Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 6
Nálastungumeðferð í fæðingu Útdráttur Nálastungumeðferð hefur til langs tíma verið notuð við ýmsum heilsufarsvanda- málum og kvillum, upphaflega í Kína en hefur breiðst út á Vesturlöndum. I barneignarferlinu hefur notkun nála- stungumeðferðarfarið vaxandi ásíðustu árum. Síðan árið 2002 hefur íslenskum Ijósmœðrum verið boðið upp á nám- skeið í nálastungumeðferð I meðgöngu, fœðingu og sængurlegu og í árslok 2005 höfðu 88 Ijósmœður lokið námskeiðinu. Þœr hafa látið I Ijós ánœgju sína með meðferðina í fagrýniviðtölum. I þessari grein verður leitast við að finna svör við því hvaða áhrif nálastungumeðferð hefur í fæðingu. Eftirfarandi þœttir em viðfangsefni greinarinnar: áhrif á verki og siökun í fœðingu, áhrif á lengd fœð- ingar og áhrif á notkun verkjalyfja og deyfinga í fæðingu. Rannsóknir þœr sem fundust við leit eru allar meg- indlegar þar sem í einni þeirra voru viðbótargögn fengin með viðtölum. Þrjár rannsóknanna voru slembivals- tilraunir með samanburðarhópum og flestar hinna með samanburðarhópa. Engin eigindleg rannsókn fannst við leit. Niðurstöður eru að marktœkt minni notkun er á notkun verkjalyfja og deyf- inga hjá konum sem fengu nálastungu- meðferð. Iþeim rannsóknum sem skoð- uðu slökunaráhrif komu þau fram en misjafnt var hvort verkjastillingaráhrif komu fram. Engar teljandi aukaverk- anir komu fram í rannsóknunum. Konur voru almennt ánœgðar með nálastungu- meðferð og myndu flestar velja hana aftur í fœðingu. Niðurstöður yfirlitsins benda til að nálastungumeðferð geti verið gagnlegur valkostur í fœðingu. Meðferð með nálastungum er í sam- rœmi við hugmyndafrœði og stefnu Ijós- mœðra þar sem lögð er áhersla á að styðja við eðlilegt ferli fœðingar. Lykilorð: fœðing, verkir, verkjameðferð, slökun, nálastungur, útkoma fœðingar. Valgerður Lísa Sigurðardóttir; Ijósmóðir á fæðingadeild LSH mmmmmmm^m^mmmmmmmmmmmm Umræða um valkosti kvenna í barn- eignarþjónustu hefur farið vaxandi og áhersla hefur verið lögð á að konur geti tekið upplýstar ákvarðanir um þá með- ferð og þjónustu sem í boði er á með- göngu, í fæðingu og sængurlegu. Sú kynslóð sem í dag er að eignast börn er alin upp í upplýsingasamfélagi þar sem greiður aðgangur er að upplýsingum og kemur því með ákveðna þekkingu með sér inn í barneignarferlið, m.a. um mismunandi aðferðir til að takast á við verki sem fylgja fæðingarhríðum. A sama tíma hafa Ijósmæður áhyggjur af hvernig fæðingarhjálp hefur þróast og hvað verði um eðlilegar fæðingar í sjúkdómsvæddu samfélagi dagsins í dag. T.d. hefúr notkun á hátækniverkja- meðferð eins og mænurótardeyfing- um aukist á undanfornum áratugum og sýnist sitt hverjum um áhrif þess á eðlilegar fæðingar. Umræða meðal ljósmæðra hefur m.a. snúist um hvemig hægt sé að vernda hina eðlilegu fæð- ingu. Inn í þá umræðu hafa komið upp raddir um mikilvægi þess að konur geti valið verkjameðferð sem styður við og truflar sem minnst lífeðlislegt ferli fæð- ingar. Þar eru ýmsir möguleikar í boði og er nálastungumeðferð (acupuncture) meðal þeirra. Saga nálastungumeðferðar Nálastungumeðferð (acupuncture) hefúr verið notuð í meira en 2.500 ár og er upprunnin í kínverskri læknisfræði (Traditional Chinese Medicine). Hún hefúr verið notuð í ýmsum tilgangi, m.a. til verkjastillingar og slökunar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Landsráð heilbrigðismála í Bandaríkjunum (NIH) hafa gefið út yfirlýsingar þar sem kemur ffam að nálastungumeðferð geti gagnast við kvillum af ýmsu tagi eins og tannverk, höfuðverk, svefnleysi, ógleði, kvíða o.fl. (WHO, 2002; NIH, 1997). í yfir- lýsingunni frá WHO kemur einnig fram að nálastungumeðferð geti verið gagn- leg til verkjastillingar í fæðingu og til hríðaörvunar (WHO, 2002). I vestrænum heimi má rekja upp- haf nálastungumeðferðar í bameign- arferlinu til áttunda áratugarins og hefur notkun hennar farið vaxandi síðustu árin (Carlsson og Anckers, 1997). I Svíþjóð fengu um 15% kvenna nála- stungumeðferð í fæðingu á árunum 1995-2000 (Odlind, Haglund, Pakkanen og Olausson, 2003) og árið 2000 var nálastungumeðferð í boði á 78% fsð- ingastaða í Danmörku (Kirkeby, 2003)- Á tímabilinu 1. janúar - 30. apríl 2004 þáðu 25.3% kvenna nálastungur í fæð- ingu á LSH og 24% fæðandi kvenna í Keflavík (Hildur B. Rúnarsdóttir, 2004). Samkvæmt fæðingarskráningu árið 2005 á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fengu tæplega 800 konur eða um 25% nálastungumeðferð í fæðingu. Fyrsta námskeið í kennslu nála- stungumeðferðar fyrir íslenskar ljoS' mæður var haldið árið 2002 að frum- kvæði Guðlaugar Maríu Sigurðardóttur, ljósmóður og nálastungufræðings- Námskeiðið var haldið á vegum Lj°s' 6 Ljósmæðrablaðiö maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.