Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Side 36
Birt hefur verið skýrsla um skim- anir með ómskoðun á meðgöngu. Hvert hérað hefur og mun hafa ákvörðunar- rétt hvort slíkar skimanir eru í boði og þá hverjar. Ekki verða settar leiðbein- ingar á landsvísu um þetta mál í bili. Mikil umræða hefur orðið um þetta og sýnist sitt hverjum. Ennffemur upplýsti Merja að undir- búningur NJF ráðsteíhunnar í Finnlandi gengi vel. Færeyjar Færeyska Ljósmæðrafélagið varð sjálf- stætt félag 1. júní, 2005 og hefur mikil orka farið í að byggja upp nýtt félag. Ýmsir byrjunarörðugleikar hafa orðið sem eru óðum að leysast. Mikil vinna hefur verið lögð í vinnu við sameiningu fæðingargangs og sængurkvennagangs á sjúkrahúsinu í Þórshöfn. Félagið hefúr þurft að grípa inn í þessar breytingar á ýmsum stigum aðallega þegar hefur átt að ganga á verk- svið ljósmæðra. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar samhliða þessu eins og að hafa Ijósmóður alltaf á sólarhrings- vakt og hefur það gengið vel. Enn er ekki ljóst hvernig stjórnun þessarar nýju einingar verður háttað en allt útlit er fyrir að yfirmaður verði ljósmóðir. Hjúkrunarfræðingar vilja halda í þessa stöðu, en Ljósmæðrafélagið mótmælir því þar sem þær geti ekki verið faglegir yfirmenn ljósmæðra og þar að auki séu ljósmæður sérmenntaðar til þess að sinna konum í barneignarferlinu öllu sem hjúkrunarfræðingar séu ekki. I fyrsta skipti í sögu Ljósmæðrafélags Færeyja eru allir virkir félagar í vinnu sem ljósmæður og helgast það fyrst og fremst af því að ljósmæður sinna nú sængurlegu. Umræða er um breytingar á öllu sjúkrahúsakerfi Færeyja og líklegt að þau verði sameinuð i eina stofnun. Island Hildur kynnti skýrslu Ljósmæðrafélags íslands og hvað helst er á döfinni hér á landi. Noregur Marit Heiberg kynnti skýrslu Norska Ljósmæðrafélagsins. Gerð hefur verið breyting á samningakerfi ljósmæðra og semur félagið nú fyrir Ijósmæður á hverjum stað. Þetta hefur haft í för með sér umtalsverðar launahækkanir fyrir ljósmæður á minni stöðum. Mikil umræða er um nýtt nám ljós- mæðra í Noregi og beitir Ljósmæðra- félagið sér fyrir því að það verði 4 ára B.Sc. nám. Stjórnmálamenn hafa sýnt þessu mikinn áhuga og má segja að svo sé um flesta nema hjúkrunarfræðinga sem hafa mótmælt þessum hugmyndum og telja að Ijósmæðranámið verði mun lélegra en nú er! I könnun sem Helsedirektoratet i Noregi gerði 2004 á fæðingardeildum landsins kom í ljós að 3° og 4° spangar- rifur eru mjög algengar og mun hærri en t.d. í Finnlandi. Þær verða nú við um 4-5 % allra fæðinga um leggöng. Lögð hefur verið ffam áætlun til þess að draga úr þessum rifúm sem hefur hlot- ið mikla umræðu og gagnrýni. Menn eru sammála um takmarkið, sem er að draga úr þessum rifum, en aðferðirnar sem á að beita eru í fyrsta lagi ekki byggðar á rannsóknum og í öðru lagi mjög handahófskenndar. Ljósmæður eru mjög reiðar yfir þessari áætlun og telja hana ekki faglega unna. Fæðingar í Noregi eru i dag um 50.000 en voru fyrir 10 árum um 60.000. Þessar tölur urðu til þess að fæðingarstöðum hefúr verið fækkað og til dæmis var lokað fæðingardeild i Osló þar sem venjulega fæddu um 2500 konur á ári. Þetta, ásamt því að konur mega velja hvar þær fæða, hafði í för með sér að Kvennadeildin í Osló varð að vísa um 2000 konum í fæð- ingu ífá á síðasta ári. Blásið er til sóknar vegna þessa með því meðal annars að bjóða Gudrun Abascal ffá Stokkhólmi og Ullu Waldenström í heimsókn til að ræða hvemig Svíar brugðust við svip- uðum vanda fyrir nokkmm árum. Þessi vinna gengur vel og eru ljósmæður mjög virkar í henni. Svíþjóð Anna Nordijáll flutti skýrslu Sænska Ljósmæðrafélagsins. Umræða er um heilbrigði á barneignarskeiði í Svíþjóð og er ætlunin að setja fram einhvers konar leiðbeiningar varðandi þennan málaflokk. Enn er ekki samstaða um þetta mál hjá hlutaðeigandi. Vinna er hafin við endurskoðun skjals um eðlilegar fæðingar, „State of the art, handlággning af normal födsel”. I Svíþjóð er einnig umræða um gæða- staðla þjónustunnar eins og fjölda 3 og 4° spangarrifa. Robsons skráningarkerf- ið verður æ algengara, en aðalhöfúð- verkurinn að mati Ljósmæðrafélagsins er sá að ekki hefur náðst samstaða um skilgreiningu á hvað sé eðlileg fæðing. Ennfremur er verið að endurskoða hæfnislýsingu ljósmæðra hjá ráðuneyt- inu. Anna sagði frá því að búið sé að endurskipuleggja allt nám fyrir ljós- mæður í Svíþjóð og setja það upp í samræmi við Bologna samkomulagið. I þessu sambandi spannst mikil umræða meðal fulltrúanna á fundinum og lýsti hvert land gróflega hvernig námið er hjá hverju um sig. Hér á eftir er gerð grein fyrir þessari umræðu. Yfirlit yfir nám Ijósmæðra á Norðurlöndunum eins og það verður eða er nú þegar samkvæmt Bologna samkomulaginu. Svíþjóð Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á sænska ljósmæðranáminu og er vinna við nýja námskrá hjá 10 skólum langt komin eða búin. Þessi vinna var kynnt á ráðstefnu m.a. með læknum í haust sem leið. Fyrirhugað er að námið verði eins og hér segir í stórum dráttum; 1. 3 ára hjúkrunarnám = 180 ECTS => B.Sc. gráða í hjúkrunarfræðum 2. 2 ár (80 vikur) ljósmæðranám 60 ECTS => ljósmóðurréttindi (sam- tals 240 ECTS) 3. 20 vikur til viðbótar => 30 ECTS => Master of reproductive health (sam- tals 270 ECTS) Innifalið i hjúkrunarnáminu eru 10 vikur í klínik. Ljósmæðranámið fer allt fram á framhaldsstigi háskólanna og gerir kröfu á að allir kennarar séu með meistarpróf hið minnsta, líka klíniskir kennarar. Gert er ráð fyrir að í námsleið til þess að öðlast réttindi sem ljósmóðir, séu 10 vikur notaðar til lokaverkefnavinnu og 20-25 vikur í klinískt nám. Bæti nemendur við sig til þess að öðlast meistaragráðuna eru notaðar 5+5 vikur í rannsóknarnámskeið og 10 vikur í rannsókn Til að sfyrkja klínikina í náminu er gert ráð fyrir að ljósmæður starfi sem „novice” eða byrjendur í eitt ár eftir útskrift. (Hét þetta ekki aðstoðarljós- móðir hér í eina tíð á íslandi? Og í Noregi var fyrir skemmstu svokallað „turnusár’ fyrir nýútskrifaðar ljósmæður). Danmörk Engar breytingar á þeirra námi sem þegar hefur verið aðlagað að Bologna samkomulaginu og EU stöðlum. Námið er núna 3 Vi árs nám sem gefur 205 ECTS einingar og gráðuna Profession bachelor. 36 Ljósmæðrablaðið maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.