Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 16
Page (2000) heldur fram, eða eru e.t.v. 25% allra kvenna illa í stakk búnar til að þola sársaukann? Og e.t.v. veikir þetta hugmyndir Andreu Robertson (2004), sérfræðings í fæðingar/foreldrafræðslu, um það að sársauki gegni ómissandi hlutverki í fæðingu, þar sem hugmyndir hennar um nauðsyn sársauka í lifeðl- isfræði fæðingar hvíla á tilvist og virkni ópíatakerfisins. Hlutverk verkja í fæðingu Tengsl fæðingar og verkja eru að veikjast í hugum okkar með tilkomu verkjastillandi inngripa læknisfræðinn- ar. Engu að síður er enn litið á fæð- ingu og sársauka sem órjúfanlega heild. Verkir eru enn fremur tengdir sjúk- leika. Þau tengsl hafa neikvæð áhrif á umijöllun um fæðingar, þar sem tengsl fæðingar við sársauka skapa tengsl við hið sjúklega. Farið er að líta á fæð- ingu sem sjúklega og þ.a.l. viðfang læknisfræði frekar en ljósmóðurfræði (Mander, 1998). En er hægt að skoða tengsl verkja og fæðingar í öðru ljósi? Gegnir sársauki í fæðingu sjálfstæðu hlutverki, óháð hinu sjúklega? Þróun og líffræði Nær allar konur finna til verkja í fæð- ingu, og því má álykta sem svo út frá sjónarmiðum náttúruvals og þróunar að verkirnir hljóti að þjóna einhverjum tilgangi. Algengast hefur verið að líta svo á að hlutverk verkjanna sé að vara konuna við því að fæðing barnsins sé yfirvofandi. Þannig geti hún komið sér á öruggan fæðingarstað og fengið aðra sér til hjálpar. Verkirnir séu stigvaxandi til þess að konan geti fylgst með því hve stutt sé í að barnið fæðist (Bryant og Yerby, 2004; Lowe, 2002; Mander, 1998; Robertson, 2004; Trout, 2004). I skrifúm sínum um verki í fæð- ingu andmæla ljósmæðurnar Rosemary Mander (1998) og Kimberly K. Trout (2004) þessari viðteknu skoðun. Þær benda á að það séu alls ekki allar konur sem finni teljandi verki í fæðingu, sem eitt og sér gerir lítið úr nauðsyn verkj- anna út frá þróunarlegu sjónarmiði. Að auki er hægt að telja til fleiri hugsanleg- ar ástæður þess að flestar konur upplifa sársauka í fæðingu, og gera þar með fyrrnefnda skýringu ónauðsynlega. Hægt er að hugsa sér að verkir gegni því hlutverki í fæðingu að leiðbeina og vernda. Sársaukinn getur verið vísbend- ing um yfirvofandi hættu fyrir móður eða barn og gefið okkur tækifæri til að bregðast við. Ef konan hlustar á skila- boð líkamans getur hún notað þau m.a. til að finna hvaða hreyfingar og stell- ingar stýra barninu best niður fæðing- arveginn. Fagfólk getur einnig notfært sér þessa hönnun náttúrunnar til að greina frávik eða yfirvofandi hættu á borð við fylgjulos eða legbrest (Page, 2000; Schmid, 2005). I bók sinni um lífeðlisíræði með- göngu og fæðingar talar ljósmóðirin Verena Schmid (2005) um að sársauka- púlsar í fæðingu gegni lykilhlutverki í að viðhalda eðlilegu og nauðsynlegu hormónaflæði þar sem þeir örvi losun bæði oxytócíns og endorfíns. Oxytócín valdi samdrætti legs, samdrátturinn ffamkalli sársauka, líkaminn bregðist við sársaukanum með endorfínífam- leiðslu, og endorfínið stöðvi samdráttinn. Endorfín og oxytócín viðhaldi þannig í sameiningu takti fæðingarinnar. Ljósmæðurnar Leap og Anderson (2004) segja aftur á móti í skrifum sínum um hlutverk verkja í fæðingu að þrátt fyrir þekkingu manna á ópíatakerfi líkamans sé ekki hægt að staðhæfa að sársauki gegni nauðsynlegu hlutverki í hormónaflæði eðlilegrar fæðingar. Það valdi ljósmæðrum erfiðleikum þegar þær reyna að skýra og skilgreina hlut- verk verkja í fæðingarferlinu. Kenning sem höfundi þykir nokkuð skynsamleg um verki í fæðingu skoðar þróun mannsins borið saman við önnur dýr. Þar er bent á að heilabú mannsins, og þar af leiðandi höfúðið, sé hlut- fallslega mun stærra hjá manninum en öðrum dýrum. Að auki hafi maðurinn tekið upp á því að ganga á afturfótunum einum saman, sem hafi leitt til þess að hann þróaði með sér tiltölulega stífa mjaðmagrind. Lending þróunarferlisins hafi því verið sú að börn fæddust eins þroskuð og höfuðstór og mæður þeirra gátu afborið í fæðingu (Mander, 1998). Besti kostur hefði e.t.v. verið enn þroskaðri börn og engir fæðingarverkir, en þar sem það samræmist ekki hvort öðru hefur málamiðlunin verið ósjálf- bjarga en lífvænleg börn og eins miklir verkir og hægt er að þola án þess að ganga af göflunum. Tegundin á sér vist ekki mikla von ef hvert kvendýr fæðir aðeins eitt afkvæmi af ótta við fæð- inguna sjálfa. Ja, nema sköpunarsaga Biblíunnar sé í raun heilagur sannleik- ur, löngun kvenna til manna sinna sé guðleg forsjón og ekki á þeirra valdi! Sálfélagslegt hlutverk verkja Víða í máli ffæðimanna kemur fram það viðhorf að fæðingin sé prófsteinn á kvenleika og hæfni konunnar. Þetta sé andleg reynsla sem breyti konunni og eíli sjálfsmynd hennar þar sem henni finnist hún hafa afrekað eitthvað stór- kostlegt. Það eigi ekki að ræna konuna þessari reynslu nema öryggi hennar eða barnsins sé ógnað (Callister o.fl., 2003; Page, 2000; Robertson, 2004). Schmid (2005) talar í bók sinni um að fæðing sé tilvistarkreppa. Til að komast gegnum hinn langvinna sárs- auka þarf konan að taka á öllu sem hún á. Þegar hún telur sig ekki geta meira og gefst upp fer hún út fyrir eigin takmörk. Hún virkjar styrk sem hún vissi ekki að hún ætti til. Þannig breytir fæðingin konunni og sjálfsmynd hennar og gerir hana færa um að leiðbeina barni sínu. Leap og Anderson (2004) segja að fæðingin sé í raun mannsdómsvígsla, þ.e. ferli sem breytir félagslegri stöðu konunnar. Manndómsvígslur felast í hefðum sem endurspegla gildi þjóð- félagsins og væntingar þess til hlut- verksins sem einstaklingurinn er að taka að sér. Ef þjóðfélagið kýs að mæður séu sterkar, óhræddar og tilbúnar að beijast fyrir bömum sínum á fæðingarferlið að endurspegla það. Ef þjóðfélagið vill óvirkar mæður á að bjóða þeim mænu- rótardeyfingu! Ofangreind viðhorf um fæðingu sem manndómsvígslu fá höfund til að velta fýrir sér hvort um sé að ræða enduróm af sköpunarsögu Biblíunnar, sem getið er um hér að ffaman. Eva át af skilningstré góðs og ills og var refsað með því að fæða börn sín með kvölum. Hugmyndir fræðimanna í dag fela einmitt í sér að með því að taka út þessa refsingu íyrir erfðasyndina öðlumst við mæður nýjan skilning á sjálfum okkur og heiminum. Vangaveltur Hjartað í hugmyndafræði ljósmóð- urfræðinnar er að líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli. Þegar ég reyni að mynda mér skoðun á verkjum í fæðingu vil ég þvi að náttúran sé útgangspunkt- urinn. Ef við tökum Darwin trúanlegri en t.a.m. Biblíuna hljóta verkirnir sem fæðandi kona upplifir að þjóna tilgangi, gera okkur sterkari sem tegund. Okkur er t.d. akkur í því að hafa stórt heilabú og að nota hendurnar til annars en að ganga á þeim. Því virðist sú skýr- ing rökrétt að verkir í fæðingu séu til komnir sem óheppileg aukaverkun af þessari þróun. Skoðum þessar hugmyndir í sam- hengi við hugmyndir um fæðingu sem 16. Ljósmæðrablaðið maí 2006

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.