Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 28
AF VETTVANG I FÉLAGSMÁLA Skýrsla stjórnar LMFI til aðalfundar 2006 Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands 2005 var haldinn á Grand Hóteli þann 30. apríl 2005 og var mæting með dræmara móti. Mikil breyting varð í stjórn og er styttra mál að nefna þær tvær sem áfram sátu í stjórn: Sigríði Þórhallsdóttur og Lilju Jónsdóttur. Þær sem viku úr stjórn voru: Olafía M. Guðmundsdóttir, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Laufey Hilmarsdóttir og Jóna Dóra Kristinsdóttir. Fimm nýjir stjórnarmeðlimir voru kosnir þeirra í stað: undirrituð í formannssætið, Unnur B. Friðriksdóttir sem varaformaður, Guðrún Guðmundsdóttir sem gjald- keri, Helga Harðardóttir sem vararitari og Kristbjörg Magnúsdóttir sem með- stjórnandi. Hringborðsumræður og Ljósur Félagið hefur staðið fyrir mánaðarleg- um Hringborðsumræðum í vetur. A þessum fundum koma ljósmæður saman og ræða fyrirfram ákveðin málefni sem varða stéttina og hafa sex slíkir fúndir verið í vetur, við góðar undirtektir og vonandi mun þetta fyrirkomulag festast í sessi þar sem það hefúr reynst góður vettvangur fyrir ljósmæður til að ræða fagmál sín. Þann 6. desember bauð Ljósmæðra- félagið öllum Ijósmæðrum yfir sex- tugu, til fúndar sem varð stofnfundur Stjórnarstarf Stjórnarfundir hafa haft fasta dagsetn- ingu, fyrsta fimmtudag í mánuði auk tilfallandi funda og hafa stjórnarfundir alls verið 12 frá síðasta aðalfúndi. A þessu fyrsta starfsári ungrar stjórn- ar höfúm við vegið upp reynsluleysi okkar með því að virkja okkur reyndari Ijósmæður með Ráðgjafaráði sem bæði formlega og óformlega telur ljósmæður sem hafa verið virkar í félagsmálum Ljósmæðrafélagsins í gegn um tíðina. Aðalfundurinn var haldinn ifundarsal BHM i Borgartúni 6. Félagsmenn og styrking félagsins Lögð hefur verið áhersla á kynningu félagsins meðal ljósmæðranema og ný- útskrifaðra ljósmæðra við góðar undir- tektir. Ljósmæðranemar vilja nú ólmir ganga til liðs við félagið strax á nema- tímabilinu og liggur lagabreytingartil- laga fyrir þessum aðalfundi til þess að gera þeim það kleift og styrkja þannig félagið með fleiri kjarafélögum. Kjarafélagar eru nú 184. Tólf nýir kjarafélagar gengu til liðs við félagið síðan á síðasta aðalfundi, þar af 9 af 10 nýútskrifuðum ljósmæðrum. Fagfélagar eru 108. Þessi fjölgun kjarafélaga hefur einungis komið vegna nýliðunar í stéttinni umfram brotthvarf, þar sem kjarasamningar hafa ekki verið lausir á tímabilinu og Ijósmæður því almennt ekki getað skipt um félag. 28 Ljósmæðrablaðið mai' 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.