tekin viðtöl við átta konur úr hvorum hóp þar sem rædd var fæðingarreynsl- an. Viðtölin tók ljósmóðir sem ekki kom að fæðingunni. Það reyndist vera marktækt lægri verkjaskorun hjá nálast- unguhópnum 'Æ, 1 og 2 tímum eftir nál- astungumeðferðina og einnig 2 tímum eftir fæðingu (p = 0.05) í samanburði við hópinn sem fékk „placebo“með- ferð. Verkjaupplifun fyrir meðferð var sambærileg milli hópanna. Einnig var marktækt minni notkun bæði á pethid- ini (p = 0.0009) og mænurótardeyfingu (p = 0.005) hjá nálastunguhópnum. Notkun á syntocinon til örvunar fæð- ingar var marktækt minni hjá konum í nálastunguhópnum (p = 0.0009) og einnig reyndust þær vera styttri tíma i fæðingu (p = 0.008) en sá munur á tíma reyndist ekki marktækur eftir að búið var að útiloka konur sem fengu mænurótardeyfingu. Það styrkir þessa rannsókn að not- aðar voru þrjár aðferðir við gagnasöfo- un, með því að leggja spumingalista fyrir konurnar og bæta viðtölunum við, þannig að upplýsingar fengust bæði með eigindlegri og megindlegri aðferð. Hins vegar er aðeins lítillega fjallað um viðtölin í niðurstöðum en þó kemur fram að þær konur, sem sögðust hafa upplifað verkjastillingu eftir nálastung- ur, voru úr tilraunahópnum. Þessi rann- sókn var sú eina af rannsóknunum sem sem var blinduð gagnvart konunum en þær vissu ekki hvort þær fengu nálast- ungur eða „placebo“meðferð. I Noregi var gerð önnur rann- sókn með tilraunasniði til að athuga hvort nálastungumeðferð drægi úr notkun á pethidini og skoða útkomu fæðingar (Nesheim o.fl., 2003). Nálastunguhópurinn (n = 106) fékk nálastungumeðferð hjá ljósmóður og var val á punktum einstaklingshæft. Samanburðarhópurinn (n = 92) fékk hefðbundna meðferð. Einnig var val- inn samanburðarhópur 2 (n = 92) sem var sambærilegur við fyrmefhdan samanburðarhóp, en konurnar í hóp 2 tóku ekki þátt í rannsókn heldur var skoðuð útkoma fæðingar hjá þeim. í öllum hópunum var skoðuð þörf fyrir aðra verkjameðferð. Það reyndist vera marktækt minni notkun á pethidini (p < 0.0001) og annarri verkjameðferð (p = 0.01) hjá nálastunguhópnum miðað við báða samanburðarhópana. Ánægja kvenna með meðferð reyndist mikil. Af þeim 103 sem fengu nálastungur myndu 89 eða um 92% velja meðferð- ina aftur í næstu fæðingu. Utkoma úr öðrum þáttum fæðingar reyndist vera svipuð hjá öllum hópum. Fant og Strömberg (2000) gerðu samanburðarrannsókn með aðlöguðu tilraunasniði þar sem skoðuð voru áhrif nálastungumeðferðar á útkomu fæðingar, verkjastillingu, hríðar, þörf fyrir aðra verkjameðferð og ánægju kvenna með meðferðina. Einnig mátu ljósmæður árangur meðferðar. Rann- sóknarhópurinn (n = 83) fékk nála- stungumeðferð hjá ljósmóður og var val á punktum einstaklingshæft. I samanburðarhóp voru konur sem ekki fengu nálastungur (n = 83) annaðhvort af því að þær vildu það ekki eða ekki var ljósmóðir á vakt sem gat veitt með- ferð. Niðurstöðumar voru settar fram í tíðnigildum og sem hlutfall, en engin marktæknipróf voru sett fram. 58% kvennanna voru ánægðar með með- ferðina tveimur tímum eftir fæðinguna. 69% kvenna fannst slökunaráhrif vera meðalgóð eða mjög góð. 66% kvenna fannst þær fá meðalgóða eða mjög góða verkjastillingu. Svipuð niðurstaða reyndist vera í svörum ljósmæðranna um hvernig þeim fannst meðferðin verka á konurnar. I afturvirkri rannsókn Spellerberg og Smidt-Jensen (2003) í Danmörku voru skoðuð áhrif nálastungumeðferðar á meðgöngu og í fæðingu (n = 691)- Ljósmæður veittu meðferð og var val á punktum einstaklingshæft. Ástæður fyrir nálastungumeðferð í fæðingu voru helst til verkjastillingar, hríðaörv- unar og slökunar. Annars vegar mátu konumar sjálfar og ljósmæður hins vegar virkni meðferðar á kvarða frá 0-3. Ljósmæðurnar vissu ekki hvert mat kvennanna var. Það kom í ljós að mat þeirra á nálastungumeðferð i fæðingu var marktækt mjög svipað (p = 0.0016) þar sem 40% kvenna og ljósmæðra fannst vera full virkni (3 a kvarðanum 0-3) og 33% þeirra fannst virkni nokkuð góð (2 á kvarðanum 0-3). í þessari rannsókn var enginn samanburðarhópur. Rannsakendur telja nálastungumeðferð eiga fúllan rétt a sér, þrátt íyrir þá annmarka rannsóknar að hún sé afturvirk og ekki notaður samanburðarhópur, því meðferðin er ódýr og án teljandi aukaverkana. Afturvirk samanburðarrannsókn 8 Ljósmæðrablaðið mai' 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.